Rökkur - 01.04.1949, Síða 53
RÖKKUR
53
fara öll vel með húðina, ef
gætilega er að farið og draga
eitthvað úr kappi sveppanna.
En þetta getur í rauninni
varla kallazt annað en stríðni
við ixi, þvi að svo lítið gagn
er að því. Herlæknar starfa
líka af kappi og einn hefir
fundið það ráð, að setja eins-
konar koparhúð á fæturna,
en hún drepur sveppina og
flagnar af eftir fáeina daga.
Annar notaði sulfa, sem hann
taldi koma að miklu gagni,
en aðrir læknar telja það
stafa af þvi, að sulfalyfið hafi
drepið bakteríur, sem kom-
ust i fleiður eftir sveppina.
Arangur, sem gefur góðar
vonir, fékkst með notkun
sérstakra cadmiumsalta, en
cadmium er málinur, líkur
zinki, sem virðist verða
sveppunum að bana, án þess
að gera húðinni mein. En því
miður er það einnig eitur og
langvarandi notkun gæti
reynzt hættuleg. Rannsóknir
standa yfir á þvi sviði, svo
að um endanlegan árangur
hefir ekki verið að ræða.
Næsti leikur er að drepa
sveppina, áður en þeir kom-
ast á fæturna. Af þeim á-
stæðum ráðleggja læknar
mönnum að ganga i bómull-
arsokkum, sem hægt er að
dauðhreinsa með þvotti, þótt
ullarsokkar sé mýkri fyrir
fætur þeirra, sem þurfa að
ganga eða hlaupa mikið. Víða
eru menn líka látnir reka
fæturna ofan í sérstakar efna-
blöndur, sem drepa sveppina,
áður en þeir fara i steypiböð,
sem sótt eru af mörgum og
hugvitssamur maður tók
meira að segja upp á því að
búa til sokka, sem voru sáldr-
aðir koparögnum, örsmáum,
svo að þær særðu ekki fæt-
urna.
Einnig hætta á
ofnæmi.
Fótraki og sveppir með
honum valda einnig ofnæmi,
svo tekið hefir verið upp á
því, að sprauta fótraka menn
með efnum, sem unnin eru
úr þvi, sem þeir eru ofnæmir
fyrir. Það kemur að notum
fyrir suma en venjulega að-
eins skamma hríð. Músiu
hafði enn sloppið úr gildr-
unni.
Það er sérstaklega eitt, sem
gerir það að verkum, að erf-
itt er að uppræta þessa plágu.
Það er að menn mega alltaf
vera vissir um, að sveppur-
inn lifi enn i fótabúnaði
þeirra, þótt þeim takist að
uppræta hann á sjálfum fæt-
inum. Ef vel ætti að vera,
þyrfti að sótthreinsa allt um-