Fréttablaðið - 14.01.2023, Page 6
Eiga störf hins opin-
bera að vera staðsett
úti um allt land eða
viljum við að öllu
landinu verði sinnt frá
einum stað?
Þóroddur
Bjarnason,
prófessor í fé-
lagsfræði við HÍ
Þetta er mikilvægt
skref, sem undirstrikar
að framkvæmdanefnd-
in sem var skipuð á
síðasta ári hefur unnið
gott og mikilvægt starf.
Dagur B. Eggertsson,
borgarstjóri
Auglýst er eftir umsóknum um styrki vegna
vinnustaðanáms á árinu 2022.
Sjóðurinn veitir styrki til fyrirtækja og stofnana vegna
vinnustaðanáms og starfsþjálfunar sem er skilgreindur
hluti af starfsnámi skv. aðalnámskrá framhaldsskóla.
Umsóknarfrestur er til 20. janúar 2023, kl. 15:00.
Markmið sjóðsins er að hvetja fyrirtæki og stofnanir til
þess að taka við nemendum sem stunda vinnustaðanám
sem hluta af námi á framhaldsskólastigi og gera þeim
kleift að ljúka tilskildu vinnustaðanámi.
Umsóknargögn og leiðbeiningar er að finna á slóðinni
www.rannis.is/sjodir/menntun/vinnustadanamssjodur/
Umsóknum skal skilað á rafrænu formi.
Nánari upplýsingar veitir
Skúli Leifsson, sími 515 5843,
vinnustadanamssjodur@rannis.is
Vinnustaðanámssjóður
Umsóknarfrestur til 20. janúar
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
sk
h
ön
nu
n
Langanesbyggð berst til
síðasta blóðdropa fyrir einu
ríkisstarfi. Pólitísk spurning
hvort öllum opinberum
störfum verður sópað undir
einn hatt að sögn prófessors.
bth@frettabladid.is
Langanesbyggð Eina opinbera
starfið í Langanesbyggð, starf sýslu
mannsfulltrúa á Þórshöfn, er á síð
asta söludegi og stefnir í að ekkert
opinbert starf verði eftir í sveitar
félaginu innan árs.
Kona sinnir starfinu. Ástæða þess
að leggja átti niður starf hennar um
síðustu áramót er að ekki er kveðið
á í nýrri reglugerð um að sýslumað
urinn á Húsavík reki útibú á Þórs
höfn að sögn Björns S. Lárussonar,
sveitarstjóra Langanesbyggðar.
Verkefni sýslumannsfulltrúa
á Þórshöfn hafa falist í skönnun
á ýmsum skjölum og f leiri verk
efnum á landsvísu. Hluti starf
anna felst í staðbundinni þjónustu,
útgáfu ökuskírteina, þinglýsingum,
vegabréfum og f leira. Það sparar
Þórshafnarbúum og öðrum íbúum
Langanesbyggðar mikil ferðalög að
þurfa ekki að aka til Húsavíkur til að
sækja sér þjónustu, enda 320 kíló
metra akstur fram og til baka þannig
að til mikils er að vinna fyrir íbúana
að halda starfinu í heimabyggð.
Heimamenn á Þórshöfn með
sveitarstjórnarfólk í broddi fylk
ingar fóru fram á að reglugerðinni
yrði breytt. Það gekk ekki í gegn
en dómsmálaráðuneytið féllst á að
framlengja samninginn um starfið
í Langanesbyggð um eitt ár. Að
óbreyttu verður ekkert opinbert
starf á Þórshöfn eftir næstu áramót.
„Af því að við búum svo afskekkt
og höfum mikinn kostnað af því að
sækja okkur ýmsa lögbundna þjón
ustu, sem dæmi bifreiðaskoðun,
finnst okkur þessi þróun stinga í
stúf,“ segir Björn.
Hann segir það einnig hafa hleypt
illu blóði í heimamenn að inn viða
ráðherra hafi hróðugur heimsótt
Akureyringa fyrir skömmu og fært
þeim fjögur ný störf hjá Húsnæðis
og mannvirkjastofnun. Á sama tíma
hafi Þórshafnarbúum verið tilkynnt
að eina opinbera starfið þeirra yrði
lagt niður.
Þóroddur Bjarnason, prófessor
í félagsfræði við Háskóla Íslands,
segir að tæknibreytingar hafi gjör
breytt aðstæðum í opinberri starf
semi. Fyrir tíma internetsins og
nútíma hátta hafi þurft opinbera
starfsemi víða um land vegna fjar
lægðanna.
„Svo koma þessar miklu tækni
breytingar sem gefa kost á að
skipuleggja störf hins opinbera
heildstætt,“ segir Þóroddur. Tækni
breytingarnar bjóði upp á meiri
dreifingu starfa en nokkru sinni.
„En tæknibreytingarnar gefa líka
kost á meiri samþjöppun en nokkru
sinni,“ segir Þóroddur. „Það er sem
sagt hægt að nýta sömu tækni til að
ýmist dreifa opinberum störfum út
um allt land eða sinna öllu landinu
frá einum stað.“
Þóroddur segir að eitt opinbert
starf skipti miklu máli fyrir fámennt
sveitarfélag en þetta mál sé stærra
en svo að það snúist bara um það.
„Það snýst um pólitískan vilja og
stefnumótun. Eiga störf hins opin
bera að vera staðsett úti um allt land
eða viljum við að öllu landinu verði
sinnt frá einum stað?“ n
Eina ríkisstarfið í hættu
Þórshöfn í Langanesbyggð þar sem sýslumannsfulltrúinn hefur aðsetur í dag. Fréttablaðið/Pjetur
kristinnpall@frettabladid.is
Íþróttir „Þetta er mikilvægt skref,
sem undirstrikar að framkvæmda
nefndin sem var skipuð á síðasta ári
hefur unnið gott og mikilvægt starf.
Nefndin er búin að leggja grunn að
verkefninu, hefur fundað með mér,
ráðherrum ríkisstjórnarinnar og
nú borgarráði. Þau eru að funda
með sérstökum ráðgjafarhópi allra
hagsmunaaðila, íþróttafélaganna
í Dalnum og sérsamböndunum á
næstunni til þess að fá viðbrögð við
drögunum að uppleggi þessa verk
efnis,“ segir Dagur B. Eggertsson,
borgarstjóri Reykjavíkur, spurður
út í tíðindi af nýrri þjóðarhöll.
Borgarráð samþykkti í vikunni
að veita borgarstjóra umboð til
að ganga til samninga við ríkið
um verkefnið, stofnkostnað og
rekstur á þjóðarhöll í Laugardal. Í
bókuninni kemur fram að borgar
ráð hafi fengið kynningu á starfi
framkvæmdanefndar um þjóðar
höll og að borgarstjóri fái heimild
til að hefja viðræður við ríkið.
„Það er samráð um þessar hug
myndir sem liggja fyrir, en það er
líka ljóst að ef þessi metnaðarfulla
tímaáætlun á að standast sem er
miðað við, þá þurfa ríki og borg
að ná samkomulagi um skiptingu
stofnkostnaðar og rekstrarkostn
aðar til framtíðar. Það er verkefnið
sem er að koma inn á okkar borð,“
segir Dagur sem segir að horft sé til
að ný höll verði tilbúin árið 2025.
Borgarráðsfulltrúar Samfylk
ingarinnar, Framsóknarf lokks,
Pírata og Viðreisnar lýstu yfir að
þetta væri fagnaðarerindi í bókun
og töluðu um að þetta myndi stór
bæta aðstöðu barna og ungmenna
í Laugardal ásamt því að vera lyfti
stöng fyrir aðstöðu landsliða. Þá
auki þetta samkeppnishæfi borg
arinnar á alþjóðavettvangi og því
sé mikilvægt að ná samningum við
ríkið sem fyrst.
„Leiðarljós borgarinnar í þessu er
að skapa framúrskarandi aðstæður
fyrir börn og unglinga í Laugardaln
um ásamt því að vera þjóðarleik
vangur í íþróttum. Þetta er hugsað
til lengri tíma,“ segir Dagur. n
Boða skref í átt að nýrri þjóðarhöll
gar@frettabladid.is
Leikir Fréttablaðið byrjar í dag í
samstarfi við flugfélagið Play nýjan
gjafaleik þar sem þátttakendur geta
á næstu fjórum vikum unnið fjögur
eitt hundrað þúsund króna gjafa
bréf frá Play.
Til að taka þátt þarf að finna Play
þotuna á flugi í Fréttablaði dagsins,
skrá sig inn á www.frettabladid.
is/lifid/playleikur og segja á hvaða
blaðsíðu þotan er. Dregið er viku
lega úr lausnum frá allri vikunni.
Því oftar sem þú skráir þig, því lík
legra er að þú vinnir. n
Finndu þotu Play og fljúgðu út í heim
Hundrað þúsund króna gjafabréf frá Play er dregið út í hverri viku.
Fréttablaðið/ernir
bth@frettabladid.is
kjaramáL Ummæli Sólveigar Önnu
Jónsdóttur, formanns Eflingar, um
stéttaandúð eru ekki úr lausu lofti
gripin að sögn sérfræðings í stétta
rannsóknum.
Guðmundur Ævar Oddsson, pró
fessor í félagsfræði við Háskólann
á Akureyri, segir rannsóknir styðja
málflutning Sólveigar.
„Við upplifum mikla stéttaandúð,
mikla andúð á láglaunakonum og
ekki síst aðf luttum láglaunakon
um,“ sagði Sólveig í Fréttablaðinu
í gær sem telur ekki hlustað sem
skyldi á sjónarmið Eflingar.
„Það eru gild rök fyrir því sem
Sólveig segir,“ segir Guðmundur.
Hann segir að láglaunafólk og
ekki síst aðfluttar konur hafi sam
kvæmt rannsóknum afar lága rödd í
samfélaginu. Hinir velmegandi hafa
meiri völd en hinir fátæku. Viðmið
millistéttar hér á landi séu önnur
en hjá þeim sem lægst launin hafa.
„Þetta er hópur sem situr neðst í
virðingarstiganum um allan heim,“
segir Guðmundur Ævar.
Þá fylgi oft fordómar gagnvart
láglaunahópum sem jafnvel birtist
í mismunun innan heilbrigðis
kerfisins.
„Stéttaskipting er sannarlega
fyrir hendi hér á landi þótt hún sé
kannski ekki eins ýkt og sums stað
ar annars staðar,“ segir Guðmundur
Ævar. Hann segir að frekari rann
sóknir þurfi til hér á landi á högum
láglaunafólks og frekari stéttarann
sóknir. n
Sammála Sólveigu um stéttamismunun
Guðmundur
Ævar Oddsson,
prófessor í fé-
lagsfræði við HA
14. janúar 2023
Laugardagur6 Fréttir Fréttablaðið