Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.12.2022, Side 17

Víkurfréttir - 07.12.2022, Side 17
Sólborg Guðbrandsdóttir hlaut í gær titilinn Framúrskarandi ungur Íslendingur 2022. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson afhenti verðlaunin í KR heimilinu ásamt Ríkeyju Jónu Eiríksdóttur, lands- forseta JCI. Það eru einmitt sam- tökin JCI á Íslandi sem veita verð- launin á hverju ári en Sólborg var tilnefnd fyrir framlag sitt og afrek á sviði menntamála. Verðlauna- gripurinn er einstakt listaverk eftir glerlistamanninn Jónas Braga Jónasson. Á hverju ári óskar JCI hreyfingin eftir tilnefningum til verðlaunanna og dómnefnd velur síðan 10 ein- staklinga sem hljóta viðurkenningu fyrir að vera Framúrskarandi ungir Íslendingar vegna einstaks fram- lags þeirra til íslensks samfélags. Verðlaunin sjálf eru síðan veitt til eins einstaklings sem þykir skara sérstaklega fram úr. Aðrir sem voru tilnefndir í ár voru Anna Sæunn Ólafsdóttir, Björn Grétar Bald- ursson, Daníel E. Arnarsson, Embla Gabríela Börgesdóttir Wigum, Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, Ingvi Hrannar Ómarsson,Stefán Ólafur Stefánsson, Viktor Ómarsson og Vi- vien Nagy. Sólborg Guðbrandsdóttir framúrskarandi ungur Íslendingur 2022 Hljómahöll hlaut í síðustu viku verðlaun á Degi íslenskrar tón- listar, þar sem veitt voru verðlaun til einstaklinga og hópa sem þykja hafa lagt lóð á vogarskálar í að efla íslenskt tónlistarlíf undanfarin misseri og þykja sýna ís lenskri tón- list sér stakt at fylgi. Verðlaunin sem Hljómahöll hlaut nefnast Glugginn og á þeim segir að „Hljómahöll í Reykjanesbæ hljóti verðlaun fyrir að halda úti heimili íslenskrar tónlistar í Reykjanesbæ með hugmyndaríku safni og fjöl- breyttri tónlistardagskrá undanfarin ár.“ Viðburðurinn fór fram í Hörpu og komu fram Karlakórinn Fóstbræður, Snorri Helgason, Systur, Auður Jóns- dóttir og Bragi Valdimar Skúlason. Tóm as Young, fram kvæmda stjóri Hljóma hall ar, tók við viður kenn ing- unni fyrir hönd Hljómahallar. Tómas Young með viðurkenninguna til Hljómahallar. Hljómahöll verðlaunuð á Degi íslenskrar tónlistar Gerð hefur verið ítarleg þarfa- greining fyrir varðveislu- og geymsluhúsnæði sem myndi nýtast Byggðasafni Reykjanesbæjar, Listasafni Reykjanesbæjar, Bóka- safni Reykjanesbæjar, skjaladeild, menningarfulltrúa, Hljómahöll og umhverfis- og skipulagssviði. Eva Kristín Dal, safnstjóri byggða- safnsins, mætti á fund menningar- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar og fór yfir þarfagreiningu á varðveislu- húsnæði Reykjanesbæjar. Þar kom fram að kröfur sem gerðar eru til varðveisluhúsa safna eru nokkuð sértækar en eru engu að síður nauð- synlegar til að tryggja viðunandi varðveisluaðstæður fyrir safnkost. Ný og betri aðstaða tryggir varð- veislu menningararfsins og sögu sveitarfélagsins fyrir komandi kyn- slóðir, sagði í kynningu Evu. Menn- ingar- og atvinnuráð bæjarins leggur áherslu á mikilvægi þess að koma þessum málum í góðan farveg. Kröfur til varð- veisluhúsa safna nokkuð sértækar vf is Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á Forseti Íslands hr. Guðni Th. Jóhannesson, Sólborg Guðbrandsdóttir Framúrskarandi ungur Íslendingur 2022 og Ríkey Jóna Eiríksdóttir landsforseti JCI 2022. FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS Aðventugarðurinn í Reykjanesbæ Fjörugur föstudagur í Grindavík Engin helvítis ævisaga Kjartans Mássonar Valdimar Guðmundsson Húsum skipað upp í Grindavík Ekki missa af FERSKU Suðurnesjamagasíni í þessari viku vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM // 17

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.