Fréttablaðið - 16.02.2023, Page 1

Fréttablaðið - 16.02.2023, Page 1
Baráttan við Covid-19 er ekki að baki. Sóttvarnalæknir segir þess utan von á nýjum heimsfaraldri sem líklega verði inflúensa. Pestir sem nú herji á heitari lönd geti borist til landa sem kaldari eru. ser@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir það ekki spurningu hvort heldur hvenær næsti heimsfaraldur ríði yfir. „Við eigum alveg örugglega von á einhverju,“ segir Guðrún í viðtals- þættinum Mannamáli sem sýndur verður í kvöld á Hringbraut. Þar fer hún yfir mögulega heimsfaraldra sem mannkynið þarf að glíma við á næstu árum. „Langlíklegastur er heimsfaraldur inf lúensu,“ segir Guðrún. Vegna loftslagsbreytinga og hlýnunar jarðar sé líka möguleiki á því að skæðar pestir, sem herji á heitari lönd, færi sig yfir til þeirra kaldari. Þar megi nefna smitsjúkdóma sem fylgja moskító. Eins megi allt eins búast við nýju af brigði af fuglaflensu sem berist ekki bara úr dýrum í menn, eins og nú gerist, heldur á milli manna. Slík afbrigði verði að taka alvarlega. Guðrún segir baráttuna við Covid-19 fráleitt að baki. Tuttugu til þrjátíu greinist enn á dag. Líklega smitist helmingi fleiri. Pestin muni fylgja mannkyninu inn í ókomin ár. Áhyggjur er nú af því að nýr far- aldur brjótist út í Miðbaugs-Gíneu. „Einkennin eru svipuð og í ebólu- smitum,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir smitsjúkdómalæknir. Veiran var einangruð á rannsóknar- stofu í Þýskalandi. sjá síðu 2. | f r e t t a b l a d i d . i s | Frítt 2 0 2 3 KYNN INGARBL AÐALLT FIMMTUDAGUR 16. febrúar 2023 Mæðgurnar fögru, Kaia Gerber og Cindy Crawford. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY thordisg@frettabladid.is Bandaríska ofurfyrirsætan Cindy Crawford verður 57 ára á bolludag- inn. Hún viðurkennir að sáröfunda dóttur sína, fyrirsætuna Kaiu Gerber, sem er sláandi lík móður sinni. „Ég horfi á dóttur mína og sé hár hennar glansandi og heilbrigt. Hún er með gamla hárið mitt og ég vil fá það til baka!“ sagði Cindy í viðtali við tímaritið InStyle. Fyrirsætan, sem var ein sú allra vinsælasta á 10. áratugnum, segist meðvituð um að húðin láti á sjá með aldrinum en það komi sér á óvart að árin setji mark sitt á hárið. „Allir tala um að húðin muni eldast en enginn segir manni að hárið eldist líka. Við reiknum jú öll með gráu hárunum en ég hafði ekki hugmynd um að áferð hársins léti líka á sjá og það yrði stökkara og mattara,“ sagði Cindy. Á tíunda áratugnum var Craw- ford þekkt fyrir blásið hár með dúandi, stórum liðum og sú hár- greiðsla er einmitt aftur komin í tísku nú. „Það er alltaf gaman að sjá tísku og trend koma aftur. Þessi greiðsla minnir mig á tískuna sem ég elskaði á tíunda áratugnum. Hún var óafsakanlega sexí og skemmtileg,“ sagði Cindy sem heldur enn mikið upp á gömlu, góðu hárgreiðsluna. „Mér finnst alltaf jafn flott að blása hárið með stórum krullu bursta og Velcro- rúllum. Það gefur hárinu fyllingu og mjúkar, glansandi bylgjur. Ég kalla það „Madison Avenue- blásturinn.“ n Cindy Crawford vill hárið til baka Lífið er yndislegt og það er gaman að vera til, segir Logi Geirsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Er svolítið að ögra fólki Logi Geirsson, fyrrverandi atvinnumaður og landsliðsmaður í handknattleik, lítur björtum augum á lífið og tilveruna. Hann segist ætla að komast í besta form lífs síns á þessu ári en Logi, sem ávallt er flottur í tauinu, fagnaði fertugsafmæli sínu á síðasta ári. 2 Austurmörk 21 • 810 Hveragerði Hornsteinn 60 ára afmælissýning 11/02 – 20/08 2023 Alla daga gegn kulda og sól Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup www.celsus.is HALLDÓR | | 10 PONDUS | | 18 Pressaði æskudraum á vínyl sjötugur 3 3 . t ö L U B L A Ð | 2 3 . Á R G A N G U R | skoðun | | 11 LíFið | | 22 LíFið | | 20 Tjáningarþörfin leyst úr læðingi Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar F I M M t U D A G U R 1 6 . F E B R ú A R| Langlíklegastur er heimsfaraldur inflú- ensu. Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir Boðar nýjan heimsfaraldur Sparaðu tíma og gerðu einfaldari innkaup á netto.is STUNDUM ER BETRA AÐ LEIGJA Vinnulyftur í ýmsum stærðum og gerðum EFNAHAGSMÁL „Það má líkja hag- kerfinu hér á landi við alkóhól- istahagkerfi þar sem þjóðin er meðvirk,“ segir Breki Karlsson, for- maður Neytendasamtakanna. Mörg íslensk heimili eru að slig- ast vegna krónunnar, verðbólgu og stökkbreyttra vaxta að sögn Breka. „Að yfir helmingur vilji taka upp evru er mjög athyglisverð niður- staða,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, um útkomu í könnun Prósent. sjá síðu 8. Íslenska hagkerfið sé alkóhólískt Breki Karlsson, formaður Neytendasam- takanna menning | | 19 Ísland hefur hag af Pútínstríðinu Félagsmenn Eflingar funduðu í Hörpu í gær til að þétta raðirnar. Í Karphúsinu vörðu samninganefndir SA og Eflingar gærdeginum fram á kvöld við að reyna að finna leiðir til geta náð saman um kjarasamning og afstýra þannig verkfalli Eflingar. sjá síður 2-4. FréttabLaðið/VaLLi Sáttaviðræður fram á kvöld

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.