Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.12.2022, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 07.12.2022, Blaðsíða 14
Matthildur Emma er mikið jólabarn og segir samverustundir með fjölskyldunni, jólaljósin, pakkarnir og snjórinn vera það skemmtilegasta við jólin. Hún elskar jólin en hún man mest eftir þeim jólum er hún fékk fyrsta bráðaofnæmiskastið sitt og þorði ekki að segja neinum frá því. Hvað stendur upp úr hjá þér árið 2022? Að fara til Spánar stendur mest upp úr hjá mér, það var svo gaman. Svo auðvitað líka að byrja í framhalds- skóla og kynnast þeim æðislegu vinum sem ég á núna. Ert þú mikið jólabarn? Já, ég myndi segja að ég er mjög mikið jólabarn, ég elska jólin. Hvað er það skemmtilegasta við jólin að þínu mati? Það skemmtilega við jólin er að vera með fjölskyldunni, skoða jólaljósin, snjórinn og auðvitað pakkarnir. Átt þú einhverjar skemmtilegar jólaminningar? Jólin sem ég man mest eftir voru jólin sem ég fékk fyrsta bráðaof- næmiskastið mitt. Ég var átta ára og var með ömmu minni hjá frænda mínum og hann bauð mér nammi. Ég sagði nei en stalst svo í það seinna, einni mínútu eftir að ég fékk mér það fór ég að finna fyrir kláða. Ég og amma fórum heim en ég sagði ekkert því ég þorði því ekki. Þegar eg var komin heim sagði ég engum, fór út í horn hjá ísskápnum, sneri mér að veggnum og fór að hágráta. Elsta systir mín reyndi að tala við mig en ég sagði ekkert. Mamma var lengi að reyna að ná úr mér hvað væri í gangi þangað til ég sneri mér við, þá var neðri vörin mín tvisvar sinnum stærri en vanalega. Ég drakk mjög mikið af mjólk og þá hætti kláðinn og allt varð betra. En skemmtilegar jólahefðir? Ég og amma mín höfum alltaf farið saman í messu kl. sirka 16:00 svo eftir það höfum við farið og hitt langalangömmu og -afa í kirkju- garðinum. Hver er eftirminnilegasta jólagjöfin sem þú hefur fengið? Eftirminnilegasta jólagjöfin er þegar ég fékk miða á Ed Sheeran tónleika, besta jólagjöf sem ég hef fengið er örugglega rafmagnsgítarinn minn. Jón Breki og fjölskylda hans eru með nokkrar skemmtilegar jólahefðir, þar stendur möndlugrauturinn í hádeginu á að- fangadag upp úr og þegar hann og pabbi hans baka rúgbrauð og keyra til vina og ættingja á aðfangadag. Jón Breki ætlar að njóta með fjölskyldu og vinum um hátíðarnar í ár. Hvað stendur upp úr hjá þér árið 2022? Spánarferð sem ég fór í með fjöl- skyldunni þar sem ég spilaði golf í sólinni. Ert þú mikið jólabarn? Ætli það ekki. Hvað er það skemmtilegasta við jólin að þínu mati? Að opna pakkana með fjölskyld- unni. Átt þú einhverjar skemmtilegar jólaminningar? Það er alltaf skemmtilegt rétt fyrir jól þegar við fjölskyldan förum á Hólmsheiði að höggva jólatré. En skemmtilegar jólahefðir? Ég og pabbi bökum rúgbrauð og keyrum til vina og ættingja á aðfangadag, möndlugrauturinn í hádeginu á aðfangadag og skreyta piparkökur og skemmtileg jólaboð. Hver er eftirminnilegasta jóla- gjöfin sem þú hefur fengið? Þegar ég fékk draumahjólið í jóla- gjöf frá mömmu og pabba. Hvað er á óskalistanum þínum fyrir jólin í ár? BOSS úr. Hvað er í matinn hjá þinni fjöl- skyldu á aðfangadag? Hátíðarkjúklingur og léttreyktur hamborgarhryggur, jólasalat og sætkartöflumús með pekan- hnetum ásamt öllu öðru og auð- vita jólaísinn hennar mömmu. Hvað ætlar þú að gera í kringum jólahátíðina í ár? Njóta með fjölskyldu og vinum. draumahjólið í jólagjöf Jón Breki Einarsson M at th ild ur E m m a Si gu rð ar dó tt ir M at th ild ur E m m a Si gu rð ar dó tt ir Hvað er á óskalistanum þínum fyrir jólin í ár? Ekkert sérstakt, langar samt smá í myndavél því mér finnst gaman að taka myndir. Hvað er í matinn hjá þinni fjöl- skyldu á aðfangadag? Það er alltaf humarsúpa í forrétt svo hamborgarhryggur. Hvað ætlar þú að gera í kringum jólahátíðina í ár? Ég ætla að gera fullt af eitthverju skemmtilegu, fara á skauta, baka, fara í jólaþorp útum allt, vera með fjölskyldunni og vinum, spila og margt fleira. Fékk bráðaofnæmiskast á jólunum Reykjanesapótek: Hólagötu 15 Fitjum 2 260 Reykjanesbæ 260 Reykjanesbæ Vaktsími: 821-1128 Sími: 421-3393 Sími: 421-3383 Reykjanesapótek Fitjum og Hólagötu Nú á tveimur stöðum í bænum! Opnunartími á Fitjum: 10–18 virka daga og laugardaga 10–14. Opnunartími á Hólagötu: 9–20 virka daga og 12–19 laugardaga og sunnudaga. 14 // vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.