Fréttablaðið - 14.01.2023, Side 32

Fréttablaðið - 14.01.2023, Side 32
Við hjá deild Þróunar vatnsafls hjá Landsvirkjun leitum að sérfræðingi sem hefur þekkingu og áhuga á jarðtækni. Við rekum fjölmargar jarðvegsstíflur, göng og skurði og öryggi þessara mannvirkja er ein af megin áherslum í rekstri fyrirtækisins. Helstu verkefni: – Hafa umsjón og eftirlit með mælakerfum stíflueftirlits, úrvinnslu mæligagna og sértækum greiningum – Vakta ástand og öryggi jarðvegsstíflna – Taka virkan þátt í teymi stífluöryggis Hæfni og reynsla: – Grunnmenntun á háskólastigi á sviði jarðeðlisfræði, jarðfræði eða byggingarverkfræði – Reynsla af uppsetningu og rekstri mælitækja ásamt úrvinnslu gagna – Reynsla af umsjón og þátttöku í verkefnum á sviði jarðtækni – Lipurð í mannlegum samskiptum og hæfni til að vinna í þverfaglegum hópum Umsóknarfrestur er til og með 24. janúar Sótt er um starfið á vef Landsvirkjunar landsvirkjun.is/laus-storf Starf Hefurðu gaman af jarðvegsstíflum? Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar og vinnur rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum, vatnsafli, jarðvarma og vindi. Hjá fyrirtækinu starfa rúmlega 300 manns, víða um land. Fyrirtækið hefur metnaðarfulla jafnréttis- og mannauðsstefnu, hugar að vellíðan starfsfólks og leggur áherslu á að viðhalda orkumikilli fyrirtækjamenningu. Fasteignasalar óskast til starfa Fasteignasali - skjalagerð Við óskum eftir að ráða til starfa reyndan fasteignasala til að annast skjalagerð. Í starfinu felst gerð kaupsamninga, uppgjöra og allra skjala sem tengjast sölu fasteigna. Starfssvið • Ábyrgð á skjalagerð, uppgjörum, samskipti við viðskiptavini. Hæfniskröfur • Löggilting til sölu fasteigna. • Reynsla af skjalagerð. • Lipurð í samskiptum og góðir skipulagshæfileikar. • Sjálfstæði í vinnubrögðum. • Hreint sakavottorð. Fasteignasali – sala fasteigna Við óskum eftir að ráða fasteignasala til að annast sölu fast- eigna. Viðkomandi þarf að vera löggiltur fasteignasali eða í námi til löggiltingar. Spennandi verkefni eru framundan. Starfssvið • Sala fasteigna, samskipti við viðskiptavini. Hæfniskröfur • Reynsla af sölu fasteigna. • Löggilting fasteignasala eða vera í námi til löggiltingar. • Gott skipulag og sjálfstæði í starfi. • Eiga auðvelt með mannleg samskipti. • Hreint sakavottorð Heimili fasteignasala er rótgrón og traust fasteignasala sem byggir á áratuga reynslu. Fasteignasalan er staðsett í björtu og fallegu húsnæði við Grensásveg 3, miðsvæðis í Reykjavík. Mjög góð vinnuaðstaða og jákvætt starfsumhverfi. Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast sendið inn umsókn með upplýsingum um menntun og fyrri störf til Finnboga Hilmars- sonar, fasteignasala, á netfangið finnbogi@heimili.is Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Öllum umsóknum verður svarað.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.