Fréttablaðið - 20.01.2023, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 20.01.2023, Blaðsíða 32
frettabladid.is 550 5000 RitstjóRn ritstjorn@frettabladid.is AuglýsingAdeild auglysingar@frettabladid.is PRentun & dReifing Torg ehf. 2022 - 2025 Jóhönnu Vigdísar Guðmundsdóttur bakþankar | T Ö G G U R Ný og öflug fasteignaleit Finndu réttu eignina fyrir þig á frettabladid.is Konur þurfa bara að vera duglegri að gefa færi á sér í stjórnendastöður og grípa tækifærin. Þá náum við jafnrétti. Eða hvað? Sumir halda því fram að á bak við konu í leiðtogahlutverki sé það raunverulega karl sem er við stjórn- völinn. Nærtækt dæmi er af far- sælum forsætisráðherra, sem hefur verið sökuð um að leyfa karlkyns samráðherra að vera í hinu raun- verulega bílstjórasæti ríkisstjórnar- rútunnar. Voru Geir Haarde, Bjarni Ben. og Sigurður Ingi þá ekki við stýrið í forsætisráðuneytinu? Aðrir kyngerva kvenkyns stjórn- endur og taka þannig fókusinn af því sem þær hafa fram að færa. Nýlegt dæmi er að finna undir fyrirsögninni „Ótímabært sáðlát“, þar sem formaður stjórnmála- flokks er sögð hafa toppað of snemma. Hefði Logi Már Einarsson fengið sömu fyrirsögn? Svo er hægt að segja að hún sé bara „erfið kona“. Eitraður stimpill sem dregur úr vægi alls sem hún hefur fram að færa. Týndust afrek Reynis Lyngdal og Baltasars Kor- máks kannski undir fyrirsögnum af „erfiðum körlum“? Gleymum ekki tímalausri klass- ík, að draga úr vægi þess sem þær hugsa og segja með því að gagnrýna útlitið. Vinsæll þáttastjórnandi sem gaf konum vettvang til að tjá sig um ofbeldi, er sett fram í líki tröll- skessu á fjölskylduskemmtun. Það bætist við hótanir um ofbeldi. Var tröllkarlalíkneski af Gulla Helga nokkuð dregið í kringum bálköst á þrettándabrennu? Allir ofantaldir karlar eru klárir og sniðugir – og ættu aldrei svona meðferð skilið. Gefum konum líka pláss til að vera klárar og sniðugar. Hægt er að gera betur. n Konur þurfa bara

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.