Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.12.2022, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 07.12.2022, Blaðsíða 24
Mundi Björgum jólunum – sleppum sósunni. Upplifðu – Vertu – Njóttu OPNUNARTÍMAR Mán–Fös 12–18 Lau 11–16 Hólmgarður 2A 230 Keflavík s. 861 7681 marionehf@gmail.com lindex.is Jólin á Heiðarbrún Það er eitthvað óendanlega jólalegt við húsið okkar á Heiðarbrúninni og dásamleg sú tilhugsun að þar verði jólin haldin þetta árið. Það voru Parísarjól hjá okkur í fyrra, yndisleg í alla staði en auðvitað allt öðruvísi. Í staðinn fyrir að komast í jólaskapið á tónleikum með Valdimar og Bagga- lúti voru jólatónleikarnir síðdegis á jóladag í sjálfum Effelturninum, þar sem við horfðum yfir ljósum prýdda borgina undir hátíðlegum jólalögum. Á Heiðarbrúninni horfum við hins vegar yfir ljósum prýddan kirkju- garðinn og það er ekkert sem kemur mér meira í jólaskap en þegar ég er að steikja rjúpurnar á aðfangadag með tilheyrandi ilmi og fylgjast með traffíkinni í garðinum þegar kveikt er á hverju kertinu eftir öðru. Allt verður svo hátíðlegt, svo friðsælt og notalegt. Svo rétt fyrir jólabaðið fer ég yfir með kerti á leiði foreldra minna og ömmu og afa – og þá mega jólin koma. Ég er ótrúlega íhaldssöm þegar kemur að jólunum og mikið jólabarn. Þegar ég fór að búa sjálf og halda jólin okkar fann ég til gríðarlega mikillar ábyrgðar. Allt varð að vera fullkomið til þess að jólaminningar barnanna minna yrðu fullkomnar eins og mínar jólaminningar voru. Við höfum skapað okkar eigin jóla- hefðir sem eru sambland af okkar og því sem við ólumst upp með. Pipar- kökur bakaðar og skrautkökurnar hennar mömmu, allt fullt af mandar- ínum, kertum og jólaskrauti. Alltaf lifandi jólatré, furan á sínum stað og ekki skreytt fyrr en á Þorláksmessu, þrátt fyrir mikla pressu hin síðustu ár þegar fólk er nánast farið að setja jólatréð upp um mitt sumar! Jólin snúast svo auðvitað um matinn, hann má sko alls ekki klikka. Maturinn hennar mömmu var alltaf fullkominn – nema möndlugraut- urinn sem mér fannst alltaf vondur og mér dettur alls ekki til hugar að hafa á aðfangadagskvöld. En íhalds- semin í mér kallar samt á möndlugjöf og þess vegna hefur okkar hefð verið að möndlugrauturinn sé í hádeginu á aðfangadag fyrir þá sem það vilja. Það eru svo engin jól án rjúpna – hvort sem það er í Keflavík eða París – og alltaf verð ég jafn stressuð yfir því að sósan klikki. Þetta er háal- varlegt mál – að bera ábyrgðina á jólasósunni er gríðarlega stressandi, rjúpnasósunni sem er bara borðuð einu sinni á ári. Vond sósa = ónýt jól. Sem betur fer hefur þetta ekki klikkað hingað til. Þetta verða tólftu jólin okkar á Heiðarbrúninni og ætlum við að leggja okkur fram um að þau verði extra fullkomin. Þetta verða síðustu jólin okkar þar, komið að tímamótum og hver veit hvar við höldum næstu jól. Ég veit það eitt að íhaldssama jólabarnið ég mun leggja mig alla fram við að halda í hefðirnar og skapa góðar jólaminningar hvar sem við verðum. Og svo veit ég að Heiðarbrúnin verður í afar góðum höndum þar sem dýrmætar gamlar minningar munu mæta nýjum hefðum. Allt eins og það á að vera. Mínar allra bestu jólakveðjur til ykkar allra. LO KAO RÐ RAGNHEIÐAR ELÍNAR

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.