Rökkur - 01.04.1949, Page 40

Rökkur - 01.04.1949, Page 40
t 40 R Ö K K U R heppni. Annað ekki. Eg er búinn að ganga frá öllu. Við höfum sigrað.“ Pundin koma ekki að notum. De la Penne hefir orð á því, að gott sé að geta hald- ið kymi fyrir þarna og livíl- ast. — Aftur er brugðið á þá leitai-ljósi og að kalla þegar er hraðbát rennt að „bauj- unni“. 1 bátnum eru tveir menn, sem miða á þá vél- byssrnn. Þeir gefa sig þeim á vald, þvi að tilgangslaust er að veita mótspyrnu. Þeir hugsa um, að þeir muni ekki fá neitt tækifæri til þess að eyða pundsseðlunum, sem saumaðir eru í föt þeirra innanverð. En hvað um það. Þeir hafa framkvæmt það, sem þeim var falið að gera. Sprengiefninu var vel fyrir komið og brátt.......... Það er farið með þá félaga að orrustuskipi nokkru. Undir þiljum eru þeir færð- ir úr fötum. Liðsforingi spyr, hverjir þeir séu og þeir afhenda honum skírteini sín. Sjóliðsforinginn segir, að þeim hafi mistekist ætlunar- verk sitt. Hann um það, ef hami hyggur svo vera! Ekki dettur þeim í hug að fá hann ofan af þessu. Mínúturnar líða. Óðum líður að þeirri stund, er .... Ekki um ann- að að ræða en láta sér hvergi bregða, segja sem minnst, og allt mun að óskum ganga. Þannig hugsuðu þeir. Yfirheyrslur byrja. Þeim er skipað að fara í mótorbát og svo er farið með þá i skyndi í flotastöð- ina Ras-el-Tin. Það er farið fyrst inn með Bianchi. Þegar hann kemur aftur, gefur hann De la Penne merki um, að þeim hafi ekki tekizt að veiða neitt upp úr sér. Syfjulegur brezkur sjóliðs- foringi, er mælir á ítalska tungu, yfirheyrir De la Penne. Sjóliðsforinginn er argur í skapi yfir að verða að standa í þessu á þessum tíma nætur. Klukkan er 4. Kl. 6,15 er stundin mikla .... Sjóliðsforinginn spyr, hvar hann hafi komið f\TÍr sprengiefninu. Ekkert svar. Þá segir sjóliðsforinginn, að Bianchi hafi játað. De la Penne efast um að svo sé. Játar ekkert. Þá segir sjóliðs- foringinn, að þeir geti beitt þeim ráðum, er dugi, til þess að fá hann til þess að leysa frá skjóðimni Hann er fluttur út í orrustuskipið á nýjan

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.