Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.12.2022, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 07.12.2022, Blaðsíða 13
Framleiðslustjórinn Brynjar Marinó Húnfjörð kom til Íslandshúsa fyrir fjórum árum síðan. Brynjar er sonur Óskars Inga en það er einmitt draumur margra foreldra að fá börnin sín inn í fyrirtækið og að þau taki við kyndlinum þegar sú stund kemur að foreldrarnir vilji setjast í helgan stein. „Pabbi hafði oft talað um það að fá mig hingað inn en ég hafði ekki sýnt því neinn sérstakan áhuga, hafði engan áhuga á steypu og var bara með eigin feril fyrir utan þetta. Í einu matarboðinu nefndi hann þetta við mig aftur og ég sagði honum að hann hefði ekki boðið í mig. Eftir boðið fór ég heim og hugsaði málið betur. Mér var ljóst að hann væri ekki að verða yngri, þetta væri stöndugt fyrirtæki og ég sá fleiri hluti í þessu. Þetta væri gott tækifæri fyrir mig og einnig tækifæri fyrir hann að fara að slaka á og njóta, þannig að ég ákvað að ganga til liðs við fyrirtækið fyrir fjórum árum síðan.“ Komst þú með eitthvað nýtt inn í fyrirtækið? Þegar við erum að tala saman er þrívíddarprentari að prenta út sýnishorn af fram- leiðslunni ykkar? „Við erum búnir að vera með þrívíddarprentara lengi og pabbi er miklu nýjungagjarnari en ég. Þessi prentun var komin inn löngu áður en ég kom til fyrirtækisins. Kallinn hefur alltaf verið fljótur að tileinka sér nýjar græjur. Þrívíddar- prentun er stórkostleg fyrir okkur. Við hönnum allar okkar vörur sjálf frá grunni, þrívíddarprentum hana og sjáum hvernig varan passar inn í það sem við erum að gera nú þegar. Það hjálpar líka að sýna viðskiptavininum vöruna út- prentaða í stærðinni einn á móti tíu. Það er því handhægt að setja þetta á borðið og sjá mismun á milli stærða. Þá hjálpar þetta okkur, þar sem við gerum öll okkar mót sjálf og notum þrívíddarteikningarnar til þess,“ segir Brynjar. Sjálfbært fyrirtæki Íslandshús eru nokkuð sjálfbært fyrirtæki. Það hannar vöruna sjálft, smíðar mótin sjálft og er með eigin steypustöð. Allt markaðsefni er hannað innanhúss, hvort sem það er heimasíða eða bæklingar. „Við erum fljótir að bregðast við. Komi viðskiptavinur til okkar með hugmynd, þá þurfa ekki að líða margir dagar eða vikur þangað til við erum komnir með vöru í hend- urnar. Það er allt hægt hjá okkur og ekkert sem stoppar okkur,“ segir Brynjar Marinó. „Fljótir að bregðast við“ gæði og endingu. „Við vinnum mikið með sveitarfélögum að leysa verkefni sem eru inni á þeirra borði.“ Íslandshús eru með framleiðslu- vörur sínar vel merktar. Merki fyrirtækisins er formað í steypuna, allar vörurnar bera nafn sem einnig er formað í steypuna sem og þyngd og framleiðslunúmer. Þá geta fyrir- tæki og sveitarfélög fengið merki sitt formað í steypuna til að merkja sér hlutinn. Aukningin 50% á milli ára Óskar segist í dag þakklátur fyrir þann stuðning og velvilja sem hann hafi fengið frá bæði Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar og Reykja- nesbæ þegar þau hjónin stofnuðu fyrirtækið á sínum tíma. Það hafi aldrei staðið til að vera stór en hjá Íslandshúsum starfa í dag sjö manns. Þau hjónin, Óskar Ingi og Brynja Sif, hafi í upphafi bara ætlað að vera í þessu tvö. Þau hafi bara fylgt markaðnum og aukið veltuna um 20–30% á ári frá því þau byrjuðu. Núna sé aukningin hins vegar 50% á milli ára. „Það er full bratt en ekki hægt að hlaupast undan því að sinna vextinum.“ Óskar sér reksturinn þróast áfram. Fyrirtækið hafi fengið 7.000 fermetra viðbótarlóð á Ásbrú. Húsnæði fyrirtækisins sé of lítið og það þurfi að leysa það en fyrst og fremst sjái hann fyrirtækið í áframhaldandi vöruþróun. Nú sé að hefjast verkefni sem snúi að umferðaröryggi með Reykjanesbæ og verkfræðingum og lausnin verði vonandi kynnt innan árs. „Það er þessi vöruþróun sem er svo spenn- andi og skemmtileg,“ segir Óskar Ingi Húnfjörð. Sóley er meðfærileg umferðareyja sem hentar vel til að afmarka hraða- lækkun innanbæjar. Feðgarnir Brynjar Marinó t.v. og Óskar Ingi Húnfjörð á lager Íslandshúsa á Ásbrú. Þar eru 700–800 tonn af ýmiskonar lausnum. Í verksmiðju Íslandshúsa á Ásbrú þar sem steypuvinnan fer fram. KÆRI NÁGRANNI! SENDUM ÞÉR OG ÞÍNUM BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEGA HÁTÍÐ Opið virka daga 9–19 laugard. og sunnud. 10–14 apotekarinn.isSuðurgötu 2 Sími 421 3200 Afgreiðslutími um jól og áramót: Keflavík 24. des 10–12 25. des LOKAÐ 26. des LOKAÐ 27. des 10–19 31. des 10–12 1. jan LOKAÐ 2. jan 10–19 vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM // 13

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.