Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.12.2022, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 07.12.2022, Blaðsíða 12
Það voru hjónin Óskar Ingi Hún- fjörð og Brynja Sif Ingibersdóttir sem stofnuðu fyrirtækið en fyrir fjórum árum kom sonur þeirra hjóna, Brynjar Marinó Húnfjörð, einnig inn í fyrirtækið. Íslandshús eru bæði „Framúrskarandi fyrir- tæki“ og „Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri“. Stóðu á tímamótum Hvert er upphafið að nýsköpunar- fyrirtækinu Íslandshúsum? Þið byrjið starfsemi þegar aðstæður eru ekki góðar á Suðurnesjum, nokkrum árum eftir bankahrun. „Við getum sagt að sagan nái alveg aftur til ársins 2000. Þá stöndum við hjónin á tímamótum og ákveðum að fara til náms í Danmörku og læra byggingafræði. Það gengur eftir og við rekum svo hönnunarstofu í Danmörku í þrjú ár eftir nám, eða allt þangað til að mér er boðið starf hjá Loftorku í Borgarnesi sem markaðs- og sölu- stjóri. Þetta var rétt fyrir ævintýrið mikla og kreppuna stóru en um tveimur árum síðar varð fyrirtækið í Borgarnesi gjaldþrota og ég missti vinnuna,“ segir Óskar Ingi Hún- fjörð, framkvæmdastjóri Íslands- húsa. Hann segir að í gegnum vinnu sína hjá einingaverksmiðju Loft- orku hafi hann kynnst góðum verk- fræðingum sem hann fékk í sam- starf með sér í að búa til vinnuhóp til að endurhanna einingahús upp á nýtt út frá forsendum eininganna. Í stað þess að taka heilsteypt hús og klippa það niður í einingar, þá vildi Óskar horfa á stakar einingar og spyrja hvað sé hægt að gera úr einingunni. „Á þessu tíma- bili sem ég var at- vinnulaus, upplifði ég mig ekki atvinnulausan. Ég fékk aðstöðu hjá Hnit verkfræðistofu, sem var hluti af þessu verkefni, og þar mætti ég í raun til minnar vinnu og var í þrjú ár í þessu verkefni sem skilaði af sér fullhönnuðu einingarhúsi á forsendum eininganna, þannig að einingarnar voru orðin stöðluð framleiðsla í mismunandi stærðum og útfærslum sem viðkomandi byggingameistari gæti svo keypt og raðað saman í hús. Þannig varð nafnið Íslandshús til.“ Byrjaði með sjósökkum fyrir Reykjanesbæ Óskar segir að eftir þrjú ár hafi hann dottið af at- vinnuleysisskrá og því hafi hann leitað til Reykjanesbæjar til að geta haldið áfram með verkefnið. Honum var vel tekið þar með þetta verkefni. Óskar segir að Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar hafi einnig stutt vel við bakið á honum. Þar hafi hann fengið lánað húsnæði og á sama tíma var gerður rammasamningur við Reykjanesbæ um viðskipti upp á fimm milljónir króna á árinu. Fljótlega hafi komið inn verkefni frá Reykjanesbæ um framleiðslu á sjósökkum, þyngingu fyrir fráveitulögn sem var verið að leggja í sjó við Keflavíkur- höfn. Sú framleiðsla hafi dekkað þann samning sem gerður var við Reykjanesbæ. Á sama tíma fékk Óskar aðsetur í 400 fermetra iðn- aðarhúsnæði á Ásbrú. Þar var raun ekkert til að vinna með, þannig að hann tók verkfærin úr bílskúrnum heima hjá sér og smíðaði sér vinnu- borð á Ásbrú þar sem hann svo smíðaði trémót fyrir sjósökkurnar. Afgangssteypa varð ný afurð Óskar var að framleiða eitt sett á dag af sjó- sökkum. Vinnudag- urinn hófst klukkan fimm á morgnana við að sjóða saman járnagrind í mótin. Svo var pantaður steypubíll með steypuna. „Svo var það að gerast að af- gangurinn af steypunni passaði ekki endilega í mótin. Ég var að fá steypuna í lok dags og það var iðulega afgangur af steypu sem bíl- stjórarnir losuðu svo bara úti í móa. Þetta fór svolítið í pirrurnar á mér þannig að eina helgina fór ég upp í verksmiðju og smíðaði mér trémót, sem svo varð fyrsti dvergurinn. Þannig nýtti ég þessa afgangs steypu. Svo fjölgar þessum mótum og allt í einu verður maður var við að það er markaður fyrir þessa vöru og þessa hönnun sem við erum með. Við lögðum mikla áherslu á gæði og virkni vörunnar, þannig að hún væri öðru- vísi en annað sem væri á markaðnum. Við vorum ekki að herma eftir því sem aðrir eru að gera. Fljótlega förum við yfir í að smíða stálmót og útgáfunum fjölgar. Nú erum við að smíða frá 30 kílóa steinum upp í tveggja tonna steina, á milli 30–40 tegundir af steinum. Það má kannski segja að úr afgangssteypu hafi orðið til ný afurð,“ segir Óskar. Undirstöður, árekstrarvarnir og umferðarlausnir Flestir þekkja stólpana, sem al- mennt eru kallaðir Dvergarnir, undir sól- palla en Íslandshús eru að framleiða fleira, eins og árekstrarvarnir og ýmiskonar umferðar- lausnir, umferðareyjur, af- mörkunarstólpa og margt fleira. „Við erum fyrst og fremst að framleiða vöru og það kemur okkur svo oft á óvart hvernig viðskipta- vinurinn getur notað vöruna og það eru oft skemmtilegar útfærslur á því.“ Fyrsta framleiðslan var 65 kg. steinn sem í dag er nefndur Teitur. Síðan varð til 30 kg. Álfur, 50 kg. Purkur og svo hélt þetta áfram.“ Upphaflega markmiðið að framleiða einingar Upphaflega markmiðið með Ís- landshúsum var að framleiða einingar og Óskar segir að það verkefni sé alls ekki út af borðinu. Hann segir að til sé fullhannað einingakerfi. Kerfið, sem hannað var fyrir áratug síðan, stenst þær kröfur sem gerðar eru í dag um að vera með 35–45% minna kolefnis- spor, auk þess að í einingunum var búið að leysa vandamál með samtengingar og Íslandshús eru með mun sterkari samtenginar en áður þekktust. „Við höfðum leyst fjölmörg tæknileg atriði sem höfðu verið að hrjá þessa einingaframleiðslu. Íslandshús eru frumkvöðlafyrir- tæki og við nærumst á nýsköpun. Hér er stans- laust verið að koma með nýjar hugmyndir. Við erum að smíða mót og erum að gera þrjár til fjórar nýjar tegundir á ári fyrir allskonar lausnir. Það sem drífur okkur áfram er að búa til einhverjar nýjar lausnir og leysa vanda með við- skiptavinum okkar.“ Hjá Íslandshúsum fer fram- leiðslan þannig fram að í verk- smiðju fyrirtækisins á Ásbrú í Reykjanesbæ er framleiddur ákveðinn fjöldi af steinum á dag og stillt þannig af að ekki verði af- gangur af steypu. Þessir steinar fara út á lager, sem í dag er upp á 700–800 tonn. Óskar segir lag- erinn taka sveiflurnar, þannig að framleiðslan sjálf verður ekki svo mikið vör við sveiflurnar sem eru úti á markaðnum. Óskar segir að þriðjungur af markaðnum sé einstaklingsmark- aður, fólk sem er að smíða sólpalla eða setja undir sumarhús, girðingar eða kofa úti í garði. Annar þriðjungur eru verktakar og stærri fyrirtæki sem versla þá beint við okkur sérhannaðar vörur fyrir viðkomandi. Síðasti þriðjungurinn er svo sveitarfélögin. Óskar segir sveitar- félögin vera að sækja í sérlausnir, „Við nærumst á nýsköpun“ Íslandshús er nýsköpunarfyrirtæki í Reykjanesbæ sem þróar og framleiðir m.a. forsteyptar einingar og nýja tegund stólpa, Dvergana, sem eru undirstöður undir t.d. sumarhús, bílskýli, smáhýsi, sólpalla, girðingar, og fleira. Tengihlutirnir eru sérhannaðir fyrir dvergana og framleiddir á Íslandi. Fyrirtækið tekur einnig að sér að framleiða sérlausnir samkvæmt óskum og þörfum viðskiptavina. Íslandshús leggur áherslu á að hanna og framleiða vörur sem hafa kosti og notagildi umfram aðrar hefðbundnar lausnir. – segir Óskar Ingi Húnfjörð hjá Íslandshúsum í Reykjanesbæ Páll Ketilsson pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is Njörvi er öflug undirstaða undir færanlegar öryggisgirðingar og sem árekstrarvörn. Hér má sjá Dverga notaða sem undirstöður undir girðingu. Umferðareyjur frá Íslandshúsum sem virka sem hraðatakmörkun. Dvergar undir sólpall. Sjósökkur á fráveitulögn. Dvergar afmarka bílastæði á Ásbrú í Reykjanesbæ. Feðgarnir Brynjar Marinó t.v. og Óskar Ingi Húnfjörð á lager Íslandshúsa á Ásbrú. Þar eru 700–800 tonn af ýmiskonar lausnum. Dvergurinn TEITUR Dvergurinn ÁLFUR 12 // vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.