Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.12.2022, Page 11

Víkurfréttir - 07.12.2022, Page 11
Lýsi framan á Grinda- víkurbúninginn á ný Stakkavíkurvöllurinn næstu þrjú árin K n at ts py r n u de i ld UM FG í Grindavík hélt aftur sitt árlega hangikjötskvöld föstudagskvöldið 2. desember en vegna COVID fór gleðin ekki fram undanfarin tvö ár. Í fyrsta sinn var borðað í Gjánni, samkomustaðnum sem tilheyrir íþróttahúsi Grindavíkur, en for- drykkurinn fór fram í gula húsinu sem hefur verið samofið knatt- spyrnudeild UMFG allar götur síðan húsið var reist árið 1986. Það sem bar hæst var klárlega að Lýsi hf. var kynnt sem nýr styrktar- aðili og mun verða framan á bún- ingunum næstu tvö árin en Lýsi hf. hafði fylgt knattspyrnudeildinni um árabil og verið framan á búningnum en samstarfinu lauk árið 2018. Því gladdi hjörtu viðstaddra að sjá Katrínu Pétursdóttur, forstjóra og aðaleiganda Lýsis, og mátti sjá tár á hvarmi sumra þegar hún hélt hjart- fólgna ræðu. Það er merkileg stað- reynd að þá var um annan lengsta styrktarsamning fyrirtækis við knattspyrnulið í heiminum að ræða en einungis stórlið PSV var með lengri samning, við Phillips. Sömuleiðis var kynnt nýtt nafn á vellinum en næstu þrjú árin mun hann heita Stakkavíkurvöllurinn því útgerðarfélagið Stakkavík, sem Hermann og Gestur Ólafssynir eiga, hefur bætt talsvert í sinn stuðning við knattspyrnudeildina. Hermann, forstjóri Stakkavíkur, skrifaði undir samninginn. Nokkrir ræðumenn stigu í pontu og kitluðu hláturstaugar viðstaddra og eins var sungið, hangikjötið bragðaðist einstaklega vel og voru menn sammála um að mjög vel hafi til tekist og mikil gleði að þessi hefð sé komin aftur á. GRINDAVÍK Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is Orkustofnun hefur óskað eftir umsögn Grindavíkurbæjar við umsóknar HS Orku um nýting- arleyfi á jarðhita á Reykjanesi. Í svörum skipulagsnefndar Grindavíkur segir að Grinda- víkurbær gerir ráð fyrir því að sérfræðistofnanir og eftirlitsað- ilar fari yfir tæknileg atriði og áhrif á nýtingu jarðhitageym- isins í sínum umsögnum. Umsókn um uppfært nýt- ingarleyfi Reykjanesvirkjunar er innan þeirra marka sem gert er ráð fyrir í skipulagi sveitar- félagsins og því gerir Grinda- víkurbær engar athugasemdir við umsóknina. Í umsókninni eru engar upp- lýsingar um mögulegar fram- kvæmdir eða breytingar sem kunna að fylgja í kjölfarið og vekur Grindavíkurbær athygli á að allar breytingar og nýfram- kvæmdir þurfa að vera í sam- ræmi við greinargerð og upp- drætti aðal- og deiliskipulags. Sveitarfélagið veitir jafnframt framkvæmdaleyfi fyrir fram- kvæmdum og byggingarleyfi fyrir breytingum og byggingu nýrra mannvirkja. Erindinu er vísað til fullnaðarafgreiðslu bæjarstjórnar. Samherji hefur sótt um byggingar- leyfi fyrir seiðahúsi við Laxeldis- stöðina Stað, vestan Grindavíkur. Byggingin er staðsteypt með ylein- ingar á þaki, rúmir 2.700 fermetrar. Umsækjandi tekur fram í umsókn sinni að umsóknin er ekki í sam- ræmi við skipulag, þ.e. u.þ.b. 250 m2 af byggingunni fara út fyrir byggingarreit. Skipulagsnefnd Grindavíkur hefur hafnað umsókninni en áformin eru ekki í samræmi við gildandi deili- skipulag fyrir svæðið, segir í gögnum frá fundi nefndarinnar. Skipulags- nefnd beinir því jafnframt til um- sækjanda að senda inn tillögu að breyttu deiliskipulagi til nefndar- innar.Landsmót unglingadeilda Slysavarnafélagsins Lands- bjargar fer fram í Grindavík í júní 2023. Tölvupóstur frá Unglingadeildinni Hafbjörgu var lagður fyrir bæjarráð Grindavíkur en þar er óskað eftir styrk vegna landsmótsins. Bæjarráð samþykkti erindið. Fjarskiptafyrirtækið Míla hefur sótt um byggingarleyfi fyrir stálmastur við Víkurbraut 25 í Grindavík. Um er að ræða 18 metra hátt mastur ásamt fjarskiptabúnaði við tækjarými fyrirtækisins að Víkurbraut 25. Tilgangur mast- ursins er að hýsa fjarskiptabúnað sem verður aðstaða fyrir farsíma- fyrirtæki til að efla og bæta far- símaþjónustu fyrir íbúa og gesti Grindavíkur. Skipulagsnefnd Grindavíkur segir að lóðin við Víkurbraut 25 sé á svæði merktu S4 í aðalskipulagi Grinda- víkurbæjar 2018–2032. Svæðið er ætlað undir samfélagsþjónustu, m.a. fyrir stofnanir eða fyrirtæki sem veita almenna þjónustu við sam- félagið. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið. Skipulagsnefndin óskar eftir frekari kynningu á áformunum og sviðsstjóra skipulagsmála hefur verið falið að boða umsækjanda á fund nefndarinnar. Kristján Hrannar Pálsson, organ- isti og kórstjórnandi, kom eins og stormsveipur má segja að tón- listarlífi Grindvíkinga en hann tók formlega við sem organisti og stjórnandi Kirkjukórs Grindavíkur í haust. Nú þegar hefur Kristján staðið að glæsilegum styrktartón- leikum vegna endurbóta á Grinda- víkurkirkju en Víkurfréttir fjölluðu einmitt um þá tónleika á dögunum. Næsta stóra verkefni Kirkjukórsins er árlegir jólatónleikar og segja má að farin verði ný leið að þessu sinni því í stað hefðbundinna jólalaga fyrir kirkjukóra, verður goðsagnarkennd jólaplata þríeykisins Þrjú á palli, “Hátíð fer að höndum ein”, flutt í heild sinni ásamt vel völdum jóla- perlum. Hvernig stendur á þessum áhuga Kristjáns á þessari frægu jólaplötu? „Ég var mjög ungur þegar ég byrjaði að hlusta á þessa jólaplötu og tók ástfóstri við hana. Eftir að ég lærði til organista og kórstjórn þá blundaði alltaf í mér að útsetja þessa frábæru jólaplötu fyrir kór og lét verða að því fyrir tveimur árum en þá flutti Óháði kórinn sem ég stýri líka, verkið við góðar undirtektir. Ég kynnti þessa hugmynd fyrir kirkju- kórnum í Grindavík og tóku kórmeð- limir mjög vel í hugmyndina og var ákveðið að láta slag standa. Æfingar hafa gengið mjög vel og við erum full tilhlökkunar og vonumst að sjálf- sögðu eftir góðri mætingu Grind- víkinga og annarra gesta.“ Fyrrnefndir styrktartónleikar voru blanda kórsöngs og einsöngvara en fjölmargir grindvískir söngvarar tróðu upp, m.a. með kirkjukórnum og það er eitthvað sem Kristján vill skoða nánar í framtíðinni. „Það hefur komið mér skemmti- lega á óvart hversu margir flottir söngvarar eru í Grindavík og var mjög gaman hvernig til tókst á dög- unum. Þetta er gott fyrir samfélagið, gott fyrir kirkjuna og mig langar að endurtaka þennan viðburð með einum eða öðrum hætti í framtíðinni. Kirkjan er svo frábært tónleikahús og allir eiga að geta notið hennar og fengið að koma fram. Þegar tónlistar- fólk bæjarins sameinast svona verða til magnaðir hlutir.“ KIRKJUKÓR GRINDAVÍKUR FER ÖÐRUVÍSI LEIÐ Í ÁR „Hátíð fer að höndum ein“ – Jólatónleikar í Grindavíkurkirkju 7. desember Sérfræðistofn- anir og eftir- litsaðilar fari yfir tæknileg atriði Styrkja landsmót unglingadeilda Vilja funda með Mílu um fjarskiptamastur Hafna byggingarleyfi fyrir seiðahúsi að Stað FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM // 11

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.