Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.12.2022, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 07.12.2022, Blaðsíða 6
Verð á mörkuðum gott Þá er desembermánuðurinn kominn í gang og hann byrjar bara nokkuð vel. Það ber reyndar lítið á því að það sé kominn vetur, því ennþá hefur ekkert snjóað, og veðurfarið hefur verið það gott að færabátarnir hafa getað haldið áfram að róa í Röstina til að eltast við ufsann. Og veiðin hjá þeim bátum hefur dregið að sér báta víða að, t.d. þá hefur bátunum fjölgað þó nokkuð og til að mynda kom Gísli ÍS til veiða frá Flateyri, Sigfús B ÍS kom frá Suðureyri, Sleipnir ÁR kom frá Ólafsvík og Snorri HF kom frá Hafnarfirði. Það sem trekkir bátana í þennan veiðiskap að mestu er það að verð á ufsa á fiskmörkuðum hefur verið mjög hátt, eða um og yfir 300 krónur á kílóið sem er feikilega gott því að leiguverð á ufsakvóta er miklu lægra eða hátt í 50 krónur á kílóið. Veiðin hefur verið mjög góð en vegna þess hversu stuttan tíma dagsbirtan varir er veiðitíminn svo til einungis frá u.þ.b. klukkan tíu fyrir hádegi til fimm eftir hádegi. Engu að síður hafa bátarnir verið að ná þetta upp í tvö tonn eftir daginn og þegar að verðið á mörk- uðum er svona gott, eins og það er fyrir ufsann, þá er þetta ansi góð dagslaun. Flestir bátanna eru að róa frá Sandgerði en líka eru bátar frá Grindavík. Nokkuð styttra er að róa á miðin frá Grindavík en Sandgerði en menn láta það ekki á sig fá að fara til Sandgerðis. Nóvembermánuður var mjög góður aflamánuður og sérstaklega hjá línubátunum. Til að mynda mokveiddu sjómenn á línuskip- unum hjá Vísi ehf. og ansi magn- aðar tölur sáust. Sem dæmi var Fjölnir GK með 592 tonn í fimm róðrum, eða um 118 tonn í róðri og mest 134 tonn, svo til öllu landað á Skagaströnd. Páll Jónsson GK átti metmánuð því báturinn landaði 690 tonnum í fimm róðrum, eða 138 tonn í róðri og mest 153,6 tonn. Öllum aflanum var landað á Skagaströnd. Þrátt fyrir að Sighvatur GK hafi átt þennan risamánuð þá var það áhöfnin á Sighvati GK sem átti risamánuð. Því að húnlandaði alls 725,8 tonnum í fimm róðrum, eða 145 tonn í róðri. Stærsti róður bátsins var svo til svipað stór og hjá Páli Jónssyni GK, eða 153,9 tonn. Öllu landað á Skagaströnd, nema að síðasti róður bátsins var í Grindavík og var þá báturinn búinn að vera við veiðar á línuslóðinni utan við Sandgerði – og kom með til Grindavíkur 123 tonn. Reyndar hefur báturinn Sig- hvatur GK verið í fréttum núna síðustu daga og ekki út af þessum metafla í nóvember, því að aðrir fjölmiðlar nema Aflafrettir.is skrifa ekki lengur um mokveiði eða met- veiði hjá bátum. Nei, því miður hefur Sighvatur GK verið í fréttum vegna sorgslegs atburðar. Því að sjómaður féll frá bátnum einhverstaðar í Faxafló- anum en báturinn var þar á veiðum í síðasta túr sínum í nóvember og byrjaði desember líka á veiðum þar. Mjög fjölmennt björgunarlið hefur verið við leitar í utanverðum Faxa- flóa sem, þegar þetta er skrifað, hefur ekki borið árangur. Að missa mann er alltaf eitt það versta sem getur hent áhöfn báts og sérstaklega fyrir skipstjóra. Þekktur togaraskipstjóri sem var skipstjóri á togurunum í hátt í 40 ár og hefur reglulega samband við mig, sagði að eitt það allra versta sem hann lenti í á sínum 40 ára ferli sem skipstjóri, var einmitt þetta að missa mann. Þessi togaraskipstjóri lenti í því að missa mann útbyrðis þegar þeir voru við veiðar utan við Vestfirði og sá maður fannst aldrei. Og það eru liðin hátt í 30 ár síðan að þessi togaraskipstjóri missti mann útbyrðis en þetta risti djúpt sár í hjarta hans. Svo hugur minn er hjá áhöfn Sig- hvats GK og skipstjóra sem og fjöl- skyldu þess aðila sem féll úbyrðis. aFlaFrÉttir á suðurNesJuM Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson, Thelma Hrund Hermannsdóttir og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Rétturinn Ljúengur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virka daga   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Ökuskóli allra landsmanna Finndu næsta námskeið inn á www.aktu.is Allir réttindaflokkar Verkleg kennsla í boði víða um land Bókleg kennsla á netinu MEIRAPRÓF Fjarkennsla Heyrn // Hlíðasmára 19 // Kópavogur // heyrn@heyrn.is // HEYRNARTÆKI // HEYRNARGREINING // RÁÐGJÖF Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu HEYRN.IS Lionsklúbburinn Freyja í Keflavík afhenti á dögunum sína árlegu styrki til annars vegar Velferðar- sjóðs Suðurnesja og hins vegar til Rauða krossins á Suðurnesjum. Við sama tækifæri afhenti Rauði krossinn á Suðurnesjum framlag sitt til Velferðarsjóðs Suðurnesja, sem hefur verið í umsjón Kefla- víkurkirkju til margra ára. Á myndunum eru fyrir hönd Lionsklúbbsins Freyju þær Magn- úsína Guðmundsdóttir, Gunnþórunn Gunnarsdóttir og Inga Guðmunds- dóttir. Fyrir hönd Rauða krossins á Suðurnesjum er Herbert Eyjólfsson formaður og frá Velferðarsjóði Suð- urnesja er Kjartan Ingvarsson. Lionsklúbburinn Freyja og Rauði krossinn á Suðurnesjum styrkja Velferðarsjóð Suðurnesja Leigufélagið Bríet gefur leigjendum sínum 30% afslátt af leigu í des- embermánuði. Leigutökum var til- kynnt þetta bréfleiðis og ættu þeir að sjá lægri upphæðir en vanalega á greiðsluseðlum í heimabankanum sínum. Þá kemur jafnframt fram í bréfinu að félagið muni lækka leigu- verð til allra leigutaka sinna varan- lega um 4% frá og með 1. janúar næstkomandi. Með þessu tekur Bríet á sig um helming af hækkun vísitölu neyslu- verðs það sem af er árinu en leigu- samningar eru almennt vísitölu- bundnir sem leiðir til aukins hús- næðiskostnaðar leigjenda við hraða hækkun verðlags. Leigufélagið taldi brýnt að bregðast við því erfiða efnahagslega ástandi og þeirri miklu verðbólgu sem nú ríkir og koma til móts við leigutaka sína sem verða fyrir áhrifum. Bríet er sjálfstætt leigufélag sem á og rekur um 250 fasteignir í 34 sveitarfélögum allt í kringum landið. Það er í eigu Húsnæðis- og mann- virkjastofnunar og sveitarfélaganna Fjarðabyggðar, Fjallabyggðar og Reykhólahrepps. Leigufélagið Bríet á 49 eignir í fjórum sveitarfélögum á Suður- nesjum. Flestar eignir eru í Reykja- nesbæ eða 21 talsins, næstflestar í Suðurnesjabæ eða 19, þá á leigu- félagið sex eignir í Grindavík og þrjár eignir í Vogum. Leigufélagið er að hefja samræður við sveitarfélagið um frekari umsvif á svæðinu. Eignasafn Bríetar á Suðurnesjum telur 20% af heildarsafni Bríetar með tilliti til fjölda eigna og 25% af fasteignamati safnsins. Ásta Björg Pálmadóttir, stjórnar- formaður Bríetar: „Við vildum leggja okkar lóð á vogarskálarnar vegna þeirra miklu vísitöluhækkana sem hafa orðið á leiguverði á þessu ári. Þar sem útgjöldin okkar hafa ekki hækkað eins mikið á þessu tíma- bili þá töldum við rými til að fara í lækkanir á leigu. Við vildum nýta það til að aðstoða sem mest fjöl- skyldurnar sem leigja heimili sín af okkur. Um þessar mundir ríkir mikil óvissa í efnahagsmálum og við vitum að það er ekki gott að fara inn í jólamánuðinn, með öllum þeim útgjöldum sem honum fylgir, með fjárhagsáhyggjur. Við vonum að des- ember-afslátturinn geri okkar fólki auðveldara að eiga gleðilega hátíð og að varanlega lækkunin, frá og með áramótunum, muni einnig létta því byrðarnar fram á við.“ Gefa leigjendum 30% afslátt í jólamánuðinum Flestar eignir Bríetar eru í Reykjanesbæ eða 21 talsins. 6 // vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.