Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.12.2022, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 07.12.2022, Blaðsíða 10
Óskað eftir áhugasömum aðilum um uppbyggingu við Hafnargötu Bæjarráð Grindavíkurbæjar hefur óskað eftir áhugasömum aðilum um uppbyggingu á svæði við Hafn- argötuna. Svæðið er skilgreint til verslunar og þjónustu á aðalskipu- lagi Grindavíkurbæjar 2018–2032, mikil uppbygging er fyrirhuguð við Hafnargötuna en þar stendur m.a. Kvikan, menningarhús Grinda- víkur. Á svæðinu/lóðinni er gert ráð fyrir starfsemi tengdri verslun og þjón- ustu, þ.m.t. hótel, gistiheimili, gistis- kálar, veitingahús og skemmtistaðir. Grindavíkurbær mun gera viljayf- irlýsingu við þann aðila sem verður fyrir valinu og mun hún gilda í eitt ár og þarf viðkomandi þá að vera búinn að ljúka skipulagsvinnu, þ.e. breytingu á aðal- og deiliskipulagi. Við mat á umsóknum verður horft til hugmynda umsækjenda um upp- byggingu, húsagerð, hvernig húsin falla að umhverfinu, hvaða starf- semi verði á lóðinni og hvernig hún muni styðja við verslun og þjónustu í Grindavík. Að sögn Fannars Jónassonar, bæj- arstjóra, kemur þetta til þar sem aðili óskaði eftir að kaupa lóð við Hafnar- götu og til að gæta jafnræðis fannst bæjarráði rétt að auglýsa lóðina en umsóknarfrestur er til 6. desember. Í fundargerð bæjarráðs fyrir stuttu kom fram að aðili hafi óskað eftir lóð á móti Hafnargötu 8 vegna fyrirhug- aðrar byggingar á móteli/gistiheimili. Svæðið sem auglýst er til uppbyggingar er gulmerkt á myndinni. Bókað á víxl um fjárhagsáætlun í Grindavík Fjárhagsáætlun 2023–2026 hjá Grindavíkurbæ og stofnunum var lögð fram til síðari umræðu á fundi bæjarstjórnar Grindavíkur þann 29. nóv- ember síðastliðinn. Þó nokkuð var bókað á fundinum um fjárhagsáætl- unina, annars vegar frá flokkunum sem skipa meirihluta í bæjarstjórn og hins vegar frá Miðflokksfélagi Grindavíkur. Bókun: Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði og afskriftir hjá A-hluta árið 2023 er áætluð 505 milljónir króna og er það 11,3% af heildartekjum. Í A- og B-hluta er rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði og afskriftir áætluð 754 milljónir króna og er það 15,2% af heildartekjum. Áætluð rekstrarniðurstaða áranna 2023–2026 er þessi í milljónum króna: 2023 2024 2025 2026 Samtals A-hluti 274 307 186 62 829 A- og B-hluti 305 347 261 115 1.028 Heildareignir í samanteknum reikn- ingsskilum A- og B-hluta eru áætl- aðar í árslok 2023, 12.275 milljónir króna, þar af er áætlað að handbært fé verði um 1.030 milljónir króna. Heildarskuldir og skuldbindingar eru áætlaðar 2.314 milljónir króna, þar af er lífeyrisskuldbinding um 862 milljónir króna. Langtímaskuldir eru áætlaðar um 910.619 milljónir króna í árslok 2022, þar af eru langtímaskuldir við lána- stofnanir 193 milljónir króna. Næsta árs afborgun langtímaskulda er 12,63 milljónir króna. Skuldahlutfall Grindavíkurbæjar og stofnana sem hlutfall af heildar- tekjum er 46,7%. Veltufé frá rekstri áranna 2023–2026 er eftirfarandi í milljónum króna: 2023 2024 2025 2026 Samtals A-hluti 588 685 666 653 2.592 A- og B-hluti 799 900 912 866 3.477 Hlutfall veltufjár af heildartekjum A-hluta á árinu 2023 er áætlað 13,2%. Í saman teknum reikningsskilum A- og B-hluta er það áætlað 16,1%. Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum áranna 2023–2026 er þessi í milljónum króna: 2023 2024 2025 2026 Samtals A-hluti 588 685 666 653 2.592 A- og B-hluti 799 900 912 866 3.477 Fjármögnun framkvæmda og af- borgana af langtímalánum, á þessu fjögurra ára tímabili, mun að mestu verða með veltufé þessara ára. Til viðbótar er gert ráð fyrir lántökum á tímabilinu, 650 milljónir 2025 og 600 milljónir 2026. Auk þess er gert ráð fyrir að handbært fé lækki um 1.450 milljónir króna og verði 217 milljónir króna í árslok 2026. Meirihluti B-, D- og U-lista. Breytingatillaga 1 frá Miðflokknum: Miðflokkurinn leggur til að bætt verði inn í fjárhagsáætlun 150 millj- ónum árið 2023 og 150 milljónum 2024 til að fara framkvæmdir við gervigras á aðalvelli knattspyrnu- deildarinnar. Einnig leggjum við til að færa til 50 milljónirnar árið 2026 sem eiga að fara í viðhald á gervi- grasi í Hópinu yfir á sumarið 2024. Greinargerð: Það er þungt hljóðið í foreldrum krakkanna sem eru að æfa knatt- spyrnu í Grindavík og hefur verið lengi. Bærinn sem vill m.a. kenna sig við það að vera mikill íþróttabær er að draga lappirnar í framkvæmdum á gervigrasvelli og þurfa því foreldrar barnanna að aka með þau u.þ.b. 100 km á sinn heimavöll, sem er staddur í öðru sveitarfélagi. Þetta vill Mið- flokkurinn laga sem fyrst ásamt því að endurnýja gervigrasið í Hópinu sem er mjög illa farið. Bæjarfulltrúar Miðflokksins. Breytingatillaga 2 frá bæjarfull- trúum Miðflokksins Miðflokkurinn vill leggja til að farið verði strax í áfanga tvö í gatnagerð í Hlíðarhverfi á næsta ári og hann kláraður en í fjárhagsáætluninni er ekki gert ráð fyrir því. Greinargerð: Engar lóðir eru lausar til byggingar íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu í dag og miðað við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins virðist meirihlutinn bara nokkuð sáttur við þá stöðu. Þær breytingar sem orðið hafa í atvinnulífinu í Grindavík gefa okkur tilefni til að ætla að framundan gæti verið tími atvinnuuppbyggingar í sveitarfélaginu. Sú uppbygging gæti einnig kallað á mögulega meiri og betri uppbyggingar hafnarmann- virkjanna. Því er það galið að meiri- hlutinn skuli draga lappirnar með möguleika á uppbyggingu íbúðar- húsnæðis í sveitarfélaginu þegar við sjáum flest að eftirspurnin eftir lóðum er þó nokkur. Bæjarfulltrúar Miðflokksins. Breytingatillaga 1 er felld með fjórum atkvæðum meirihluta gegn þremur atkvæðum minnihluta. Bókun: Fenginn var óháður aðili til að taka út gervigrasið í Hópinu og var niðurstaðan sú að með því að lag- færa grasið fyrir 2,5 milljónir þyrfti að skipta grasinu út eftir tvö ár, áætlunin hljóðar upp á þær tillögur. Rekstrarkostnaður á nýju grasi er hærri en núverandi og með lagfær- ingum verður nýtingin betri. Stjórn knattspyrnudeildar sendi erindi með óskum um endurnýjun grassins, eða ef grasinu yrði ekki skipt út þá yrði gert við það vel og fljótlega, sem við stefnum á að gera. Í þessari fjárhagsáætlun er jafnframt gert ráð fyrir 21,5 milljón í lýsingu í Hópinu ásamt 2,5 milljónum í lag- færinguna. Varðandi gervigras á aðalvellinum getum við tekið undir að hvimleitt er að aka í önnur sveitarfélög til keppni yfir vetrarmánuðina en í málefna- samningi meirihluta er sundlaug í forgangi. Meirihluti B-, D-, og U-lista. Breytingatillaga 2 er felld með fjórum atkvæðum meirihluta gegn þremur atkvæðum minnihluti. Bókun: Fyrirhugað nýtt hverfi með tilheyr- andi íbúafjölgun. Búið er að úthluta 1. áfanga í nýju Hlíðarhverfi okkar Grindavíkinga og hafa ber í huga að mikil íbúafjölgun kallar á mikla upp- byggingu í innviðum, áætlun íbúa- fjölda í fullbyggðu hverfi eru rúmlega 1.000 einstaklingar og má þá gera ráð fyrir að byggja þurfi skóla og leikskóla til að geta tekið vel á móti íbúum hverfisins. Meirihluti B-, D- og U-lista. Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar samþykkir fjárhagsáætlun Grinda- víkurbæjar og stofnana fyrir árin 2023–2026 með fjórum atkvæðum meirihluta, þrír fulltrúar minnihluta greiða atkvæði á móti. Bókun: Meirihluti bæjarstjórnar Grinda- víkur B, D og U harmar að bæjarfull- trúar Miðflokksdeildar Grindavíkur kjósi á móti fyrirliggjandi fjárhagsá- ætlun. Vinna við fjárhagsáætlun var unnin að mestu leyti í samvinnu allra bæjarfulltrúa og starfsmanna ásamt því að áætlunin hefur fengið umfjöllun í fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar. Með því kjósa á móti áætluninni eru bæjarfulltrúar Mið- flokksdeildar að kjósa á móti allir áætluninni, þar með talið fjárfest- ingarverkefnum og rekstraráætlun. Meirihluti B-, D- og U-lista. Bókun: Á vinnufundunum sem við áttum með meirihlutanum kom alveg í ljós að við vorum ekki sammála þeim í eignfærðum fjárfestingum og þau eiga að vita það enda höfum við ekki legið á skoðunum okkar hvað þau at- riði varðar. Það er ákveðin hræðsla við lántökur hjá meirihlutanum og ákvarðanafælni að okkur finnst. Við gerum okkur samt grein fyrir því að við erum í pólitík og erum í minnihluta og fáum því miður ekki ráðið meiru í þeirra fjárhagsáætlun og er alveg ástæðulaust fyrir okkur að samþykkja loforðalista meiri- hlutans. Við vorum með ákveðna stefnuskrá sem flestir kjósendur í Grindavík ákváðu að velja í síðustu kosningum og það er sá loforðalisti sem við viljum efna. Bókun meiri- hlutans segir að við höfnum allri fjárhagsáætluninni en því miður er ekki hægt að taka suma hluti út fyrir hana sem eru góðir og gildir þegar annað er ekki í lagi og þess vegna er okkur nauðugur sá eini kostur að hafna henni. Miðflokksdeild Grindavíkur. Gervigrasið í Hópinu verður lagað en ekki skipt út „Einfalt reikningsdæmi,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs. Eins og fram kom í frétt Víkur frétta 21. október síðastliðinn, um ástand gervigrass Hópsins, þá ályktaði frístunda- og menningarnefnd Grindavíkurbæjar á þann veg að skipta ætti út gervigrasinu. Undir þetta tóku fulltrúar meirihlutans í nefndinni. Nú hefur bæjarráð tekið ákvörðun um að laga frekar núverandi gervigras og fara því ekki eftir því sem frístunda- og menningarnefndin lagði til. Víkurfréttir náðu tali af Hjálmari Hallgrímssyni, formanni bæjar- ráðs: „Í mínum huga er þetta nokkuð einfalt reikningsdæmi. Viðgerð á núverandi gervigrasi mun kosta u.þ.b. tvær milljónir og ætti gervigrasið þannig að endast í tvö ár, á meðan kostn- aður við að leggja nýtt er um 50–60 milljónir og endast í átta til tíu ár, þar fyrir utan er rekstrarkostnaður við nýtt gervigras mun hærri. Vinna við deiliskipulag stendur ennþá yfir og inni í því er nýr gervigras- völlur. Við teljum rétt að halda að okkur höndum og fara þessa leið á meðan ekki er vitað hvenær ráðist verður í gerð nýs gervi- grasvallar. Það eru ýmsar aðrar framkvæmdir í gangi og fram- undan, þess vegna ákváðum við að gera þetta svona.“ Stefnt er að því að vinnu við deiliskipulag ljúki fljótlega á næsta ári og þá mun Grindavíkurbær kynna í hvaða framkvæmdir verður ráðist og hvenær. 10 // vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.