Fréttablaðið - 14.01.2023, Page 18
Það sem ég hef lært
sem „freelance“ leikari
er að maður verður að
vera duglegur að búa
sér til sitt eigið efni.
Það þýðir ekkert að
sitja heima og bíða
eftir að fá eitthvað upp
í hendurnar.
Ingi hefur
starfað sem
leikari í tæplega
fjórtán ár, eða
allt frá árinu
2009.
fréttablaðið/
sigtryggur ari
Að sögn Inga var leikstjóri myndarinnar, Max Gold, afar heillaður af íslensku landslagi, það varð til þess að myndin
var tekin upp hér. Hér má sjá þau Guðmund Inga Þorvaldsson, Bertu Andreu Snædal, Max og Inga Hrafn. mynd/aðsend
Leikarinn Ingi Hrafn Hilm-
arsson hefur verið starfandi í
leiklistarbransanum í tæp-
lega fjórtán ár. Í sumar kemur
út hans veigamesta verkefni
til þessa, kvikmyndin Fanga,
sem byggir á ævintýrinu um
Fríðu og dýrið.
Ég lærði leiklist í London
frá 2006 til 2009 í skóla
sem heitir Rose Bruford
College og í beinu fram-
haldi af útskrift kem ég
heim og byrja að vinna sem „freel-
ance“ leikari. Til að byrja með var
ég meira í leikhúsunum að vinna,
skrifa leikrit og setja upp leiksýn-
ingar, en svona í seinni tíð hef ég
fært mig meira út í kvikmyndir og
auglýsingar, að leika, framleiða og
leikstýra. Þannig að ég hef komið
víða við síðustu árin,“ segir leikar-
inn Ingi Hrafn Hilmarsson. Í sumar
kemur út hans veigamesta verkefni
hingað til, kvikmyndin Fanga, en
auk þess að leika annað aðalhlut-
verk myndarinnar er hann einnig
framleiðandi.
Heillaður af töfrum leikhússins
Að sögn Inga stóð leiklistin alltaf
nærri hjarta hans, allt frá barns-
aldri. Hins vegar hafi það tekið
hann dágóðan tíma að átta sig á
því hvað hann virkilega langaði til
að gera.
„Ég var búinn að prófa alls konar,
til dæmis fór ég í Iðnskólann í Hafn-
arfirði að læra trésmíði. Ég átti tvö
ár eftir þegar ég fann að þetta var
ekki alveg það sem ég vildi gera.
Svo prófaði ég líka að fara í íþrótta-
fræði þar sem ég hef mikinn áhuga
á íþróttum, fótbolta sérstaklega, en
fann mig ekki alveg þar,“ segir Ingi
og heldur áfram:
„Þá fór ég að hugsa til baka, hvað
það var sem heillaði mig alltaf svo
mikið og leikhúsið kom strax upp
í hugann. Ég var duglegur að fara í
leikhús þegar ég var lítill og heill-
aðist mikið af þessum svokölluðu
leikhústöfrum sem maður upplifir
í barnaleikhúsi.“
Í kjölfarið hafi hann skráð sig á
leiklistarnámskeið og segir Ingi að
þá hafi eitthvað smollið hjá honum.
„Ég hugsaði: Þetta er það sem ég
vil gera til framtíðar. Út frá því var
stefnan sett á leiklistina. Ég fer út í
nám, útskrifast og hér er ég í dag,“
segir Ingi.
Ingi segir leiklistarbransann
harðan bransa og að erfitt sé að lifa
á leiklistinni einni saman. Íslend-
ingar eigi svo mikið af hæfileika-
ríku fólki og margir séu að berjast
um sömu bitana.
„Það er náttúrulega hark að vera
í þessu, en það sem ég hef lært sem
„freelance“ leikari er að maður
verður að vera duglegur að búa sér
til sitt eigið efni. Það þýðir ekkert
að sitja heima og bíða eftir að fá
eitthvað upp í hendurnar. Maður
verður að hugsa fram í tímann,
hvað vil ég gera og hvernig á ég að
fara að því. Það er kannski „bjútíið“
við það að vera „freelance“, maður
getur svolítið valið hvað maður vill
gera hverju sinni. En ég er alltaf með
allar klær úti,“ segir Ingi.
Gåsmamman í uppáhaldi
Unnendur sænska spennuþáttarins
Gåsmamman, eða Gæsamamman,
sem sýndur var á Stöð 2 kannast
ef laust við Inga. Þar var hann í
hlutverki glæpamannsins Hrafns,
sem gerði allt vitlaust í þriðju þátta-
röðinni.
„Við vorum tveir íslenskir leik-
arar sem fórum þarna út, ég og
Guðmundur Ingi Þorvaldsson, en
við lékum íslenska glæpona í Stokk-
hólmi. Þetta er svakalega stórt bat-
terí þessir þættir, en ég held að
sjötta sería sé í sýningu núna. Upp á
sýnileika er þetta eitt stærsta verk-
Besta hlutverkið að vera fjölskyldufaðir
Erla María
Davíðsdóttir
erlamaria@
frettabladid.is
efnið sem ég hef tekið þátt í og eitt
af mínum uppáhalds hingað til,“
segir Ingi.
Í sumar kemur út bíómyndin
Fanga, sem Ingi segir að sé eitt
veigamesta verkefni sem hann hafi
tekið þátt í á sínum ferli. Söguþráð-
urinn byggir á ævintýrinu um Fríðu
og dýrið, en auk þess að framleiða
myndina leikur Ingi annað aðal-
hlutverkið, dýrið sjálft.
Myndin var tekin upp á Íslandi
sumarið 2019 og segir Ingi handrits-
höfund og leikstjóra myndarinnar,
Max Gold, hafa fallið fyrir landi og
þjóð á ferðalagi sínu um Ísland fyrir
nokkrum árum.
„Max kemur fyrst hingað til lands
til að skoða landslagið og var alltaf
með þetta handrit í huga og hvort
hann gæti tekið upp hér. Hann
heillaðist af Íslandi og ákvað í þeirri
ferð að halda prufur fyrir íslenska
leikara. Hann var þá búinn að
halda prufur úti í Bandaríkjunum,
en þegar hann kom heim og fór
yfir allar prufurnar small þetta hjá
honum og hann tók ákvörðun um
að taka myndina upp hér,“ segir
Ingi.
Þrátt fyrir að myndin sé á alfarið
á ensku eru allir leikararnir íslensk-
ir, en að sögn Inga var það meðvituð
ákvörðun leikstjórans.
„Sögusviðið er Ísland á víkinga-
tímanum, í kringum árið 800. Max
var búinn að vera að horfa á þættina
Vikings og vildi fá þennan íslenska
grófleika í enska hreimnum. Þetta
er úrvalslið af leikurum sem er
þarna með mér og maður vonar
bara að þetta eigi eftir að heilla
áhorfendur,“ segir Ingi.
Að sögn Inga er Fanga í söluferli í
Bandaríkjunum um þessar mundir
og því ekki komið á hreint hvar
hún verður tekin til sýningar fyrir
almenning.
„Til þess að stýra væntingum er
þetta „low budget“ bíómynd og
fólk þarf að hafa það svolítið bak
við eyrað þegar það horfir á hana.
Hún hefur þó farið á þó nokkrar
kvikmyndahátíðir, meðal annars
í Bandaríkjunum og Brasilíu, og
almennt fengið góða dóma. En ég
er gríðarlega stoltur af þessu verk-
efni og öllum sem tóku þátt í því,“
segir Ingi.
Fyrst og fremst fjölskyldufaðir
Að sögn Inga hefur líf hans sem
leikara breyst talsvert á þessum
tæplega fjórtán árum sem hann
hefur verið starfandi, þá mest þegar
hann varð faðir.
„Áður en drengirnir mínir tveir
fæddust var maður duglegur að
búa til efni, jafnvel langt fram
eftir kvöldi að búa til söluvöru eða
skapa eitthvað skemmtilegt. En það
hefur breyst, það er minni tími til
að skjótast til útlanda og taka þátt
í einhverjum lengri verkefnum þar.
Það fer meiri orka í að vera heima
og vera fjölskyldufaðir,“ segir Ingi.
„Maður vaknar fyrir allar aldir og
er helst kominn upp í rúm klukkan
tíu að kvöldi til þess að vakna
snemma og vera tilbúinn í daginn.
En það er samt mitt besta hlutverk,
af öllu því sem ég hef gert, að vera
fjölskyldufaðir,“ bætir hann við.
Ingi segist sjaldnast sitja auðum
höndum, hvort sem er í leik eða
starfi. Hann er með mörg járn í
eldinum þessa dagana, en hann er
meðal annars að vinna að tónlist
fyrir barnaleikrit og skrifa handrit.
„Ég hef gaman af svo mörgu og er
alltaf að pæla eitthvað og gera eitt-
hvað. Ég væri mikið til í að leikstýra
meira, færa mig inn í leikhúsin og
nýta krafta mína þar.
Svo hef ég rosa gaman af því að
smíða, en ég fór á sínum tíma í
húsasmíði. Ég hafði plön um að
smíða garðhúsgögn við tækifæri,
ef ég kemst einhvern tímann í það,“
segir Ingi.
„Það gefur mér svo mikið að búa
eitthvað til, að skapa, og ég finn að
ég verð svolítið órólegur ef ég er
ekki í einhverju verkefni. Ég þarf
alltaf að vera með puttana í ein-
hverju, hvort sem það er að leika
eða skrifa. En maður veit ekkert
hvert tíminn og lífið leiðir mann,
og það er aldrei að vita nema maður
geri eitthvað allt annað en ég hef
verið að gera,“ bætir hann við. n
14. janúar 2023
Laugardagur18 Helgin FrÉttaBlaðið