Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.12.2022, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 07.12.2022, Blaðsíða 8
Engin helvítis ævisaga er safn sagna um einn eftirminnileg- asta karakter íslenskrar íþróttasögu, knattspyrnuþjálfarann Kjartan Másson sem þótti engum líkur á sínum tíma. Það er Sævar Sævarsson sem tók saman aragrúa af skondnum sögum frá þjálfaratíð Kjartans en hann var þekktur fyrir hörku, útsjónarsemi og að láta allt flakka – Kjartan talaði „ís- lensku“ sem skildist. Stefán Jónsson myndskreytti bókina en skemmti- legar myndir hans glæða sögurnar lífi. Kjartan fékkst við þjálfun í frítíma sínum en hann starfaði sem leik- fimi- og sundkennari og var einnig um tíma vallarstjóri hjá Keflavík. Kjartan fór oft óhefðbundnar leiðir í sinni þjálfun enda var hann sín eigin fyrirmynd. Sævar sagði viðtökur við bókinni hafa verið vonum framar en hann þurfti að hafa svolítið fyrir því að fá Kjartan til að leyfa sér að skrifa bókina. „Ég skrifaði grein fyrir Keflavík um Kjartan og ákvað að vanda sérstaklega til verka þar sem ég var búinn að minnast á þetta við hann. Að lokum fór svo að hann féllst á að ég myndi skrifa svona safn af stuttum sögum, eða eins og hann sagði: „Þetta verður engin helvítis ævisaga!“ Ég var fljótur að samþykkja það og hér er afraksturinn,“ sagði Sævar og bætti við: „Það væri hægt að gefa út heila ritröð með sögum af Kjartani enda af nægu að taka.“ Sævar hefur haft í nógu að snúast við að keyra út eintökum af bók- inni en hana er hægt að kaupa á síðunni millilending.is og þá fæst bókin einnig í Nettó. Sævar og Kjartan ræða stutt- lega um bókina og skraut- legan feril Kjartans í Suður- nesjamagasíni Víkurfrétta næstkomandi fimmtudags- kvöld kl. 19:30. Víkurbásar söluaðili fyrir Macron Verslunin Víkurbásar hefur nú verið starfrækt í rúm tvö ár við Hafnargötu 6 í Reykjanesbæ en Víkurbásar er nokkurs konar umboðsverslun fyrir notaðan fatnað. Nú hafa Víkurbásar aukið umsvifin og eru orðnir söluaðilar á Suðurnesjum fyrir íþróttavörur frá Macron. Fyrir tveimur árum tóku tvenn vinahjón, þau Ingvar Jónsson og Íris Guðmundsdóttir og Kári Odd- geirsson og Katrín Jónsdóttir, sig til og opnuðu verslun þar sem hægt væri að kaupa og selja notuð föt. Þeim fannst vera grundvöllur fyrir verslun af þessu tagi enda hefur um- hverfisvitund fólks og hugmyndir um aukna endurnýtingu verið að ryðja sér til rúms í miklum mæli. Víkurbásar er einskonar umboðssala fyrir notuð barna- og fullorðinsföt þar sem fólk leigir pláss fyrir sínar vörur sem starfsfólk Víkurbása sér svo um að selja og auglýsa. Að sögn við Kára Oddgeirssonar, eins eigenda Víkurbása, hefur versl- unin gengið vel þessi tvö ár sem hún hefur verið í rekstri og það sé bersýnilega komið í ljós að full þörf hafi verið á verslun af þessu tagi; „... og í raun má segja að húsnæðið setji okkur ákveðnar skorður, það býður ekki upp á stækkun en við gætum í raun tekið meira af fatnaði í umboðs- sölu en við gerum í dag.“ Nú hafa Víkurbásar aukið við úr- valið hjá sér en þar eru nú á boð- stólum vörur frá ítalska íþróttavöru- framleiðandanum Macron. Þeir Kári og Ingvar eru æskufélagar og gler- harðir Njarðvíkingar en Njarðvík leikur einmitt í fatnaði frá Macron og er Macron-horn verslunarinnar áberandi grænt. „Já, við erum orðnir söluaðilar fyrir Macron á Suðurnesjum en Njarðvík leikur einmitt í búningum frá Macron,“ segir Kári. „Bæði fót- boltinn og karfan hjá Njarðvík eru í Macron-fatnaði og þess vegna eru sömu æfingagallar fyrir báðar þessar íþróttir. Krakkarnir þurfa því ekki að eiga sitthvorn æfingagallann fyrir hvora íþróttagreinina, sem foreldrum finnst mikill kostur. Það eru fleiri lið en Njarðvík sem keppa í Macron en fimleikadeild Keflavíkur gerir það líka og við bjóðum upp á fatnað fyrir iðkendur fimleika líka.“ Kári segir að umhverfisstefna Macron falli vel að hugmynda- fræði Víkurbása en Macron leggur áherslu á að búningar þeirra séu ekki sérhannaðir fyrir hvert lið heldur einbeitir Macron sér að því að hanna vörulínur sem íþrótta- félög geta þá valið úr. Þannig næst mun betri framleiðslunýting og þá leggur Macron einnig áherslu á að framleiða hágæðaflíkur sem tryggir betri endingu. Að framleiða betur og minna þýðir að hægt er að draga úr orkunotkun, skaðlegum útblæstri og sóun á aðlindum. Auk þess að vera með deild í versluninni fyrir íþróttafatnaðinn frá Macron þá hafa Víkurbásar opnað vefverslunina macronsud- urnes.is þar sem hægt er að kaupa vörur frá Macron en Kári segir þau hjá Víkurbásum vera gríðarlega stolt af því að færa meiri þjónustu í bæinn. Macron hefur verið í mikilli sókn að undanförnu en þess má geta að Ungmennafélag Grindavíkur hefur gert samning við Macron sem felur í sér að íþróttafélagið í heild sinni mun framvegis klæðast fatnaði frá Macron við íþróttaiðkun og keppni. Kári Oddgeirsson, einn eigenda Víkurbása. Macron-básinn í Víkurbásum. VF-myndir: JPK Litríkur karakt- er með munninn fyrir neðan nefið Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi, langafi, fyrrverandi eiginmaður, bróðir og mágur, KRISTJÁN INGI HELGASON fyrrv. aðstoðaryfirlögregluþjónn og veitingamaður, Keflavík lést á heimili sínu sunnudaginn 27. nóvember. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, þriðjudaginn 13. desember klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minn- ast hans er bent á Heimahjúkrun Heilbrigðistofnurnar Suðurnesja. Innilegar þakkir til starfsfólks Heimahjúkrunar HSS fyrir einstaka umönnun og hlýju. Kristín Jóhanna Kristjánsdóttir Guðmundur Skarphéðinsson Skarphéðinn Guðmundsson Helga Þórunn Pálsdóttir Júlíus Rúnar Guðmundsson Víglundur Guðmundsson Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir Kristín Dalrós – Sigurrós Tinna Magnea Halldórsdóttir Einar Helgi Aðalbjörnsson Guðríður Walderhaug og Prins Störf í boði hjá Reykjanesbæ Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn Hefur þú áhuga á að starfa við liðveislu? Umhverfissvið - Verkefnisstjóri hjá byggingarfulltrúa Stapaskóli - Frístundaheimilið Stapaskjól Stapaskóli - Kennari á miðstig Heiðarskóli - Kennari í myndlist Háaleitisskóli - Kennari í Nýheima Háaleitisskóli - Kennari í nýsköpun og upplýsinga- og tæknimennt JÓLAGJÖFINA FYRIR DÝRIN FÆRÐU HJÁ OKKUR KROSSMÓA - REYKJANESBÆ 8 // vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.