Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.01.2023, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 14.01.2023, Qupperneq 16
Við sem vorum þarna og lentum í þessu vorum bara venjulegt fólk. Snorri Þrastarson vann hetju- dáð þegar skotárás var framin í verslunarmiðstöðinni Field’s þann 3. júlí í fyrra. Nú, sex mánuðum síðar, lítur hann til baka og veltir fyrir sér hvað hann hafi lært af árásinni, hvað hafi breyst í lífi hans, og tjáir sig um vináttu sína við konu sem hann bjargaði þennan dag. Ég er bara í mínu daglega amstri. Það er lítið búið að breytast hjá mér. Ég er enn þá bara að hugsa um mína fjölskyldu, að sjá um mín börn,“ segir Snorri Þrastarson hálfu ári eftir skotárás í Kaupmannahöfn þar sem hann kom fjölda fólks í öruggt skjól og bjargaði konu sem hafði verið skotin. Snorri er Íslendingur sem er búsettur í Svíþjóð og starfar í Dan- mörku. Fjölskylda hans hefur rekið KFC í Danmörku um árabil, og þar starfar hann til að mynda við inn- kaup og starfsmannamál. Daginn örlagaríka í júlí var hann staddur á KFC í verslunarmiðstöð- inni Field’s. Á venjulegum sunnudegi hefði hann ekki verið á þeim stað á þessum tíma, en vegna stórtónleika sem áttu að fara fram í grenndinni þetta kvöld var meira að gera í þessu tiltekna útibúi. „Maður getur ekki undirbúið sig fyrir þennan atburð í einu eða neinu. Maður getur ekki menntað sig fyrir svona lagað,“ segir hann. „Við sem vorum þarna og lentum í þessu vorum bara venjulegt fólk.“ Einn árásarmaður hóf skothríð og endaði á að drepa þrjá og særa fjóra alvarlega. Í viðtali við Fréttablaðið nokkrum dögum eftir árásina lýsti Snorri viðbrögðum sínum. Hann heyrði hvell og í kjölfarið öskur. Hann hjálpaði fólki að koma sér fyrir í bakherbergjum og skrifstofum KFC-staðarins og telur að þar hafi verið fimmtíu til sextíu manns. Síðan ákvað Snorri að taka málin í sínar hendur og fór á flakk um versl- unarmiðstöðina. Þar sá hann til að mynda fólk frosið af hræðslu og sjálf- an árásarmanninn í mikilli fjarlægð. Þá kom hann, ásamt fjórum öðrum, að konu sem hafði verið skotin og ungri stúlku sem var látin. Þeim tókst að hlúa að konunni, með því að stoppa blæðingu úr læri og halda henni vakandi. Síðan, þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang, hjálpaði Snorri við að búa að sárum konunnar. Að lokum skildu leiðir þeirra þegar konan var flutt á brott með sjúkrabíl. Þurfti að grípa til aðgerða „Maður spyr sig: Gerði maður virki- lega það sem maður gerði?“ segir Snorri. Þó líkir hann atburðunum að einhverju leyti við dag í vinnunni. „Ég lít eiginlega svolítið á þetta eins og venjulegan vinnudag þar sem það var mikið að gera, mikið álag. Ég þurfti bara að gera þetta,“ segir hann. „En það viðhorf á við um mig, það er ef laust ekki staðan hjá öðrum,“ segir Snorri sem telur að margir þeirra sem lentu í árásinni og aðstandendur þeirra líti þennan dag allt öðrum augum. Stundum segist hann velta fyrir sér hvort hann hefði getað gert meira. „Ég hugsa til þeirra sem létust. Hvar voru þeir? Maður á auðvitað ekki að hugsa þetta, en hefðum við getað bjargað, einum í viðbót, tveim- ur eða þremur?“ spyr hann sig. Snorri segist hafa rætt um þetta í skýrslutöku hjá lögreglu. Lögreglu- þjónninn hafi sagt honum að pæla ekki í þessu. „En þessi hugsun kemur upp inni á milli,“ segir hann og bætir við: „Maður verður bara að læra af þessu og vera ánægður með það sem maður gerði.“ Þrátt fyrir það vill hann meina að atburðirnir hafi tekið merkilega lítið á sig. Honum finnst sérstakt að hann hugsi ekki um atburðarásina klukkutímum saman. „Það er eng- inn kvíði þegar ég fer að sofa,“ segir hann. Ætti ég að vera niðurbrotinn? Fólki sem var í Field's þann 3. júlí árið 2022 var boðið upp á áfalla- hjálp sem Snorri sótti. Þar segist hann hafa spurt sálfræðing hvort sér ætti ekki að líða verr með það sem átti sér stað. „Ætti ég ekki að vera niður- brotinn? Ætti ég ekki að vera með stærsta PTSD sem fyrirfinnst?“ seg- ist hann hafa spurt sálfræðinginn sem hafi svarað með því að benda á að fólk bregðist á ólíkan hátt við áföllum. „Ef það sama kemur fyrir hundrað manns þá geta komið hundrað mis- munandi viðbrögð,“ segir hann sál- fræðinginn hafa útskýrt fyrir sér. Snorri segist ekki hafa leitað sér frekari hjálpar. Þó minnist hann útskýringar sál- fræðingsins á þremur hópum sem fólk skipist í í erfiðum aðstæðum líkt og þeim sem Snorri lenti í. „Það eru þeir sem eru hræddir og hlaupa í burtu. Síðan eru það þeir sem eru hræddir og frjósa. Og í þriðja lagi eru það þeir sem ákveða að gera eitthvað í þessu, hvort sem það er heimskulegt eða ekki, en þeir geta alveg verið hræddir líka.“ Samkvæmt sálfræðingnum til- heyrir Snorri síðastnefnda hópnum. „Af einhverri ótrúlegri ástæðu til- heyri ég þessum síðasta þriðjungi. Mann hafði ekki órað fyrir því. Auð- vitað hafði maður vonast til þess þegar maður var að horfa á teikni- myndir eins og Transformers þegar maður var lítill, en ég bjóst ekki við því.“ Honum skilst að heilinn í sumum Konan á lífi vegna þess sem hann gerði Jón Þór Stefánsson jonthor @frettabladid.is Það var ekki vaninn að Snorri væri staddur í Field’s á sunnu- degi líkt og þann örlagaríka dag, 3. júlí í fyrra. Þá hóf maður skotárás í versl- unarmiðstöð- inni og Snorri bjargaði meðal annars konu sem hafði orðið fyrir tveimur skotum. Mynd/BryndÍs ÞorsteinsdÓttir 14. janúar 2023 Laugardagur16 Helgin FrÉttablaðið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.