Víkurfréttir - 07.12.2022, Blaðsíða 2
Flutningaskipið Wilson Fedje
lagðist við bryggju í Grindavík
sunnudaginn 4. desember og sagði
Sigurður Kristmundsson hafnar-
stjóri, að líklega hafi verið um ræða
stærstu einstöku hífingar í sögu
Grindavíkurhafnar. Flutningurinn
samanstóð að mestu af sex for-
smíðuðum raðhúsahúsaíbúðum
sem komu til landsins í tólf ein-
ingum en hver vegur tæp 60 tonn.
Það er byggingarfyrirtækið Laufás
sem stendur að þessum innflutningi
húsanna en fyrirtækið er að byggja
í nýja hverfinu í Grindavík, Hlíða-
hverfi, í götunum Fálkahlíð og Ló-
uhlíð. Þar hyggst fyrirtækið reisa tvö
raðhús, hvort með þremur íbúðum.
„Laufás er byggingarfyrirtæki sem
sérhæfir sig í að framleiða forsmíðuð
hús en húsin eru byggð í Eistlandi,
sem er langstærsti framleiðandi
timburhúsa til útflutnings í Evrópu.
Samstarfsaðili Laufáss í Eistlandi
heitir Akso-haus og er með mjög
öflugt gæðakerfi en húsin eru byggð
inni og koma nánast tilbúin að fullu
til Íslands. Hver eining kemur með
steyptum sökkli, veggjum og þaki.
Ég skoðaði mjög vel framleiðendur
í Evrópu og var fyrst að velta fyrir
mér að flytja inn veggeiningar. Sú
byggingarlist hefur verið vinsæl á Ís-
landi á undanförnum árum en þegar
ég kynntist kostum forsmíðaðra
húsa í Eistlandi þá varð ég strax hug-
fanginn,“ segir Hjálmar Vilhjálmsson,
framkvæmdastjóri Laufáss.
Minni líkur á göllum
Húsin eru kláruð frá a-ö inni í verk-
smiðju, við rétt hita- og rakastig en
það minnkar líkurnar til muna á að
upp komi galli á byggingartímanum.
„Við þetta fylltist ég öryggistil-
finningu en það er ábyrgðarhluti
að byggja hús, þetta er ekki bara
stór fjárfesting fyrir fólk heldur
getur húsið líka haft áhrif á heilsu
þess. Ég mun því aldrei bjóða upp
á önnur hús en forsmíðuð. Það er
að mínu mati ekki hægt að byggja
hús á öruggari máta, við búum við
sérstakt veðurfar þar sem varla er
hægt að tengja saman þrjár vikur
án úrkomu en það gefur auga leið
að ekki er gott að einangra hús eða
klæða við slík skilyrði. Þú vilt hafa
fráganginn þannig að raki komist
ekki að á smíðatíma.“ sagði Hjálmar.
Íslensk hönnun í samvinnu
við erlenda fagaðila
Þar sem Laufás er að bjóða upp
á nýja lausn í húsasmíði á Íslandi
var gott fyrir Hjálmar að hafa sam-
bönd. „Ég er að bjóða upp á hús
fyrir íslenskar aðstæður og þess
vegna var mjög gott að þekkja
Aðalstein Snorrason en hann var
einn stofnenda Arkís. Aðalsteinn
er mjög reynslumikill þegar kemur
að hönnun húsa á Íslandi en svo
skemmtilega vildi til að hann hafði
verið að velta fyrir sér forsmíðuðum
húsum í um áratug. Verkfræðihönn-
unin er í höndum Verkfræðistofu
Reykjavíkur en svo þarf að eiga
sér stað samtal milli teymisins hér
á landi og hjá byggingaraðilanum í
Eistlandi og það samstarf gekk allt
saman mjög vel. Hönnunarforsendur
Laufásshúsanna voru vistvæni, góð
ending, að tryggja bæði flæði birtu
inn í íbúðarrýmið og að tryggja gæði
hljóðvistar. Þess vegna vil ég trúa
að Laufás sé að byggja vistvænt og
öruggt hús fyrir íslenskar aðstæður.”
Frá skipi á lóð
Það er eitt að sigla yfir Atlants-
hafið með húsaeiningar í desember,
annað að koma þeim upp úr skipi og
svo þarf að koma þeim fyrir á við-
komandi lóð. „Þar sem um miklar
þyngdir er að ræða þá þurfti ég að fá
sérhæfða aðila til að flytja húseining-
arnar frá skipi að lóðinni en það þarf
mjög öfluga krana en þeir hífa hvern
og einn á vagn sem er svo er keyrður
að lóðinni. Það eru innbyggðir glus-
satjakkar á hverri einingu og þegar
á lóðina er komið er hverri og einni
slakað rólega og mjög nákvæmlega
niður. Einingarnar tengjast síðan
saman á stálplötum,“ sagði Hjálmar
að lokum.
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K
845 0900
FERÐIR Á DAG
ALLTAF PLÁSS
Í BÍLNUM
HREINSUM
RIMLAGARDÍNUR OG
MYRKVUNARGARDÍNUR
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
Arion banki og PCC hafa slitið
formlegum viðræðum um möguleg
kaup PCC á kísilverksmiðjunni í
Helguvík. Samhliða hefur Arion
banki sagt upp raforkusamningi við
Landsvirkjun þar sem framleiðsla
kísils var forsenda samningsins.
Því er allt útlit fyrir að kísilverk-
smiðjan í Helguvík verði ekki gang-
sett á ný og að hún verði flutt eða
henni fært nýtt hlutverk.
Arion banki eignaðist kísilverk-
smiðjuna árið 2018 í kjölfar gjald-
þrots fyrri eiganda, United Sílicon hf.
Síðan þá hefur dótturfélag bankans,
Stakksberg ehf., unnið endurbóta-
áætlun fyrir verksmiðjuna og leitað
að hæfum kaupendum sem gætu
rekið verksmiðjuna með ábyrgum
hætti. Að höfðu samráði við við-
eigandi stjórnvöld var nýju um-
hverfismati, sem byggðist á endur-
bótaáætluninni, lokið og sýndu fjár-
festar verksmiðjunni umtalsverðan
áhuga. Arion banki gerði þá kröfu að
mögulegir kaupendur væru traustir
aðilar sem byggju yfir yfirgripsmikilli
reynslu af rekstri kísilvera.
Í upphafi þessa árs gekk bankinn
til einkaviðræðna við PCC sem hefur
starfrækt kísilverksmiðju á Bakka í
góðri sátt við nærsamfélagið. Það
var mat bankans að PCC byggi yfir
nauðsynlegri þekkingu og reynslu
til að starfrækja verksmiðjuna í
Helguvík með farsælum hætti. Voru
fulltrúar PCC og Arion banka sam-
mála um að forsenda þess að farið
yrði af stað aftur með kísilfram-
leiðslu í Helguvík væri að slíkt yrði
gert í góðri sátt við yfirvöld og íbúa
Reykjanesbæjar. PCC hefur undan-
farið kynnt metnaðarfull áform sín
fyrir ýmsum hagaðilum og er niður-
staða þeirrar vinnu að félagið telur
ekki grundvöll fyrir áframhaldandi
viðræðum um kaup PCC á kísilverk-
smiðjunni.
Í kjölfar þessarar niðurstöðu mun
Arion banki horfa til sölu á þeim inn-
viðum sem eru til staðar í Helguvík,
annað hvort til flutnings eða með
það að markmiði að koma þar upp
annars konar starfsemi en kísilfram-
leiðslu. Viðræður eru þegar í gangi
við nokkra aðila, innlenda og er-
lenda, í þessu sambandi. Ákvörðunin
hefur ekki áhrif á bókfært verðmat
eignarinnar, en verðmat verður
endurmetið með hliðsjón af þróun
þessara viðræðna.
Benedikt Gíslason, bankastjóri
Arion banka:
„Saga kísilversins í Helguvík er
vel þekkt. Við höfum litið á það sem
skyldu okkar að reyna til þrautar að
nýta þá innviði og þau verðmæti
sem þarna hefur verið fjárfest í. Þar
höfum við horft til allra hagaðila,
ekki síst íbúa Reykjanesbæjar sem
urðu fyrir óþægindum á þeim stutta
tíma sem verksmiðjan var starfrækt.
Við unnum metnaðarfulla endur-
bótaáætlun á verksmiðjunni sem fór
í gegnum umhverfismat og leituðum
að rekstraraðila með nauðsynlega
þekkingu og getu til að starfrækja
verksmiðjuna á umhverfisvænan
máta, í sátt við samfélagið. Bankinn
telur fullreynt að þarna verði rekin
kísilverksmiðja og því tekur við nýr
kafli sem miðar að því að flytja verk-
smiðjuna eða færa henni nýtt hlut-
verk.“
Horft til flutnings kísilverksmiðj-
unnar í Helguvík eða nýs hlutverks
„Öruggur máti til að byggja hús,“ segir Hjálmar Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Laufáss.
Fyrirtæki í skipaflutningum,
umboðsmenn og innflutn-
ingsaðilar eru í auknum
mæli að nýta sér hafnar-
þjónustu og -aðstöðu í
Grindavíkurhöfn en á árinu
2022 hafa 25 flutninga-
skip komið til Grinda-
víkurhafnar en þau voru
8 talsins í fyrra sem gerir
ríflega þreföldun á skipa-
komum milli ára.
Þyngsta einstaka uppskipun
í sögu Grindavíkurhafnar?
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
sigurbjorn@vf.is
Húsunum skipað upp í Grindavík í vikunni.
2 // vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM