Rökkur - 01.04.1949, Síða 41
41
R Ó K K U R
leik. Tvær stundir eru liðn-
ar. Fjórðungur stundar eftir.
I þetta skifti er hann
leiddur fyrir skipherrann á
Valiant (síðar varaflotafor-
ingja), Sir Charles Morgan.
Rekinn
undir þiljur.
Hann er mjúkmáll, en það
er þungi undiröldunnar í
í röddimii. Hann er á þilfari,
er komið er aftur með De
la Penne. Skipherrann spyr,
hvar hann hafi komið fyrir
sprengiefninu. De la Penne
neitar að skýra frá því,
„Gott og vel, farið með
hann undir þiljur".
Það er farið með hann í
geymsluklefa þar og það er
útskýrt greinilega fyrir hon-
um hvar í skipinu klefinn sé.
Og honum verður ljóst, að
hai.n á að vera í haldi heint
þar yfir, sem hann hafði
komið fyrir 600 pundum
sprengiefnis. Svo gefa Bret-
arnir honum dálitið af rommi
og lofa honum að vera ein-
um og hugsa málið í friði.
De la Penne heyrir, að á
þiljum uppi eru gefnar
stuttorðar fyrirskipanir, og
menn þjóta fram og aftur
um þilfarið. En hann veit, að
jafnvel þótt þeir fyndu
sprengiefnið, gætu þeir ekki
f jarlægt það, án þess að skip-
ið spryngi i loft upp.
Þeir hafa látið hann halda
úrinu sínu. Kl. 6,05, þegar 10
mínútur eru eftir, ber De la
Penne á dyrnar, og biður
leyfis að mega tala við skip-
herrann.
Hann er leiddur fyrir
hann. De la Penne segir hon-
um, að eftir nokkrar mín-
útur verði sprengingin, og
geti hann því enn bjargað
skipshöfn sinni. Morgan spyr
hvar sprengiefnið sé. Ekkert
svar. Þá er De la Penne flutt-
ur í sama klefa og áður.
Stundin mikla
rennur upp.
Hann situr þar og horfir á
úrið sitt .... 6,09 .... 6,11
.... 6,12 .... 6,13 .... 6,14
.... 6,15.
Ægilegar drunur heyrast.
Það er eins og herskipið lyft-
ist upp og hann óttast að
stálþynnurnar í skipshliðinni
muni þrýsta honum inn og
hann muni merjast til bana.
Þilfarið rifnar. Skipshöfnin
er að yfirgefa skipið. Ljós
slokkna. Reykur berst til
hans og honum liggm’ við
köfnun. Skipið fer að hallast.
En Luigi Durand de la Penne
er enn á lífi. Og hann er ó-
meiddur, nema að hann hefir