Rökkur - 01.04.1949, Side 46
46
R Ö K K U R
moldina, og er þá sjálfsagt
að taka gluggana af, raka
vel til í reitnum og slétta vel
yfirborð jarðvegsins fyrir
sáningu. Gluggakarmarnir
eru venjulega hafðir úr tré,
en væru betri ef þeir væru
steyptir, og gluggarnir ættu
ekki að vera stærri en það,
að þeir væru þægilegir í með-
förum fvrir kvenfólk og
unglinga, t. d. 1,5 m. á lengd
og 1 m. á breidd.
Gluggarnir ættu að halla á
móti suðri og á þeim ætti að
vera góður vatnshallþ svo að
poilar myndist ekki á gler-
inu. Við venjulegar aðstæður
er lítið unnið við að sá í þessa
reiti fyrr en fyrrihlula apríl-
mánaðar.
í flestum tilfellum er fræ-
ið rétt hulið örþunnu mold-
arlagi.
Stóru fræi er jafnan sáð
dýpra en litlu fræi. Mjög fin-
gert fræ er sáralítið eða ekk-
ert þakið eftir sáningu i reit.
Að lokinni sáningu skyldi
ætíð þjappa mjúklega með
sléttri fjöl á yfirborð mold-
arinnar. Ef moldin er líkleg
til að skorpna, er betra að
dreifa ögn af sandi í raðirnar
yfir fræin.
Sólreitir
eru að ytra útliti eins og
búnir til þannig, að vermi-
reitakarmur með tilheyrandi
gluggum er settur þar sem
skjól er og sólrikt, reiturinn
fylltur af góðri, sigtaðri
garðmold, betra er að blanda
i moldina ögn af fínmuldum
búpengsáburði, jafnað vel til
í reitnum og sáð í bann.
I sólreit er hægt að sá mán-
uði fyrr en hægt er að gróður-
setja jurtirnar úti á ber-
svæði. Hirðingin i þessum
reitum er hér hefir verið get-
ið, er fólgin í því að jurtirnar
hafi hæfilegan hita og raka
og nægilegt ljós og loft, enn-
fremur að halda þeim laus-
um við illgresi og sjúkdóma.
Þegar frost er þarf að þekja
reitina með pokum, hálm-
mottum eða öðru þess hátt-
ar, en taka verður pokana
eða motturnar af strax og
frostlaust er, til að ljós kom-
ist niður til jurtanna.
Þegar sumarblómin hafa
náð hæfilegum þroska inni
eða í vermireit (saðreitnum)
verður að gróðursetja þær
um, í lítið upphitafían reit,
eða góðan sólreit, áður en
þær eru fluttar út i garðinn,
i lilýrri sveitum hér á landi
strax i byrjun júní. Gæta
verður þess á meðan jurtirn-
ar standa í vermireitnum eða
ærra blómjurta má sá beint