Fréttablaðið - 20.01.2023, Síða 4

Fréttablaðið - 20.01.2023, Síða 4
Búist hafði verið við að Hildur yrði tilnefnd. Neytendur verða að vera spenntir og sækja í svona fæðu. Arnar Þór Skúla- son, matvæla- fræðingur hjá HÍ Samkvæmt nýrri alþjóðlegri rannsókn hefur Ísland getu til að búa til lífmassa fyrir tug- milljónir manna. Áskorunin er að gera neytendur spennta fyrir að borða blágrænar bakteríur. kristinnhaukur@frettabladid.is matvæli Ísland hefur getuna til að sjá 40 milljón manns fyrir próteini samkvæmt nýrri rannsókn erlendra og íslenskra vísindamanna. Líf- massa má rækta á öruggan og vist- vænan hátt en áskorunin er að fá neytendur til að velja fæðuna. „Ég trúi því að við gætum orðið matarkista Evrópu ef við veljum það,“ segir Arnar Þór Skúlason, mat- vælafræðingur hjá Háskóla Íslands, og annar tveggja íslenskra vísinda- manna sem komu að rannsókninni. Hinn er Margrét Geirsdóttir, verk- efnastjóri hjá Matís, en sá sem leiddi rannsóknina er Asaf Tzachor hjá Reichman-háskólanum í Tel Avív í Ísrael. Lífmassi getur verið af ýmsum toga en þessi rannsókn fjallaði um framleiðslu spírúlínu, blágrænnar bakteríu, sem Arnar segir mjög holla og vera stundum titlaða ofur- fæða. Orkunotkun er takmarkandi þáttur í framleiðslunni og þess vegna var Ísland vettvangurinn. Tölurnar úr rannsókninni eru ekki úr lausu lofti gripnar heldur rauntöl- ur frá bæði Orkustofnun og VAXA Techn ologies sem framleiðir spí- rúlínu í verksmiðju við hlið Hellis- heiðarvirkjunar. Samkvæmt rannsókninni gæti Ísland aflað nógu mikils próteins fyrir 40 milljón manns og jafnað út 700 milljónir tonna af kolefnisút- blæstri. Arnar segir þessi kerfi nota miklu minna vatn en hefðbundna ræktun og miklu minna landsvæði. Það sé þó kostur við Ísland að hér er nægt vatn og land, fyrir utan hina sjálf bæru orku. „Við eigum mikið land sem ekki er hægt að rækta. Við getum alveg eins verið þar með lok- aðar verksmiðjur,“ segir hann. Fæðuöryggi er stórt mál í umræð- unni þessi misserin, einkum í ljósi loftslagsbreytinga. Spurður um framtíðina og hvernig jarðarbúar ætli að fæða sig segir Arnar að líf- massi sé ekki eina lausnin, en vissulega hluti af henni. „Evrópa er ekki sjálf bær um prótein,“ segir Arnar og bendir á að þó að Evr- ópa geti framleitt kjöt þá sé fóðrið fyrir skepnurnar innflutt, aðallega í formi sojabauna. „Boltinn er byrjaður að rúlla,“ segir Arnar. „Stærsta verkefnið er hugarfar neytenda. Neytendur verða að vera spenntir og sækja í svona fæðu. Ef það gerist eru meiri líkur á fjárfestingum í framleiðsl- unni.“ Orkufyrirtæki eru líka líklegri til að vilja fara í samstarf við fyrir- tæki sem eru í hröðum vexti. Hér á Íslandi er hægt að framleiða hágæða lífmassa innanhúss með mikilli stjórnun. Erlendis er fram- leiðslan oft utandyra en þá er alltaf hætta á að aðrir þörungar komist í ræktunina sem geta myndað eitur- efni. n Ísland getur séð milljónum fyrir mat Lífmassi er vistvæn og holl fæða en áskorunin er að gera neytendur spennta. Fréttablaðið/Getty kristinnhaukur@frettabladid.is menning Tónskáldið Hildu r Guðnadóttir hlaut ekki tilnefningu til bresku BAFTA-kvikmyndaverð- launanna. Búist var við að Hildur fengi tilnefningu fyrir að minnsta kosti aðra kvikmyndina sem hún komst á svokallaðan langlista með, það er Women Talking og Tár. Hildur vann BAFTA-verðlaunin árið 2020 fyrir tónlistina í Joker. Áður fékk hún Óskarsverðlaun fyrir þá mynd. Möguleikar hennar á að vinna Óskarinn hafa minnkað mikið, bæði vegna þess að hún hlaut hvorki BAFTA-tilnefningu né verð- laun á Golden Globes. n Ekki tilnefnd til BAFTA og líkur á Óskarnum minni Gærdagurinn var súr fyrir HIldi. Fréttablaðið/Getty Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Nánari upplýsingar um blaðið veitir: Jóhann Waage Markaðsfulltúi Fréttablaðsins Sími 550-5656/ waage@torg.is Fimmtudaginn 26. janúar gefur Fréttablaðið út sérblað um: FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt auk blað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Eitt stærsta blað og vinsælasta sérblað ársins kemur nú út 7 árið í röð. Frábært blað til að kynna konur í öllum stöðum í ykkar fyrirtæki. Því fyrr því betra með að ná inn í blaðið og fá fína staðsetningu. Konur í Atvinnulífinu helenaros@frettabladid.is dómsmál Aðalmeðferð í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær- morgun. Fulltrúar helstu fjölmiðla landsins voru samankomnir í dóm- sal til að fylgjast með málinu en í gær gáfu sakborningarnir fjórir í málinu skýrslur. Þeir eru ákærðir fyrir innflutning á tæpum hundrað kílóum af kókaíni auk peninga- þvættis upp á samtals 63 milljónir króna. Mennirnir voru handtek nir 5.  ágúst í fyrra en þeir neituðu allir ýmist sök eða neituðu að taka afstöðu til málsins við þingfestingu þess í nóvember síðastliðnum. Fjórmenningarnir, Páll Jónsson, Birgir Halldórsson, Jóhannes Páll Durr og Daði Björnsson, mættu í héraðsdóm í fylgd lögreglumanna ásamt verjendum sínum. Allir huldu þeir andlit sitt á meðan fjöl- miðlar mynduðu innkomu þeirra í dómsalinn. Tveir með stílabókum, þriðji með grímu og sólgleraugum og sá fjórði með buffi og sólgler- augum. Við upphaf málsins tjáði dómari fulltrúum fjölmiðlanna að ekki væri leyfilegt að fjalla um skýrslu- tökur í fjölmiðlum fyrr en öllum skýrslutökum málsins yrði lokið. Á mánudaginn mun aðalmeðferð málsins halda áfram en þá munu meðal annars lögreglumenn gefa skýrslu. Þá kemur í ljós hvenær áætlað er að aðalmeðferð í málinu ljúki og hvenær verður hægt að greina frá því. n Bannað að fjalla um skýrslutökur í kókaínmáli Í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fréttablaðið/ernir kristinnhaukur@frettabladid.is sjávarútvegur Félagið Kaldara hefur samið við ríkisstjórn Kenía um að nútímavæða og byggja upp sjávarútveginn. Kaupa á skip og útbúnað til þess að stunda veiðar langt úti á hafi. Einnig verða byggð- ar upp fiskvinnslur og geymslur í fimm sýslum við Indlandshafið. Mun Kenía nýta innan við 8 prósent af fiskveiðigetu landsins. Á fundi í höfuðborginni Naíróbí sagði Guðmundur Þór Þormóðs- son, stjórnarformaður Kaldara og stofnandi Sæplasts, að smábátasjó- menn glötuðu 30 prósentum aflans. Góð kæling og geymsla gæti stöðvað þetta. n Aðstoða Kenía við sjávarútveg 4 FréTTir FRÉTTABLAÐIÐ 20. jAnúAR 2023 FÖSTUDAGUr

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.