Fréttablaðið - 14.01.2023, Side 25

Fréttablaðið - 14.01.2023, Side 25
www.fsre.is AÐSTAÐA Í ALLRA ÞÁGU FRAMKVÆMDASÝSLAN - RÍKISEIGNIR FSRE.IS • Háskólapróf sem nýtist í starfi, s.s. á sviði viðskipta eða fjármála • Meistaragráða í fjármálum fyrirtækja eða endurskoðun er kostur • Leiðtogahæfileikar og farsæl stjórnunarreynsla ásamt reynslu af því að leiða breytingar • Þekking og reynsla af fjármálastjórn og stefnumörkun á sviði fjármála • Reynsla af áætlanagerð, fjárhagslegum greiningum og rekstrar- og verkbókhaldi • Reynsla af fjármögnun framkvæmda eða eignastýringu er kostur • Þekking á opinberri stjórnsýslu og opinberum fjármálum er kostur • Þekking eða reynsla af stafrænni þróun er kostur Nánari upplýsingar um starfið og hæfniskröfur má finna á www.intellecta.is Helstu menntunar- og hæfniskröfur FRAMKVÆMDASTJÓRI FJÁRMÁLA OG STAFRÆNNA INNVIÐA Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir (FSRE) óskar eftir að ráða öfluga og framsýna manneskju í stöðu framkvæmdastjóra fjármála og stafrænna innviða. Við leitum að drífandi leiðtoga sem hefur færni til að leiða metnaðarfullan hóp fagfólks til árangurs. Við bjóðum upp á frábæran vinnustað í stöðugri framþróun og tækifæri til að taka þátt í að auka velsæld og verðmætasköpun í íslensku samfélagi. Undir svið fjármála og stafrænna innviða falla fjárhagsleg stjórnun og reiknings- hald, launavinnsla og verkbókhald, rekstur skrifstofu, rekstur og þróun stafrænna innviða og gæða- og ferlamál. Sviðið gegnir stoðhlutverki þvert á FSRE og sinnir jafnframt formlegri skýrslugerð til ytri aðila. Framkvæmda- stjóri sviðsins situr í framkvæmdastjórn FSRE og er jafnframt staðgengill forstjóra. UMSÓKNARFRESTUR ER TIL OG MEÐ 30. JAN Öll áhugasöm eru hvött til að sækja um. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is Nánari upplýsingar í síma 511 1225: Thelma Kristín Kvaran, thelma@intellecta.is Við hjá FSRE mótum og rekum aðstöðu sem nýtist öllum íbúum landsins með einum eða öðrum hætti. Við önnumst fasteignir og jarðir ríkisins, öflum húsnæðis og stýrum framkvæmdum við breyt- ingar, endurbætur og nýbyggingar. FSRE heldur utan um stærsta fasteignasafn landsins sem samanstendur af 530 þúsund m² húsnæðis í 380 eignum auk um 300 jarða og landsvæða. Við vinnum jafnframt að fjölbreyttum fasteignaþróunarverkefnum sem snerta flest svið mannlífsins s.s. heilbrigðis- og velferðarmál, menningu, menntun, dómskerfi, löggæslu, náttúru og friðlýst svæði. Hjá FSRE starfa 74 sérfræðingar með breiða þekkingu á sviði fasteignaþróunar, framkvæmda og rekstrar. Við erum spennandi vinnustaður á fleygiferð inn í framtíðina, bjóðum upp á verk- efnamiðað vinnuumhverfi og sveigjanlegan vinnutíma. Við leggjum áherslu á að styðja starfsfólk okkar í þekkingaröflun, m.a. í gegnum alþjóðlegt tengslanet. Við bjóðum upp á markvissa stjórnendaþjálfun, brennum fyrir jafnrétti, frábærri vinnustaðamenningu og fjölskylduvænum vinnustað. Móberg: LOOP Architects Umsjón með starfinu hafa Jensína K. Böðvarsdóttir (jensina@vinnvinn.is) og Margrét Stefánsdóttir (margret@vinnvinn.is). Heimilistæki fagnaði á síðasta ári 60 ára afmæli, en fyrirtækið hefur verið leiðandi í innflutningi og sölu á raf- og heimilistækjum um árabil. Stefna Heimilistækja er að hjá fyrir tækinu starfi metnaðarfullt og þekkingar- sækið starfsfólk og leggur fyrirtækið áherslu á jákvætt og vinalegt starfsumhverfi. Í janúar 2022 hlaut Heimilistæki viður- kenningu fyrir að mælast með ánægðustu viðskiptavinina á raftækja markaði. Auk fimm verslana Heimilistækja um allt land, eru Tölvulistinn, Rafland, Byggt og búið, Kúnígúnd, @tt.is og heildsalan Ásbjörn Ólafsson í sam stæðunni. Heildarfjöldi starfs- fólks er um 200, þar af tæpur helmingur í hluta starfi. Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Mannauðsstjóri Heimilistæki leita að öflugum mannauðsstjóra til að leiða einstakan hóp starfsmanna. Um er að ræða krefjandi starf í líflegu umhverfi. Viðkomandi þarf að búa yfir forystuhæfni, samskiptafærni og frumkvæði til að ná árangri í starfi. Helstu verkefni og ábyrgð: • Ábyrgð og framkvæmd á mótun stefnu í mannauðsmálum. • Yfirumsjón með fræðslumálum og starfsþróun. • Ráðningar, móttaka nýliða og nýliðaþjálfun í samstarfi við stjórnendur. • Hagnýting mannauðsmælikvarða sem styðja við ákvarðanatöku. • Ábyrgð á þróun, innleiðingu og nýsköpun á sviði mannauðsmála. • Ábyrgð á jafnlaunastaðli og eftirfylgni. Hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Framhaldsmenntun á sviði mannauðsmála kostur. • Þekking og marktæk reynsla á sviði mannauðsmála. • Framúrskarandi samskiptafærni og jákvætt viðhorf. • Reynsla af umbótaverkefnum, teymisvinnu og breytingastjórnun er kostur. • Frumkvæði og fagleg vinnubrögð. • Drifkraftur og metnaður til að ná árangri. Umsóknarfrestur er til og með 24. janúar nk. Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is. ATVINNUBLAÐIÐ 3LAUGARDAGUR 14. janúar 2023

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.