Fréttablaðið - 16.02.2023, Blaðsíða 13
KYNN INGARBLAÐ
ALLT
FIMMTUDAGUR 16. febrúar 2023
Mæðgurnar fögru, Kaia Gerber og
Cindy Crawford. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
thordisg@frettabladid.is
Bandaríska ofurfyrirsætan Cindy
Crawford verður 57 ára á bolludag-
inn. Hún viðurkennir að sáröfunda
dóttur sína, fyrirsætuna Kaiu
Gerber, sem er sláandi lík móður
sinni. „Ég horfi á dóttur mína og sé
hár hennar glansandi og heilbrigt.
Hún er með gamla hárið mitt og
ég vil fá það til baka!“ sagði Cindy í
viðtali við tímaritið InStyle.
Fyrirsætan, sem var ein sú allra
vinsælasta á 10. áratugnum, segist
meðvituð um að húðin láti á sjá
með aldrinum en það komi sér á
óvart að árin setji mark sitt á hárið.
„Allir tala um að húðin muni eldast
en enginn segir manni að hárið
eldist líka. Við reiknum jú öll með
gráu hárunum en ég hafði ekki
hugmynd um að áferð hársins léti
líka á sjá og það yrði stökkara og
mattara,“ sagði Cindy.
Á tíunda áratugnum var Craw-
ford þekkt fyrir blásið hár með
dúandi, stórum liðum og sú hár-
greiðsla er einmitt aftur komin í
tísku nú. „Það er alltaf gaman að
sjá tísku og trend koma aftur. Þessi
greiðsla minnir mig á tískuna sem
ég elskaði á tíunda áratugnum.
Hún var óafsakanlega sexí og
skemmtileg,“ sagði Cindy sem
heldur enn mikið upp á gömlu,
góðu hárgreiðsluna. „Mér finnst
alltaf jafn flott að blása hárið með
stórum krullu bursta og Velcro-
rúllum. Það gefur hárinu fyllingu
og mjúkar, glansandi bylgjur.
Ég kalla það „Madison Avenue-
blásturinn.“ n
Cindy Crawford
vill hárið til baka
Lífið er yndislegt og það er gaman að vera til, segir Logi Geirsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Er svolítið að ögra fólki
Logi Geirsson, fyrrverandi atvinnumaður og landsliðsmaður í handknattleik, lítur björtum
augum á lífið og tilveruna. Hann segist ætla að komast í besta form lífs síns á þessu ári en
Logi, sem ávallt er flottur í tauinu, fagnaði fertugsafmæli sínu á síðasta ári. 2
Austurmörk 21 • 810 Hveragerði
Hornsteinn
60 ára afmælissýning
11/02 – 20/08 2023
Alla daga
gegn kulda og sól
Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup
www.celsus.is