Rökkur - 01.04.1949, Side 11

Rökkur - 01.04.1949, Side 11
R Ö Iv K U R 11 Reykingar hafa ein- göngu skaðleg áhrif. Eflir Harry J. Johnson, lækni í New York. Örlögum þeirra, er reykja, hefir oft verið lýst á hinn hræðilegasta hátt, og ýms dæmi hafa verið tilfærð um áhrif tóbakseitursins. „Ef tveir dropar af nikot- ini komast á hunds- eða katt- artungu, eru kvikindin dauð- ans matur“. „I einum sak- leysislegum vindli er nægi- legt eitur til þess að gera út af við tvo fíleflda karl- menn.“ Þessar fullyrðingar geta verið sannar, en reykinga- menn geta bent á f jölda sam- borgara sinna, sem bafa hver um sig reykt þúsundir vindla eða bafa fengið í sig nægi- legt nikotin -til þess að strá- drepa alla fjárhunda og kelturakka landsins og menn þessir virðast þó lifa við beztu heilsu, eða hafa látizt í bárri elli. Ef tóbaksreykingar væru ekki til tjóns, væri engin á- stæða til þess að letja menn reykinga, en gallinn er sá, að þær eru óhollar. Hinir svokölluðu kostir, eða réttlæting reykinga, eru algerlega sálræns eðlis. Þægi- leg ábrif, auðfengin hressing og skyldlciki þeirra við van- ann valda því, hve margir af þeim, sem byrja að reykja Iialda áfram. Áhrifin á blóðrásina. Alvarlegustu áhrif reyk- inga eru líklega áhrif þeirra á hlóðrásina. Flestir reyk- ingamenn kannast við þessa undarlegu tilfinningu, ekki óskilda svima, þegar þeir reykja fyrsta vindlinginn að morgni, sérstaklega ef reykt er á fastandi maga og reykn- um er andað djúpt að sér. Þessi tilfinning orsakast að öllum líkindum af minnk- andi blóðrás til heilans. Reyk- ingar valda vöðvasamdrætti í veggjum slagæðanna, en þar af lciðir að blóðrásin

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.