Rökkur - 01.04.1949, Side 24
24
RÖKKLIii
Hann áhjktar því, að vetrar-
brautir þróist frá gormlögun
til hnattlögunar, en ekki hið
gagnstæða.
JAFNRÉTTl KVENNA í
KAU PGJALDSMÁ LUM
LÝST ÓHEILBRIGT AF
BREZKRI NEFND.
Lonclon (UP) — Konung-
leg nefnd hefir í 100.000 orða
skgrslu skrifað „seinasta
kaflanrí' i deilunni um jafn-
rétti kvenna við karla i
kaupgjaldsmálum í Bret-
landi. Dómur hennar var'-
„Konur eru alls ekki þess
virði, að þeim sé greitt jafn-
hátt kaup og karlmönnum.“
Hin konunglega nefnd, sem
samanstendur af fimm körl-
um og fjórum konum, setti
fram kjarna þessa álits í 220
bl.s bæklingi, sem segir stutt-
lega frá tveggja ára starfi
nefndarinnar.
Meirihluti nefndarinnar
var á móti jöfnu kaupi að-
allega vegna þess, að um
mjög fá störf er að ræða, þar
sem jafn mikil vinna er unn-
in af bæði körlum og konum.
í greinargerð um möguleg-
ar afleiðingar þess að koma
á jöfnu káupi, heldur nefnd-
in því fram, að karlmenn
eigi betra með að aðlaga sig
og séu fjölhæfari en konur„
að þeir séu úrræðabetri, þeg-
ar óvænt atvik ber að hönd-
um og eigi þess vegna heimt-
ingu á hærra kaupi.
Vinnuveitendafélag Bret-
lands heldur því fram, að
„þar sem konur eru látnar
vinna sama verk og karl-
menn verði afköstin
venjulega minni en karl-
mannanna, en það leiðir aft-
ur af sér, að fjölga þarf
verkamönnum, sem afkasta
eiga ákveðnu magni af fram-
leiðslunni og það eykur
framleiðslukostnaðinn af
sjálfu sér.“
Nefndin byggði afstöðu
gegn jöfnu kaupi á þessum
aðalástæðum:
1. Sá ójöfnuður kaup-
gjalds, er ná ríkir í lægri
launaflokkum, er að miklu
leyti réttlátur, vegna hinna
misjöfnu afkasta.
2. Jöfnuður kaupgjalds
mundi að lokum leiða til al-
mennrar lækkunar á kaup-
gjaldsmælikvarða bæði
karla og kvenna.
3. Fjölskyldufáðirinn
yrði tiltölulega verst launaði
meðlimur þjóðfélagsins.
Þær sannanir, sem lagðar
voru fyrir nefndina og mæltu
með jöfnuði í kaupgjalds-
málum, voru, að styrjöldin