Rökkur - 01.04.1949, Page 34

Rökkur - 01.04.1949, Page 34
M R O K K U R 1 Luigi Durand de la Penne var fæddur í Genúa 1914. Frá barnæsku hafði hann ást á sjónum og lærði að synda af sjálfsdáðum i höfninni í Genúa. Syndur sem selur — háll sem áll5 var um hann sagt. En er drengur þessi var fullorðinn var hann hár mað- ur vexti, full sex fet, þrekinn, snarlegur, ljós á hár, fransk- ur 1 föðurætt. Þegar heims- styrjöldin síðari braúst út var hann farinn að ná sér á strik og lcomast til nokkurra metorða í ítalska flotanum. Hann var. vinsíéll meðal fé- laga sinna, hafði kvænst konu frá Genúa og áttu þau lítinn son. De la Penne þótti maður jafnlundaður og viðmóts- góður. Skömmu eftir að styrjöldin braust út gerðist hann sjálf- boðaliði i 10. M. A. S. deild- inni, sem hafði hraðbáta og dvergkafbáta til umráða, en hlutverk hennar var að leita inn í liafnir til þess að granda skipum óvinanna. Kölluðu ekki allt ömmu sína. í þessum deildum voru karlar, sem létu sér ekki allt fjrir brjósti brenna. Þeir létu skjóta sér í „tundurskeyt- um“ að markinu, eða þeir syntu ineð sprengiefni með- ferðis og komu því fyrir ut- an á skipinu, sem granda átti. í heimsstyrjöldinni fyrri grönduðu þessar árásarsveitir austurrískum orustuskipum, samtals 17.000 lestir, .með þvi að beita slíkum árásar- aðferðum. Það kom sjaldan fyrir, að hinn aldni floti Austurríkis hætti sér úr höfn, lieldur lá hann í lægi, sem örugt var talið, við Dal- matiueyjar. Og þvi var ekki um annað að ræða en koma flotanum fyrir kattarnef þar sem hann var — og það gerðu fyrirrennarar De la Pennes. Þessar árásarsveitir voru kallaðar M.A.S. (mot- orscafi anti-sommergibili, —hraðbátar til að granda kafbátum), en það var Gabriel D’Annunzio, sem hlaut skáldfrægð mikla og hermannsorðstír, er gerði úr þessu einkunnarorðin Me- mento Audere Sempre (Mun- ið ávallt að hætta á allt). De la Penne tók ekki þátt í fyrstu árásum M.A.S.- piltanna í síðari lieimsstyrj- öldinni. Honum svall móður í brjósti, er hann frétti um á- rás þeirra á beitiskipið York þar sem það lá á Sudaflóa, Krit, í maí 1941. Og á því ári

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.