Tímarit rafvirkja - 01.10.1951, Qupperneq 15
Nokkrar endurminningar
Hinn 20. maímánaðar árið 1926 komu nokkrir
menn, er stunduðu rafvirkjastörf, saman í húsi
K. F. U. M. í Reykjavík. Tilgangur samkomunn-
ar var að ræða, þá furðulegu hugmynd, að stofna
stéttarfélag í iðn, sem raunverulega var ekki til.
Það var ekki fyrr en árið eftir, eða nánar til-
tekið um áramótin 1927—28 að rafvirkjastörf
urðu löggilt iðn.
A fundi þessum var kosin nefnd til að undir-
búa stofnun félagsins.
Stofnfundinn, sem haldinn var 4. júní, sátu 27
menn og voru sumir, þar á meðal ég, nýliðar í
iðninni. Urðu um það allsnarpar umræður,
hverjir skyldu tækir í félagið, en að lokum var
samþykkt að allir þeir, er mættir voru skyldu
teljast fullgildir meðlimir. En síðan teldust þeir
einir fullgildir félagar, sem starfað hefðu í 4 ár.
Aukameðlimir teldust svo þeir er styttri starfs-
tíma hefðu.
Fyrstu stjórn félagsins, er þá hét Rafmagnsvirkja
félag Reykjavíkur, skipuðu þeir Hallgrímur Bach-
man, Guðmundur Þorsteinsson og Ögmundur
Sigurðsson.
Mikill áhugi ríkti, meðal félagsmanna, um ýms-
ar unjbætur, bæði hagsmunalegar og iðnfræði-
legar. Strax á öðrum fundi voru tekin til umræðu
kaupgjaldsmál og svo væntanleg iðnlöggjöf.
Við nýliðarnir í iðninni tókum óspart þátt í
félagslífinu, jafnvel þeir, sem takmörkuðu réttindi
höfðu í félaginu. Vildum við sýna að rétt hefði
verið að hafa okkur með.
Fyrstu kaup- og kjarasamningar félagsins voru
gerðir við einstaka meistara, en árið 1927 stofn-
uðu meistararnir sitt eigið félag og síðan hafa fé-
lögin samið sín á milli, þó stundum hafi gengið
í brösum.
I fyrstu samninganefnd R. V. R. voru kosnir:
Guðm. Þorsteinsson, Jónas Guðmundsson, Ög-
mundur Sigurðsson, Ágúst Ólafsson og Hafliði
Gíslason.
Á þeim árum var mikill áhugi fyrir aukinni
menntun stéttarinnar og mjög rætt um stofnun
bókasafns, þar sem félagsmenn gætu fengið ýms-
ar fræðilegar bækur og handbækur sér til upp-
byggingar.
Einnig var rætt um útgáfu íslenzkrar raffræði-
kennslubókar. Nokkrum sinnum var stofnað til
námskeiða á vegum félagsins, en árangur varð
fremur lítill.
Mun það aðallega hafa starfað af of mismun-
andi undirstöðuþekkingu þeirra er sóttu nám-
skeiðin. Sumum leiddist hægagangurinn og þótti
of lengi dvalið við byrjunaratriði, en öðrum þótti
of fljótt farið yfir sögu.
Fyrsta námskeiðið af þessu tagi, sem ég man
eftir, var haldið í húsi Eimskipafélags Islands, en
þar hafði R. V. R. tekið stofu á leigu til fundar-
halda o. s. frv. Það mun hafa verið í maí-mán.
1930.
Fyrstu árshátíð sína hélt félagið í árslok 1930
eða byrjun árs 1931, en áður höfðu verið haldnir
nokkrir skemmtifundir.
Einhverjir minnisstæðustu atburðir í sögu fé-
lagsins, meðan ég var virkur meðlimur þess, eru
verkföllin 1936 og 1942.
Verkfallið 1936 var ákaflega vel skipulagt.
Hafði verkfallsstjórnin bækistöð sína á húsnæði
Iðnsambands byggingamanna í Suðurgötu 3 og
urðu allir meðlimir félagsins að mæta þar dag-
lega, og skiftast á að standa vaktir á vinnustöðv-
um víðsvegar um bæinn. Skýrslur voru haldnar
um allt er gerðist og nákvæmlega skrifað niður
hvenær hver maður kom og fór.
Verkfallið 1942, gerðadómslagaverkfallið svo-
nefnda, var ekki síður merkilegt. Með gerðar-
dómslögunum voru verkföll bönnuð, en fimm
félög, Félag járniðnaðarmanna, Prentarafélagið,
R. V. R., Félag skipasmíða og Félag bókbind-
ara voru þá í verkfalli. Varð því að aflýsa
verkföllunum, en menn mættu samt sem áður
ekki til vinnu, svo að vinnustöðvunin hélt áfram.
Á seinni árum hef ég verið næstum óvirkur
meðlimur félagsins og því fylgst minna með störf-
um þess. Þó get ég ekki látið hjá líða að geta
þess að árið 1943 var stofnaður „sjúkra og elli-
tryggingasjóður" félagsins og mun hann nú vera
orðinn um 40 þúsund krónur.
Að endingu vil ég svo óska félaginu allra heilla,
á 25 ára afmælinu, og góðs gengis í framtíðinni.
E. Karl Eiríksson
TÍMARIT RAFVIRKJA 13