Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.12.2022, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 07.12.2022, Blaðsíða 23
Hvernig sérðu næsta tímabil fyrir þér? „Ég hef verið með liðinu síðustu þrjár, fjórar vikur og er svo ánægður með það sem ég hef séð. Hvernig þær hafa brugðist við. Mér finnst andrúmsloftið og viðmótið hjá liðinu mjög gott, þær eru tilbúnar að leggja mikið á sig og vilja bæta sig. Það gleður mig mikið og ég vil setja saman lið sem Keflvíkingar geta verið stoltir af, lið þar sem allir leikmenn eru tilbúnir að leggja sig 100% fram í hvern einasta leik. Fyrir næsta tímabil munum við því skoða vandlega hvernig leikmenn passa inn í hópinn og vanda okkur við valið – ég er mjög ánægður með þann hóp sem ég hef í höndunum og aðeins góðir leikmenn sem munu bæta við gæði hópsins munu koma til greina,“ segir þjálfarinn. Heldurðu að þú eigir eftir að fá fleiri leikmenn fyrir næsta tímabil? „Ég held að við þurfum að vera mjög öguð og fara varlega í vali á leikmönnum, sérstaklega í ljósi þess að við höfum ekki sömu fjárráð og stóru félögin í deildinni. Við þurfum að vera kæn í leikmannamálum. Við þurfum líka að vera skynsöm í því hvernig við æfum, hvernig mataræði leikmanna er háttað og hugsa vel um líkama okkar. Við verðum að ná því besta úr hverjum einstaklingi, sér- staklega í ljósi þess að við verðum líklega ekki með breiðasta hópinn. Auðvitað verðum við að bæta ein- hverjum leikmönnum við en allir þessir hlutir eru mikilvægir til að ná því besta úr því sem við höfum. Svo við verðum samkeppnishæf í mjög sterkri deild á næsta ári.“ Trínidad og Tóbagó, suðupottur ólíkra menningarheima Jonathan segir að samfélagið á Trínidad og Tóbagó sé mjög blandað. Þetta sé mikið fjölmenningarsam- félag en langflestir íbúar eyjanna eru af afrískum eða austur-indískum uppruna, þá blandast einnig kín- verskur og evrópskur uppruni inn í mengið og auðvitað frumbyggjar. Hvernig er svo haldið upp á jól á Trínidad og Tóbagó? „Þetta er svo fjölþjóðlegur staður, eiginlega suðupottur ólíkra menn- ingarheima,“ segir hann. „Ef við lítum aðeins til baka í sögunni, til tíma þrælahalds, þá kom megnið af fólkinu frá Afríku og Austur-Indíum. Hvor hópur um fjörutíu prósent, síðan voru það líka Kínverjar, hvítir og frumbyggjar eyjanna. Svo við á Trínidad höldum upp á allt – allir halda upp á allar hátíðir, sama hvort þær séu hátíðir hindúa, múslima eða kristinna. Það er alveg einstakt en fólk af þessum ólíku trúarbrögð lifir þar saman í sátt og samlyndi. Það ber virðingu hvert fyrir öðru og gleðst saman. Það var einstakt að fá að alast upp á þessum stað og ég held að það hafi auðveldað mér að að- lagast lífinu á öðrum stöðum, eins og í Bandaríkjunum og hér á Íslandi. Ég hef ferðast til fjölmargra staða með fótboltanum og uppeldið leyfir mér að kunna að meta ólíkar upplifanir og menningu – ég elska að kynnast menningu annarra.“ Jonathan segir að jólin séu magn- aður tími á Trínidad og Tóbagó. Þau séu tími tónlistar og veisluhalda og séu mjög hátíðleg. „Þau er ólík því sem þekkist hér á landi,“ segir hann. „Í fyrsta lagi þá höldum við jólin á jóladag og opnum pakka á jóladagsmorgun. Á aðfanga- dagskvöld og langt fram á aðfara- nótt jóladags fara litlar hljómsveitir hús úr húsi og spila fyrir fólk. Þessu tónlistarfólki þarf að taka vel á móti og gefa þeim að borða og drekka. Síðan spila þau og syngja í tuttugu mínútur, hálftíma áður en þau halda í næsta hús. Þau byrja upp úr mið- nætti og geta verið að til sex, sjö að morgni jóladags,“ segir Jonathan og brosir. „Svo þegar þú vaknar um morguninn þá getur verið að einhver ókunnur gæi sé bara sofandi áfengis- dauða í garðinum hjá þér.“ Nú veltist Jonathan um af hlátri. „Það er ógeðs- lega fyndið.“ Jonathan segir að þessir tónlist- armenn flytji spænsk lög og það sé arfleifð frá þeim tíma þegar Spán- verjar voru nýlenduherrar á þessum slóðum. „Þetta er eini tíminn á árinu þar sem spænsk lög eru sungin á Trínidad.“ En hér á Íslandi, haldið þið upp á jólin eins og hver annar Íslend- ingur? „Já, við höldum í íslenskar hefðir og opnum pakka á aðfangadagskvöld. Borðum hefðbundinn íslenskan jólamat.“ Hvernig kanntu við íslenska matinn? „Ég elska íslenskan jólamat, ég er svo heppinn að konan mín og mamma hennar eru frábærir kokkar. Allt sem þær elda; hvort sem það kalkúnn, purusteik eða hvað sem er, finnst mér gott,“ segir Jonathan Glenn að lokum. ÍÞRÓTTIR Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is Starfsstöð þessara starfa er á skrifstofum Isavia á Keflavíkurflugvelli. Nánari upplýsingar um helstu verkefni, hæfniskröfur, umsóknarfrest og umsóknarform má finna á isavia.is undir Störf í boði. Framundan eru miklar stækkanir og breytingar en eftir sex ár er ráðgert að flugstöðin verði tvöfalt stærri en hún er í dag. Við erum þegar byrjuð og fyrsti áfangi stækkunar er ný 20 þúsund fermetra austurbygging. Markmið okkar í flugvallarsamfélaginu á Keflavíkurflugvelli er að auka þjónustu við þá sem þar fara um, bæta upplifun fólks og ánægju af heimsókn í flugstöðina. Við leitum því að jákvæðum, öflugum, og traustum aðilum til að taka þátt í þessari vegferð með okkur í eftirfarandi hlutverkum: • Sérfræðingur í deild umhirðu og ásýndar • Sérfræðingur með auga fyrir umbótum og ferlum á sviði þjónustu og samhæfingar Tækifærin leynast á vellinum Saman náum við árangri Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Ég elska íslenskan jólamat, ég er svo heppinn að konan mín og mamma hennar eru frábærir kokkar. Allt sem þær elda; hvort sem það kalkúnn, purusteik eða hvað sem er, finnst mér gott ... Fjölskyldan prúðbúin við jólatréð. vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM // 23

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.