Fréttablaðið - 14.01.2023, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 14.01.2023, Blaðsíða 60
Hann er svaka vinsæll og þeir bræður eru náttúrulega búnir að selja yfir milljón plötur og enn þá algjörar stórstjörnur. AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@ frettabladid.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrir@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolbeinn@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Ólafur býður í Olsen-veislu Friðrik Ómar Hjörleifssons stóðst ekki mátið og fékk mynd af sér með Ólafi Laufdal. MyND/AÐSEND Olsen-bræð- urnir á sviði í Stokkhólmi árið 2000. Einn reynslumesti veitinga- maður landsins, Ólafur Lauf- dal í Grímsborgum, býður landsmönnum upp á Euro- vision-sigurvegarann Jørgen Olsen á bóndadagshelginni. Ólafur segist mikill aðdáandi. odduraevar@frettabladid.is Hinn 78 ára gamli Ólafur Laufdal, veitingamaður í Grímsborgum, býður hinn eina sanna danska tón- listarmann Jørgen Olsen velkominn til landsins um næstu helgi, sjálfa bóndadagshelgina. „Þessir tónleikar áttu að vera fyrir kófið en svo var náttúrulega öllu lokað úti í Danmörku, þannig að Olsen komst hvorki út né inn og við höfðum því þurft að fresta þessu þar til núna,“ segir Ólafur. Jørgen er líklega þekktastur fyrir að hafa sigrað í Eurovision-söngva- keppninni árið 2000 í Stokkhólmi. Þar steig hann á svið ásamt bróður sínum Niels Olsen þar sem þeir sungu frumsamið l ag s it t , Fly On the W i n g s of Love, sem upp- r u nalega hét á dönsku Smuk som et stjerneskud. Niels hefur ekki komið fram síðan árið 2019 vegna veikinda. „Þannig að þetta áttu í rauninni að vera 20 ára afmælistónleikar,“ segir Ólafur, sem sjálfur hefur verið í veitinga- og hótelbransanum síðan hann var 12 ára gamall, yfir 60 ár. Hann er öllum hnútum kunnugur þegar kemur að því að skipuleggja viðburð líkt og þennan. „Ég hef, sjáðu til, f lutt inn yfir áttatíu heimsþekkt númer hér á landi, meðal annars á Hótel Ísland og á Broadway á sínum tíma. Ég flutti inn meira af tónlistarmönn- um en nokkur annar hefur gert á landinu,“ segir Ólafur. „Það var fjöldinn allur af heljar- mennum eins og Jerry Lee Lewis, Fats Domino og Tom Jones,“ segir Ólafur sem sendi blaðinu lista yfir tónlistarmenn sem hann hefur f lutt inn, lista sem er bæði langur og glæsilegur. „Hinn Olsen-bróðirinn er orðinn veikur og er hættur að spila. En Jør- gen samdi lögin og er aðalröddin. Hann er enn að spila á fullu úti um allan heim. Hann er svaka vinsæll og þeir bræður eru náttúrulega búnir að selja yfir milljón plötur og enn þá algjörar stórstjörnur.“ Ólafur viðurkennir að hann sé Eurovision-aðdáandi. „Ég er það og horfði auðvitað þegar þeir sigruðu í keppn- inni á sínum tíma. Svo ber maður taugar til Danmerkur, Kim Lar- sen kom til dæmis tvisvar til landsins á sínum tíma á mínum vegum.“ Ólafi fannst ekki nóg að bjóða upp á eina tónleika heldur mun Olsen-bróðirinn spila á sjálfan bóndadag, föstudagskvöldið 20. janúar, og svo aftur laugardags- kvöldið 21. janúar á fimm stjörnu hótelinu. Ólafur viðurkennir að hann sé frekar spenntur fyrir tónleikunum. „Ég get ekki ímyndað mér annað en að þetta verði bara gríðarlega gott og skemmtilegt,“ segir Ólafur. Hann svarar því játandi að rómantíkin verði eflaust svífandi yfir vötnum á Hótel Grímsborgum um næstu helgi. „Það held ég nú!“ segir Ólafur hlæjandi. n Á markaðshliðinni vöktu fréttir af miklum gengishækkunum líftækni- fyrirtækisins Alvotech athygli mína. Gengi félagsins hefur verið á miklu f lugi og hækkaði til að mynda um 9,5 prósent síðastliðinn mánudag og er félagið nú það stærsta í íslensku kauphöllinni. Fréttir af nýjum rann- sóknum, samstarfi á Japansmarkaði og ólíkum skoðunum markaðsað- ila á hlutabréfaverði félagsins hafa verið birtar, nánast upp á dag. Það verður spennandi að fylgjast með áframhaldandi gengi félagsins. Ef svo er svo aðeins litið upp úr viðskiptasíðunum þá get ég ekki sleppt því að nefna fréttir af hand- boltalandsliðinu. Lokamínúturnar í leiknum gegn Portúgal fengu eflaust f lesta landsmenn til að brosa út að eyrum enda ekkert eðlilega skemmti- legt að fylgjast með l iðinu hrök k va í svona svakalegan gír og sýna sínar bestu hliðar. Síðan s k e m m d i e k k i fyrir að sjá íslensku stuðningsmennina í stúkunni fylla höllina af söng og lófaklappi. Þá má líka minnast á fréttir um brotthvarf Söru Bjarkar landsliðs- fyrirliða úr fótbolta- landsliðinu. Hún er mögnuð íþróttakona og skilur eftir sig stórt spor í íslenskri knatt- spyrnusögu. n Rósa Kristinsdóttir, hjá Vex og Fortuna Invest Hátún 6b, 105 Reykjavík / Sími 519 3223 / www.hudin.is Laser andlitslyfting styrkir húðina með því að örva nýmyndun kollagens og eykur teygjanleika með því að bæta elastín. Við það lyftist húðin, andlitslínur minnka og húðin verður fallegri. Tryggðu þér tilboðið með því að bóka tíma á www.hudin.is eða síma 519-3223 30% afsláttur af laserlyftingu Verið velkomin! *gildir til 20. janúar. * Lokamínúturnar í leiknum gegn Portúgal fengu eflaust flesta landsmenn til að brosa út að eyrum. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? Frétt vikunnar | Ekki hægt að minnast ekki á landsliðið 14. janúar 2023 Laugardagur32 Lífið Fréttablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.