Fréttablaðið - 20.01.2023, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 20.01.2023, Blaðsíða 2
Við verðum að styðja við mótmæli gegn stríðinu sem eru að eiga sér stað í Rúss- landi og það andóf sem er gegn stríðinu þar. Guttormur Þorsteinsson, formaður Sam- taka hernaðar- andstæðinga Ferðaþjónustan stillir saman strengi Alls kynnti 231 fyrirtæki starfsemi sína á Mannamótum, árlegri ferðakaupstefnu þar sem landsbyggðafyrirtæki í ferðaþjónustu kynna þjónustu sína fyrir ferðaþjónustuaðilum á höfuðborgarsvæðinu. Á dögunum kynnti Ferðamálastofu spá fyrir næstu ár þar sem því var spáð að rúmlega þrjár milljónir ferða- manna kæmu til landsins árið 2025 og því nóg af verkefnum fram undan við að sýna sparihliðar Íslands. Fréttablaðið/Valli - einfaldara getur það ekki verið! Reiknað er með fjölmenni á mótmæli gegn hernaðinum í Úkraínu við sendiráð Rússa á morgun. Einn skipuleggjenda segir að taka muni áratugi fyrir löndin tvö að jafna sig. benediktarnar@frettabladid.is Úkraína „Þetta er harmleikur tveggja landa. Það mun taka ára- tugi að jafna sig á þessu,“ segir Andrei Menshenin, skipuleggjandi mótmælanna Russians against the war, sem fara fram klukkan tvö á morgun, laugardag, fyrir utan rúss- neska sendiráðið í Reykjavík. Búist er við fjölmenni á mótmæl- unum. Maria Alyokhina, meðlimur rúss neska and ófs list ahópsins Pussy Riot, verður meðal ræðumanna. Mótmælin eru skipulögð af Íslandsdeild Russians against the war. Hópurinn hefur staðið fyrir fjölmörgum mótmælum við rúss- neska sendiráðið. Andrei vonast eftir að mótmælin verði fjölmenn af fólki af öllum þjóðernum sem er á móti innrás Rússa í Úkraínu. „Ég finn fyrir mikilli sorg vegna stríðsins,“ segir Andrei. „Þetta stríð er harmleikur tveggja landa. Þetta er harmleikur fyrir Úkraínu, þar sem fjöldi fólks hefur tapað lífi sínu eða öllu sem það átti. En þetta er einnig harmleikur fyrir Rússland. Efnahagurinn er í rúst og framtíð landsins er í algerri óvissu,“ segir Andrei. Hann bætir við að hundruð þúsunda Rússa hafi þurft að f lýja landið í leit að betra lífi. Andrei segir að hann óttist um líf skyldmenna sinna og vina í Rúss- landi. Hann reynir að vera í dag- legum samskiptum við fólkið sitt, en að hans sögn er öryggi þess og mannréttindum ógnað daglega. „Þetta eru mikil vonbrigði. Í upp- hafi innrásarinnar héldum við að þessu yrði lokið f ljótlega og að samið yrði um frið. En núna sjáum Líka harmleikur fyrir Rússa Á laugardag mun hópurinn Russians against the war standa fyrir mótmælum gegn innrásinni í Úkraínu við rússneska sendiráðið. Mynd/aðsend við að það er of seint og að skaðinn er skeður,“ segir Andrei. Hann telur að það muni taka marga áratugi fyrir löndin að jafna sig á þessu stríði. Andrei segir að Rússland sé fjöl- mennt land og þó að margir Rússar styðji Pútín og innrásina, þá sé einn- ig stór hluti Rússa sem vilji ekkert með stríðið hafa. „Þarna er venjulegt fólk sem vill lifa venjulegu lífi,“ segir Andrei. Guttormur Þorsteinsson, for- maður Samtaka hernaðarandstæð- inga, verður einnig á mótmælunum. Guttormur segir það mikilvægt að styðja við mótmæli Rússa sem gagnrýna Pútín og innrásina í Úkraínu. Að sögn Guttorms er augljóst að það kraumi óánægja með stríðið í Rússlandi, en þúsundir hafa f lúið landið, meðal annars til að forðast herskyldu. „Við verðum að styðja við mót- mæli gegn stríðinu sem eru að eiga sér stað í Rússlandi og það andóf sem er gegn stríðinu þar,“ segir Gutt- ormur. n gar@frettabladid.is reykjavíkurborg „Vilníus mun án efa geta fagnað afmæli sínu með glæsibrag þótt borgarstjóri Reykja- víkur sé ekki mættur á staðinn í eigin persónu,“ segir Kolbrún Bald- ursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Kolbrún gagnrýndi í borgarráði í gær að Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri ætlar með aðstoðarmanni sínum til Vilníus í Litáen þar sem fagna á 700 ára afmæli borgarinnar í næstu viku. „Svona ferð er alveg álitamál í ljósi slæmrar fjárhagsstöðu borgar- innar,“ bókaði Kolbrún í borgarráði í gær. Í greinargerð borgarstjóra vegna ferðarinnar segir að borist hafi ósk um að hann myndi taka þátt í alþjóðlegri ráðstefnu þar sem borgarstjórar í Evrópu og víðar deili „árangri af athyglisverðum verk- efnum, sem aðrar borgir geta lært af“, eins og það er orðað. „Borgarstjóri heimsótti Vilnius, Riga og Tallinn í mars á síðasta ári til að sýna táknrænan stuðning við borgirnar í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu,“ segir borgarstjórinn í bréfi sínu. n Litáar geti fagnað án aðstoðar frá Degi Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins gar@frettabladid.is veður Reykjavíkurborg hefur undanfarna daga f lutt gríðarlega mikið af snjó í Elliðaárvog. Snjónum er mokað af götum Reykjavíkur í fjölda bíla sem flytja hann þangað. „Þetta er umfangsmikið verk sem hefur gengið ágætlega,“ segir Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofu- stjóri reksturs og umhirðu borgar- landsins, sem telur að bílarnir séu tuttugu til þrjátíu talsins. „Þetta er gríðarlegt magn af snjó,“ segir Hjalti. Í dag er búist við miklum hlýind- um og úrkomu og gert er ráð fyrir asahláku. Tryggingafélög hafa því varað viðskiptavini sína við því að mikil hætta sé á vatnstjóni og mikil- vægt að gera viðeigandi ráðstafanir. Eru þeir hvattir til að hreinsa snjó, klaka og önnur óhreinindi frá nið- urföllum við hús sín. Bent er á að tryggingar bæta ekki vatnstjón sem verður vegna utan- aðkomandi vatns frá svölum, þak- rennum eða frárennslisleiðum. n Mikið magn af snjó flutt á brott Snjóflutningar í Reykjavík í gær. 2 FRéttiR FRÉTTABLAÐIÐ 20. jAnúAR 2023 FÖStUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.