Fréttablaðið - 31.01.2023, Side 28

Fréttablaðið - 31.01.2023, Side 28
Fólk er að prófa alls konar hluti og oft fer einhver vitleysa í gang. Fríða Rún Við höfum ekki tekið þátt í neinum tísku- bylgjum í fæðubótar- efnum og þess háttar. Tómas Hilmar Hjónin Fríða Rún Þog Tómas Hilmar hafa rekið vefinn Heilsutorg. is réttum megin við núllið í tíu ár. Úthaldið þakka þau ekki síst því að þau hafa alltaf látið tísku- sveiflur eiga sig og lagt áherslu á öfgalausar og áreiðanlegar upplýsingar hvort sem um er að ræða fréttir, greinar eða auglýsingar sem þar birtast. toti@frettabladid.is „Við birtum eingöngu upplýsingar sem fylgja lýðheilsusjónarmiðum og styðjumst við háskólasamfélagið þannig að þarna eru engar skyndi- lausnir og eingöngu öfgalausar fréttir og upplýsingar,“ segir Tómas Hilmar Ragnarz sem er búinn að reka heilsuvefinn Heilsutorg.is í tíu ár ásamt íþróttanæringarfræð- ingnum, næringarráðgjafanum, hlauparanum og ritstjóranum Fríðu Rún Þórðardóttur. „Fríða er búin að vera ritstjóri vefsins öll þessi ár, hefur byggt á bæði yfirgripsmikilli þekkingu sinni og reynslu sem næringarfræð- ingur og afreksíþróttakona í hlaupi og er að miðla efni sem virkilega gagnast fólki,“ heldur Tómas áfram. „Þetta er fjölsóttasti vefur lands- ins í heilsu og lífsstíl sem í það minnsta 6.000 manns fara inn á daglega og fylgjendum á samfélags- miðlum fer stöðugt fjölgandi en þeir eru nú um 25.000.“ Bók breyttist í vef Fríða Rún segir að hugmyndin að vefnum hafi í raun sprottið upp úr bók sem hún ætlaði sér að skrifa með vinkonu sinni fyrir löngu síðan. „Bókin átti að heita árið um kring og við ætluðum að árstíða- skipta henni með uppskriftum, til- lögum að hreyfingu og flétta nátt- úruna svolítið saman við þetta og vera með alls konar skemmtilegt um næringu og fleira.“ Fríða Rún segir að sér hafi fundist þetta ofboðslega falleg hugmynd en niðurstaðan hafi á endanum orðið sú að vefur hentaði víðfeðmum við- fangsefnum hennar betur. „Bækur ganga náttúrlega úr sér en þarna geturðu uppfært, lagað og endurbirt þegar við á,“ segir Fríða Rún og bendir á þann augljósa kost að með tíð og tíma verði vefur sem þessi að heilmiklum gagnagrunni. Þannig birti hún stundum greinar sem hún er fengin til þess að skrifa fyrir aðra miðla og nefnir í því Heilsutorg í tíu ár án skyndilausna Annálað úthald Fríðu Rúnar á hlaupabrautinni er engu minna á Heilsutorginu þar sem hún er búin að vera á fleygiferð í áratug og á nóg inni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Æfingar og hlaup á nýju ári Hvað þarf að hafa í huga þegar fólk byrjar að stunda æfingar og hlaup á nýju ári? Mikilvægt er að setja sér ekki of háleit markmið. Betra er að halda út í langan tíma í stað þess að byrja með látum og gefast strax upp. Þess vegna er best að byrja æfingar 2 sinnum í viku og eftir nokkrar vikur bætir maður einni æfingu við og svo framvegis. Líkaminn þarf aðlögun að þjálfun þannig að með því að gefa honum tækifæri á að aðlagast nýrri hreyfingu og eða meira álagi í þjálfuninni er betra að byrja rólega. Hvað er fasta? Það kallast fasta þegar mann- eskja neytir ekki matar í lengri eða skemmri tíma. Þannig að í grunninn ganga allar föstur út á að takmarka inntöku hita- eininga. Það fer svo eftir lengd föstunnar hver áhrifin eru á mannslíkamann. Talið er að líkaminn sé kominn í föstuástand 8 klukku- stundum frá því að síðustu máltíðar var neytt. Það segir sig sjálft að ef við fækkum hitaeiningum sem við setjum inn í líkama okkar hefur það áhrif á þyngdina en það er ýmislegt annað sem gerist í líkamanum þegar við föstum, bæði jákvætt og neikvætt. sambandi SÍBS-blaðið og Tímarit Astma- og ofnæmisfélags Íslands. „Þá er maður líka að halda efninu sínu lifandi og getur haldið utan um alls konar hluti sem maður hefur sankað að sér.“ Bendir Fríða Rún á að þau fái sérfræðinga á ýmsum sviðum til að skrifa greinar fyrir Heilsutorg sem einnig safnast í þennan sarp. Horft til landlæknis „Síðan er auðvitað mikilvægt að vera með eins nýlegar upplýsingar og mögulegt er þannig að við þurf- um að fylgjast vel með því hvað er í gangi og horfum þá til Embættis landlæknis og höfum það sem þau eru að ráðleggja hverju sinni svolítið að leiðarljósi. Fólk er að prófa alls konar hluti og oft fer einhver vitleysa í gang og þá þarf að reyna að vinda svolítið ofan af því. Það skiptir líka miklu máli og þá er svo mikilvægt að styðjast við nýjustu upplýsingar,“ segir Fríða Rún og bendir á að vitaskuld sé margt að varast. Engar skyndilausnir „Við erum stærst á þessum markaði og viljum vera leiðandi og stílum Ekki gleyma D-vítamíninu Í skammdeginu er mikilvægt að muna eftir D-vítamíninu sem er mikilvægt fyrir vöxt og líkamlegan þroska barna, ekki eingöngu til að bæta bein- heilsu heldur einnig vegna áhrifa þess á aðra starfsemi líkamans, til dæmis ónæmis- kerfið. Við hvetjum fólk til að taka D-víta- mín á hverjum degi. bara inn á hágæða upplýsingar í alla staði en að sjálfsögðu erum við með léttmeti og góðar ráðleggingar í bland,“ segir Tómas og bætir við að þetta eigi jafnt við efni sem aug- lýsingar. „Allt efnið er lýðheilsutengt þannig að við birtum ekki efni, aug- lýsingar eða kynnum vörur sem eru eitthvert húmbúkk. Vefurinn hefur verið rekinn réttum megin við núllið í öll þessi ár og er sjálfstæður miðill og engum háður. Við höfum ekki tekið þátt í nein- um tískubylgjum í fæðubótarefnum og þess háttar og leitumst alltaf við að miðla efni sem gagnast fólki og erum ekki í skyndilausnum. Bara heilbrigt efni úr öllum áttum.“ n toti@frettabladid.is Seint koma sumir en koma þó. Á Moggabloggið, það er að segja. Alþingismaðurinn fyrrverandi Ólafur Ísleifsson haslaði sér þar völl á miðvikudaginn gagngert til þess að bregðast við skrifum Björns Bjarnasonar, fyrrverandi ráðherra, um grein sem Ólafur hafði birt dag- inn áður í einmitt Morgunblaðinu. „Björn Bjarnason svarar Morgun- blaðsgrein minni í gær á bloggsíðu sinni í dag. Af þessu tilefni opnaði ég bloggsíðu hjá Mogganum þar sem ég birti andsvar sem ég læt fylgja hér að neðan,“ skrifaði Ólafur á Facebook þegar hann fylgdi nýrri bloggsíðu sinni, olafurisl.blog.is, úr hlaði á miðvikudaginn. „Ég þurfti að bregðast við bloggi Björns og þetta form sýndist hent- ugt í því skyni,“ segir Ólafur og bætir aðspurður við að viðbrögðin við þessu útspili hans hafi verið með ágætum. Fyrsta, og enn sem komið er eina bloggfærsla Ólafs ber yfirskriftina Viðbrögð við svari Björns Bjarna- sonar vegna þriðja orkupakkans. Þótt athugasemd Björns á síðu sinni hafi farið fyrir brjóstið á Ólafi tekur hann þó fram, áður en hann svarar Birni fullumhálsi, að á Björn.is „ber margt gott fyrir augu.“ Ólafur hefur sjálfsagt ekki sagt sitt síðasta á þessum nýja vettvangi enda með ýmis mál sem hann vilji gjarnan fjalla um. „Og trúi að þetta stutta og frjálslega form sem bloggið er nýtist vel fyrir sumt af því. Lengra mál er gott að fá birt í Mogganum.“ Frumherji fagnar nýliðun „Já, það er fagnaðarefni að þriðji orkupakkinn og umræður um hann urðu til þess að Ólafur Ísleifsson bættist í hóp okkara bloggaranna,“ svarar Björn þegar hann er spurður hvort ábyrgð hans megi ekki teljast mikil með því að hafa ýtt Ólafi út á bloggvöllinn. „Að blogg á bjorn.is skuli hafa kveikt áhuga hans á þessari sam- skiptaleið er þeim mun ánægju- legra vegna þess að einmitt nú um mánaðamótin janúar/febrúar 2023 eru 28 ár frá því að bjorn.is fór í loftið,“ heldur Björn áfram en eins og árafjöldinn ber með sér var hann meðal þeirra fyrstu sem byrjuðu að blogga af alvöru hér á landi. „Innkoma Ólafs er til marks um að áhrif síðunnar halda og eru enn mikil og vaxandi.“ n Ólafur velkominn í hóp bloggara Björn Bjarnason fagnar um þessar mundir 28 ára bloggafmæli. Ólafur byrjaði að blogga til þess að svara Birni Bjarnasyni sem er með áratuga forskot á þeim vettvangi. 24 LÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 31. JANÚAR 2023 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.