Fréttablaðið - 14.01.2023, Síða 37

Fréttablaðið - 14.01.2023, Síða 37
Hrunamannahreppur er þekktur fyrir veðursæld allt árið um kring. Sólríkir, heitir og notalegir sumardagar eru freistandi en fallegir dagar í froststillu á Flúðum eru einnig heillandi. Í Hrunamannahreppi eru íbúar um 880. Á Flúðum býðst íbúum öll nauðsynleg þjónusta. Leik-, grunn- og tónlistarskóli er á staðnum. Einstakur golfvöllur, sundlaug, íþróttahús og góðar gönguleiðir. Hótel, veitingastaðir og verslanir. Í Hrunamannhreppi blandast sveitin og þéttbýlið með skemmtilegum hætti og þar má upplifa takt bænda- samfélagsins í bland við góða þjónustu þéttbýlisins. Á Flúðum eru til úthlutunar eftirfarandi lóðir við Fannborgartanga: 4 lóðir fyrir parhús 2 lóðir fyrir 4 íbúða raðhús 2 lóðir fyrir 3 íbúða raðhús 3 lóðir fyrir einbýlihús. Úthlutun fer fram á fundi sveitarstjórnar þann 2. febrúar 2023. Umsóknir berist í síðasta lagi 30. janúar. Við úthlutun verður farið eftir reglum Hrunamannahrepps um úthlutun lóða. Vakin er athygli á að lóðirnar verða byggingarhæfar í júní næstkomandi. Nánari upplýsingar um lóðir, gjöld, skilmála og umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu Hrunamannahrepps, www.fludir.is og hjá sveitarstjóra í síma 488-6600 eða tölvupósti á hruni@fludir.is Sveitarstjóri VILTU NJÓTA VEÐURSÆLDAR EINS OG HÚN GERIST BEST! SVIÐSSTJÓRI MANNAUÐS VIRK Starfsendurhæfingarsjóður leitar að öflugum og reynslumiklum aðila í starf sviðsstjóra mannauðs. Um er að ræða mjög krefjandi starf sem unnið er í nánu samstarfi við framkvæmdastjóra VIRK sem og aðra stjórnendur. Verkefnin eru afar fjölbreytt og varða m.a. mannauðsþróun starfsfólks og ráðgjafa VIRK sem og þróun gæðakerfis mannauðsmála ásamt því að bera ábyrgð á þjónustuveri VIRK. Sviðsstjóri mannauðs heyrir beint undir framkvæmdastjóra. Helstu verkefni • Þróun og framkvæmd mannauðsmála starfsmanna og ráðgjafa VIRK í samstarfi við stjórnendur innan og utan VIRK • Að stuðla að góðum starfsanda og velferð starfsmanna í samstarfi við aðra stjórnendur • Stefnumótun, áætlanagerð og umbótastarf • Aðstoð og ráðgjöf í mannauðsmálum • Gerð og viðhald gæðaferla um mannauðsmál • Yfirumsjón með jafnlaunavottun • Upplýsingagjöf og skráning • Umsjón með þjónustuveri VIRK s.s. þróun, umbótastarf og starfsmannamál • Önnur verkefni sem honum eru falin af framkvæmdastjóra Menntunar- og hæfnikröfur • Stjórnunarreynsla • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Leiðtoga- og stjórnunarhæfni • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfinu er kostur • Framúrskarandi samskiptahæfni, frumkvæði og metnaður • Þekking á gæðakerfum er kostur • Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti • Mjög góð tölvukunnátta Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga með heilsubrest sem stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði. VIRK hefur í samstarfi við fagaðila, fyrirtæki og stofnanir skilað sam- félagslegum ávinningi með aukinni þátttöku einstaklinga á vinnumarkaði og er leiðandi í rannsóknum og þróun á sviði starfsendurhæfingar. Að VIRK standa öll helstu samtök launamanna og atvinnurekenda á vinnumarkaði. VIRK er metnaðarfullur vinnustaður þar sem lögð er áhersla á jákvæðan starfsanda og sterka liðsheild. VIRK kappkostar að skapa jákvæða menningu með traustu fagfólki. Gildi VIRK eru fagmennska, virðing og metnaður og er starfsfólk hvatt til að hafa gildin að leiðarljósi í störfum sínum. Upplýsingar veitir Geirlaug Jóhannsdóttir geirlaug@hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 18. janúar 2023. Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og einnar blaðsíðu kynningarbréf þar sem á kerfisbundinn hátt er gerð grein fyrir því hvernig viðkomandi uppfyllir hæfnikröfur starfsins. ATVINNUBLAÐIÐ 15LAUGARDAGUR 14. janúar 2023

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.