Fréttablaðið - 16.02.2023, Blaðsíða 8
Öryggis- og efnahagsmál vega
þungt í snúningi á viðhorfum
Íslendinga gagnvart aðild að
ESB. Ekki slembisveifla að
sögn stjórnmálafræðinga.
bth@frettabladid.is
Stjórnmál „Fólk leggur saman
tvo og tvo og finnur út að þetta sé
fórnarkostnaðurinn við íslensku
krónuna,“ segir Breki Karlsson, for-
maður Neytendasamtakanna, um að
æ fleiri Íslendingar vilja samkvæmt
könnunum upptöku evru hér á landi.
Sveiflurnar í íslenska hagkerfinu
eru svo miklar að jaðrar við firringu
að sögn Breka. Hann segir að Neyt-
endasamtökin sjái æ fleiri dæmi þess
að heimilin séu að sligast.
„Það má líkja hagkerfinu hér á
landi við alkóhólistahagkerfi þar
sem þjóðin er meðvirk. Við elskum
þegar alkóhólistinn pússar skóna,
hnýtir reimarnar og býr sig undir
ballið, því við ætlum að taka þátt í
djamminu. En við vitum um leið að
stofuhúsgögnin munu brotna seinna
um nóttina og það þarf að taka til á
morgun í þynnkunni.“
Stuðningur við upptöku evru hér á
landi mælist nú 52,2 prósent og þykir
saga til næsta bæjar. Stjórnmála-
fræðingar segja marktæka viðhorfs-
breytingu hafa orðið. Öryggismál,
Brexit og efnahagsmál eru nefnd
sem skýringar.
Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í
stjórnmálafræði, segir að nokkrar
kannanir í röð hafi niðurstaðan
orðið sú að Íslendingar sem vilji
ganga í ESB séu fleiri en hinir sem
vilja það ekki.
„Þetta er breyting, því síðan Ice-
save kom upp hafa andstæðingar
verið f leiri en fylgjendur,“ segir
Ólafur.
Engin ástæða er til að ætla að um
slembisveif lu sé að ræða að sögn
Ólafs. Raunveruleg sveif la á við-
horfum sé í gangi en óvíst hvort
hún haldi.
„Að yfir helmingur vilji taka upp
evru er mjög athyglisverð niður-
staða.“
Ólafur segir til skýringar að sumir
tali um aukinn áhuga á Evrópusam-
starfi, aðrir ræði efnahagslega þætti.
Hann telji Brexit kunna að hafa
breytt viðhorfi Íslendinga til ESB.
„Það hefur komið í ljós að flest af
því sem Brexit-sinnar héldu fram að
myndi batna með útgöngu reyndist
tóm vitleysa og hefur valdið Bretum
miklum vandræðum. Fleiri og fleiri
eru þeirrar skoðunar að Brexit sé
einhver stærstu mistök sem stór-
þjóð hefur gert á síðari árum,“ segir
Ólafur.
Flest af því sem Brexit-
sinnar héldu fram að
myndi batna með
útgöngu reyndist tóm
vitleysa.
Ólafur Þ.
Harðarson,
prófessor í
stjórnmálafræði
Samfylkingin hefur
sett ESB aftur á listann
og flokkurinn stór-
eykur fylgi sitt.
Baldur Þórhalls-
son prófessor í
stjórnmálafræði
Hörmuleg áhrif Brexit skýri aukna
jákvæðni hér gagnvart aðild að ESB
kristinnhaukur@frettabladid.is
orkumál Katrín Sigurjónsdóttir,
sveitarstjóri Norðurþings, segist
ekki óttast málsókn frá vindorku-
fyrirtækinu Qair vegna riftunar
samkomulags.
Eins og Fréttablaðið greindi frá
í gær sendi Qair harðort bréf til
sveitarfélagsins eftir að byggðarráð
tilkynnti riftun samkomulagsins,
sem er frá mars árið 2021.
Qair ætlaði að reisa könnunar-
mastur sem undanfara mögulegs
vindorkuvers nálægt Húsavík. Í
bréfinu sakar Qair Norðurþing um
að hafa rift samkomulaginu til þess
að rýma fyrir sams konar vindorku-
verkefni Landsvirkjunar.
„Ég óttast í sjálfu sér ekki mála-
ferli, ekki á þessum tímapunkti,“
segir Katrín. „Það er ekkert sem ætti
að kalla á þau núna. En maður getur
aldrei sagt hvernig hlutirnir enda.“
Í bréfinu krefst Qair að ákvörðun
Norðurþings verði upplýst að fullu
og að félagið fái öll gögn. Þann 15.
desember fól byggðarráð sveitar-
stjóra að ræða við Landsvirkjun um
vindorkurannsóknir á sama svæði
og Qair fékk. „Við munum afhenda
allt sem okkur ber samkvæmt upp-
lýsingalögum. Það þarf ekki að hafa
áhyggjur af því,“ segir Katrín.
Byggðarráðið sleit samkomu-
laginu vegna meints aðgerðarleysis
Qair. „Byggðarráð taldi ástæðu-
laust að halda áfram samstarfinu
við Qair. Það hafa ekki verið gerðar
rannsóknir samkvæmt samkomu-
lagi, það er vindafarsrannsóknir og
fleira,“ segir Katrín.
Qair kveðst ekki hafa fengið
nægan tíma fyrir rannsóknirnar.
„Samkomulagið var í gildi í tæp
tvö ár. Það er þokkalegur tími,“ segir
Katrín.
Nú er Norðurþing að fara yfir rök
Qair. Sjálf segist Katrín koma ný að
málinu, hún hafi tekið við stöðu
sveitarstjóra í haust. Nýr meirihluti
Sjálfstæðismanna og Framsóknar-
manna tók við eftir kosningar. En
samkomulag Norðurþings og Qair
reyndist fyrri meirihluta Sjálfstæð-
isflokks, Samfylkingar og VG erfitt
þar sem VG lagðist gegn því.
„Ég held að það hafi frekar verið
samskiptaleysi,“ segir Katrín spurð
hvernig samskipti sveitarfélagsins
við Qair hafi verið á meðan sam-
komulagið var í gildi. Sjálf hafi hún
ekki verið í neinum samskiptum við
fyrirtækið fyrr en ljóst var að sam-
komulaginu væri slitið. n
Óttast ekki málsókn vegna riftunar vindmyllusamnings
Útganga Breta
úr Evrópusam-
bandinu er
nefnd meðal
skýringa á
jákvæðari
viðhorfum
Íslendinga gagn-
vart upptöku
evru og aðildar
að ESB.
Fréttablaðið/
Getty
Katrín Sigurjóns-
dóttir sveitar-
stjóri Norður-
þings
Vindmyllur eru að verða að miklu hitamáli á Íslandi. Mynd/aðsend
Baldur Þórhallsson stjór n-
málafræðiprófessor segir að við-
snúningur hafi orðið á viðhorfum
Íslendinga til ESB-aðildar með inn-
rás Rússa í Úkraínu. „Þá fóru fyrstu
kannanir að sýna vaxandi stuðning
við ESB-aðild,“ segir Baldur.
Efnahagsleg óvissa tengd Covid á
einnig þátt að sögn Baldurs. Alþjóð-
legur stuðningur við Evrópusam-
vinnu og Atlantshafsbandalagið
hafi vaxið og þetta kunni að hafa
haft áhrif á viðhorf Íslendinga.
Baldur segir athyglisvert að
á sama tíma og aukin jákvæðni
mælist gagnvart ESB sé lítil umræða
meðal stjórnmálamanna um málið.
„Samfylkingin hefur sett ESB
aftur á listann og flokkurinn stór-
eykur fylgi sitt.“
En á Baldur von á að Ísland gangi
nokkru sinni í ESB eða taki upp
evru?
„Það þarf mikið til.“ n
kristinnpall@frettabladid.is
DýravernD Dýraverndarsamband
Íslands sendi fyrir helgi áskorun á
öll sveitarfélög landsins um að koma
villtum fuglum og öðrum dýrum til
aðstoðar með fóðurgjöf þar til fari
að hlýna. Veðráttan geri að verkum
að fuglarnir komist ekki í fæðu og að
mörg dýr séu að glíma við máttleysi
sökum hungurs og kulda.
Dýraverndarsambandið benti
á að á höfuðborgarsvæðinu væru
grágæsir illa staddar þar sem þær
væru háðar fóðurgjöfum þegar frost
væri í jörðu, sem kemur í veg fyrir
að gæsirnar geti nærst á túnum og
grasflötum. Umræddur stofn, titl-
aður Reykjavíkurgæsir, haldist við
á Íslandi og eru um þúsund fuglar
í honum. Það sé samkvæmt lögum
skylda að aðstoða dýr í neyð og það
sé á ábyrgð sveitarfélaga ef um villt
dýr er að ræða. n
Sveitarfélög verði
að aðstoða fugla
Gæsirnar komast ekki í sitt fæði ef
jörð er frosin. Fréttablaðið/ernir
ser@frettabladid.is
SamGÖnGur Franska fyrirtækið
Qair hefur keypt helmingshlut Ork-
unnar í Íslenska vetnisfélaginu og
hyggjast forkólfar þess byggja upp
fleiri vetnisstöðvar á landinu.
Ætlunin er að fjölga vetnisstöðv-
um félagsins úr tveimur í sex – og
segir á vef Félags íslenskra bifreiða-
eigenda að þá verði hægt að fylla á
vetnisbíla hringinn í kringum Ísland.
Margir bílaframleiðendur hafi
sýnt vetnistækninni áhuga og sé
von á fjölda nýrra gerða vetnisbíla á
komandi árum. n
Vetnisstöðvum
fjölgað að mun
Qair keypti í Íslenska vetnisfélaginu.
8 fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 16. FeBRúAR 2023
fiMMtUDAGUr