Fréttablaðið - 16.02.2023, Síða 30

Fréttablaðið - 16.02.2023, Síða 30
Sú lífsreynsla sem fólk býr að á þessum aldri er algert gull inn í sköpunarferlið. Sara Óskarsson „Ég hef ótrúlega oft heyrt fólk, sérstaklega konur, harma það að kunna hvorki að teikna né mála,“ segir listakonan Sara Óskarsson, sem ákvað að bregðast við með ókeypis net- námskeiði fyrir konur, 40 ára og eldri. Innblásturinn fékk hún ekki síst frá ömmu sinni sem hélt sína fyrstu einka- sýningu 83 ára gömul. toti@frettabladid.is „Þetta byrjar vel og það eru um 50 konur búnar að skrá sig á nám- skeiðið og enn eru nokkrir dagar eftir þannig að ég vonast til að sem flestar skrái sig,“ segir listakonan Sara Óskarsson um netnámskeið sitt í listmálun sem ætlað er fer- tugum konum og eldri og hefst á mánudaginn. Sara segir þessi miklu viðbrögð koma henni ánægjulega á óvart þótt hún hafi áður verið búin að kanna jarðveginn og greina mikla en niðurbælda tjáningarþörf hjá fjölda fólks. Hún segir ótrúlegan fjölda sýn- ingargesta hennar og fólk sem hefur heimsótt hana í vinnustofuna og galleríið hafa kvartað yfir því að kunna hvorki að teikna né mála. Bara best að byrja „Sérstaklega konur sem segjast langa svo mikið til að mála. Þær þori jafnvel ekki að byrja eftir að hafa hætt að mála og teikna sem börn,“ segir Sara og segir þann misskilning mjög útbreiddan að nauðsynlegt sé að læra einhvern sérstakan grunn áður en hægt sé að byrja að mála. „Og svo finnst mér, að mörgu leyti og með fullri virðingu, sú kennsla sem fólki stendur til boða svo leiðin- leg,“ segir Sara og hlær. „Þetta getur hentað sumum en fyrir aðra er þetta nóg til að drepa alla sköpunargleði. Að sitja saman í hóp og teikna sama boltann og skyggja hann. Ef fólk hefur áhuga og þörf til þess að skapa vil ég bara að það byrji. Það er svo mikilvægt að byrja bara og láta á þetta reyna,“ heldur Sara áfram og bætir við að þegar fólk sé komið í gang geti síðan vel hentað að læra tæknileg atriði betur. Óttinn við að mistakast Áður en Sara byrjaði á þessu verk- efni sendi hún út spurningalista og fékk grun sinn um að víða leyndust niðurbældir listmálarar staðfestan. „Já, það virðist vera töluvert af fólki sem finnur þessa tjáningarþörf og ég byrja allavega á konunum og svo sjáum við hvað ég geri í fram- tíðinni,“ segir hún og hlær. Sara segir svörin sem hún fékk mörg hafa verið á þá leið sem hana grunaði. Bara enn áhrifaríkari. „Þar kom fram að það voru hlutir eins og athugasemdir frá kennurum eða ástvini sem urðu til þess að fólk hafi, þrátt fyrir þörfina, hætt að skapa. Og þessi ótti við að mistak- ast. Að kunna ekki, geta ekki,“ segir Sara um skortinn á sjálfstrausti sem margir strandi á. En af hverju ókeypis? Hefði ekki verið upplagt að krækja í smá pen- ing? „Ég ætla að byrja þetta svona,“ segir Sara og hlær. „Vegna þess að ég er að gera þetta í fyrsta sinn, kanna jarðveginn fyrir þetta og að læra að setja upp svona netnámskeið. Ég fer svolítið blint út í þetta og er svolítið að læra á meðan ég held þetta nám- skeið.“ Aldrei of seint Sara segist upphaflega hafa ætlað að vera með námskeiðið fyrir konur, 50 ára og eldri, sem væru kannski komnar á þann stað í lífinu þar sem þær ættu rýmri tíma. „Og væru þá ekki með þessa afsökun um að þær hefðu ekki tíma til þess að gera þetta,“ bætir hún við og segist geta haldið heilan fyrirlestur um að hún taki þessa afsökun hvort eð er ekki gilda. „Maður hefur tíma fyrir það sem maður hefur áhuga á.“ Hún ákvað síðan að víkka ald- urshópinn aðeins þar sem hún hafi orðið vör við mikinn áhuga hjá konum upp úr fertugu. „Það er líka þessi misskilningur hjá fólki að halda að þau séu búin að missa af einhverri lest. Það er af og frá því sú lífsreynsla sem fólk býr að á þessum aldri er algert gull inn í sköpunar- ferlið ef fólk er með þörfina.“ Innblástur frá ömmu Sara nefnir síðan ömmu sína, Elísa- betu Gunnlaugsdóttur, til sögunnar. Bæði sem gott dæmi um að lestin fer aldrei og ekki síður sem helsta hvat- ann að því að hún ákvað að bjóða upp á námskeiðið. „Ég náttúrlega fór í listaháskóla og útskrifast og allt það og amma kom í útskriftina og svo byrjaði hún að sýna mér málverk sem hún málaði þegar hún var sextán, sautján ára. Bara alger meistaraverk. Alveg ótrú- lega flott. Hún byrjaði síðan aftur að mála þegar hún var eitthvað um 79 ára og þegar hún var 83 ára hjálpaði ég henni að setja upp hennar eigin einkasýningu. Ég hugsa mikið um að hún hefði getað orðið alveg frá- bær málari ef hún hefði fengið tæki- færið sem ég fékk,“ segir Sara. „Og það er líka svona innblásturinn að baki því að ég er að gera þetta.“ n Sköpunarþörf kvenna á besta aldri leyst úr læðingi Listakonan Sara Óskarsson fann þörf fólks til að gefa tilfinningum sínum lausan tauminn í myndlist og byrjar á því að bregðast við með netnámskeiði fyrir konur, 40 ára og eldri. Fréttablaðið/Ernir námskeiðið hefst á mánudaginn og stendur í fjórar vikur þannig að enn er tími til að skrá sig á netinu eða með því að skanna Qr-kóðann. 22 lífið FRÉTTABLAÐIÐ 16. FeBRúAR 2023 fiMMTUDAGUR MANNAMÁL FIMMTUDAGA KL. 19.00 OG AFTUR KL. 21.00 Persónulegur viðtalsþáttur þar sem áhugaverðir og jafnvel þjóðkunnir Íslendingar segja frá lífi sínu og starfi á opinskáan og hispurslausan hátt. Stjórnandi þáttarins er Sigmundur Ernir Rúnarsson.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.