Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.12.2022, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 07.12.2022, Blaðsíða 15
VOGAR Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt afgreiðslu skipu- lagsnefndar en nefndin leggur til við bæjarstjórn að heimila Grænu- byggð ehf. að hefjast handa við vinnu deiliskipulags á fyrirhuguðu svæði skv. samkomulagi við sveitar- félagið. Nefndin ítrekar í afgreiðslu sinni að hámarksfjöldi eininga á svæðinu séu 779 sem Grænabyggð ehf. hefur til umráða. Áréttar nefndin jafn- framt að áður en sveitarfélagið veitir heimild til framkvæmda og sölu á byggingarrétti þá skal fyrri áfangi vera langt kominn bæði hvað varðar framkvæmdir og úthlutun lóða. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Vogar hefur samþykkt að taka 40 milljóna króna lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga með lokagjalddaga þann 20. mars 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi. Er lánið tekið til að fjármagna kaup á stjórnsýsluhúsnæði sem felur í sér að vera verkefni sem hefur al- menna efnahagslega þýðingu. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Vogar samþykkir jafnframt að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuð- stól allt að 100 milljónir króna með lokagjalddaga þann 23. mars 2040. Er lánið tekið til fjármögnunar á frá- veituframkvæmd sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu. Gunnari Axel Axelssyni, bæjar- stjóra, var á fundi bæjarstjórnar veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Voga að undirrita lánasamninga við Lánasjóð sveitarfélaga. Samþykkt samhljóða með sex atkvæðum. Grænabyggð ehf. deiliskipu- leggur 779 íbúða byggð Nokkuð af byggingum hefur þegar risið á byggingasvæði Grænubyggðar ehf. í Sveitarfélaginu Vogum. VF-mynd: Hilmar Bragi Vogar taka 140 millj- ónir króna að láni fyrir fráveitu og stjórnsýslu Í samvinnu við Sveitarfélagið Voga hefur Íslandspóstur sett upp póstbox við Iðndal 2. Póstbox eru sjálfvirkar af- greiðslustöðvar fyrir pakkasendingar, þar sem viðskiptavinir geta bæði sent og tekið á móti sendingum. Póstbox eru mjög einföld og skilvirk leið til að nálgast pakka á þeim tíma sem íbúum hentar. Undirbúningur að uppsetningu hefur staðið yfir síð- ustu vikur en uppsetningu er nú lokið og geta bæjarbúar og aðrir valið að fá póstsendingar í póstboxið Við Iðndal 2. NÝTT PÓSTBOX Í VOGUM Spennandi tækifæri í ört vaxandi sveitarfélagi Vel staðsettur þróunarreitur í þéttbýli Sveitarfélagsins Voga, við sjávarsíðuna með frábæru útsýni og stutt til allra átta. Hafnargata 101 Þróunarreitur Frekari upplýsingar um verkefnið er að finna á www.vogar.is Sveitarfélagið Vogar óskar eftir tilboðum í 1.593 fermetra atvinnuhúsnæði og byggingarrétt á lóðinni Hafnargötu 101. Á lóðinni sem er um 1 hektari að stærð er 1.593 fermetra atvinnuhúsnæði en ekki er gerð krafa um að halda í núverandi hús en það telst tillögum til tekna ef hægt er nýta núverandi hús að einhverju leyti eða útlit nýrra bygginga hafi skírskotun til eldra húsnæðis og sögu svæðisins. vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM // 15

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.