Rökkur - 01.04.1949, Síða 9
R Ö K K U R
9
búið mátti eigi standa. Hann
fann, að England átt þessum
syni sínum mikið að þakka
og skipaði hann til þess að
. sjá um alla mynt Bretlands.
Tók Newton við þessu nýja
starfi og gekk að því með
oddi og egg að koma þessum
málum i viðunandi horf. -—
Launin voru geipihá, eða
7000 sterlingspund á ári.
Árið 1703 féll honum eun
meiri heiður í skaut er hann
var kjörinn forseti vísinda-
félagsins. — I þann sess var
liann endurkjörinn árlega i
tuttugu og fimm ár.
Newton var nú virtur af
öllum. Hann hjó í stórhýsi i
London og hafði um sig
fjölda þjóna. Vísindamenn
og skáld sóttu liann heim og'
leituðust við að sýna honum
heiður, en ávallt var Newton
jafn hæverskur.
Vísindin voru í hans aug-
um meira virði en frægð, og
sleitulaust vann hann að vís-
indastörfum til dauðadags
árið 1727.
Menn af hæstu stigum báru
kistu lians til grafar i West-
minster Ahbey, þar sem hon.
um var reistur mikilfeng-
legur minnisvarði. Þar hvíla
bein Newtons meðal beina
annarra stórmenna Breta.
En skoðun Newtons sjálfs
á sjálfum sér og lífsstarfi
sinu var mun hæverskari og
ef til vill sannari
í banalegu sinni mælti
hann þessi orð: „Eg veit ekki
livaða augum heimurinn
kann að líta mig, en í augum
sjálfs mín virðist mér eg
liafa verið eins og drengur,
sem leikur sér á sjávar-
ströndinni, og finnur við og
við sléttari steina og fallegri
skel en g-erist og gengur, á
meðan liið mikla úthaf sann-
leikans lá ókannað við fætur
mér.“
Enginn hroki, aðeins kyrr.
lát liæverska, þögul burtför
i gegnum hina dökku slæðu,
yfir í land ljóssins, þar sem
hann fremur öðrum átti
verðugan bústað.
Eins og stendur eru 55 lönd
í heiminum, sem útvarpa á
stuttbylgjum, og er samanlagö-
ur senditími þeirra 4275 klukku.
timar á viku. Hæst af þessum
löndum er England. Útvarpar
þaö á 46 tungumálum 708
klukkutíma á viku, og eru
stundum 12 dagsskrárliöir í
gangi í einu.