Rökkur - 01.04.1949, Síða 28
28
RÖKKUH
svíra þess og bógum. Mann-
fjöldinn æpir násiöfum. En
hámarki er ekki náð enn.
Conchita fer út enn á ný
og aðstoðarmennirnir egna
nautið. — Áhorfendur eru
hljóSir. — Allt er i óvissu og
eftirvænting. — Þá kemur
Conchita aftur, aðstoðarmað-
ur hleypur til og losar spor-
ana af fótum hennar. Hún
gengur nú fram á sviðið og
heldur á rauðri skikkju ht-
illi og löngu sverði. Mann-
fjöldinn er agndofa. Nú þarf
nautabaninn að vera hárviss
í hreyfingum, lipur eins og
Pavlova og öruggur á taug-
um.
Augnablikið er komið. —
Conchita ögrar nautinu,
tej'gii’ það til sín — og á einu
augnabliki leggur hún sverð-
inu óskeikult niður í svírann
á nautinu og fylgir laginu
eftir ofan í hjartað. Hér er
engin undankoma ef eitthvað
skeikar.
Múgurinn ærist. En Con-
chita hneigir sig kuldalega.
— Hún ekur svo heim á gisti-
húsið, þar sem liún býr, býst
um í óbrotinn skraddara-
saumaðan götuklæðnað, og
gengur niður í samkomusal
gistihússins og fær sér sæti.
-— Salurinn fyllist jafnskjótt
af fóíki því að Conchita er af-
skaplega vinsæl. — Þegar
hún ekur til nauta-ats, safn-
ast þúsundir manna á göt-
urnar til þess að sjá hana, en
hún tekur lýðhylli sinni með
mestu ró.
Hún hefir oft meiðzt. —
Einu sinni rak naut hornið í
bak henni — en aðstoðar-
mennirnir gátu þó ginnt það
á burt, og hún tók þátt í öðru
nauta-a ti 2 vikum síðar. Öðru
sinni kastaðist hún af baki
og fótbrotnaði. En hún lætur
þetta ekki á sig fá. „Hvaö
gerir það?“ segir hún. „Þetta
fylgir starfinu.“
Conchita er fædd í Chile,
en átti heima í Peru i 15 ár
í fyrstu æsku og telur Peru
föðurland sitt. Faðir hennar
er af spænskum ættum en
móðir amerísk.
RÖKKUR
kom ekki út ’48, vegna papp-
írsskorts, en áskrifendur
ritsins fengu í þess stað sög-
una „Reynt að gleyma“. — •
Vinsamlegast sendið áskrift-
argjaldið fyrir 1949 (10 kr.)
Gegn póstkröfu kostar ritið
12 kr.