Fréttablaðið - 17.02.2023, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 17.02.2023, Blaðsíða 1
Forstjórar Icelandair og Play segja mikið undir að Ísland fái undanþágu frá hærri kolefnisskatti. Forstjóri Play segir að f lugferðum til Íslands gæti fækkað um meira en helming. bth@frettabladid.is SAMGÖNGUR „Málið er mjög alvar­ legt, við fylgjumst spennt með baráttu íslenskra stjórnvalda. Ég hef nefnt orðið hamfarir í þessu samhengi,“ segir Birgir Jónsson, for­ stjóri Play. Bogi Nils Bogason, forstjóri Ice­ landair, segir að ef ekki verði horft til óska Íslands yrði öfugþróunin ekki bara í tengingum við útlönd held­ ur  inn­ og útf lutningi, ferðaþjón­ ustu, íslensku hagkerfi sem heild. „Þessar breytingar myndu að óbreyttu hafa meiri áhrif á félög sem fljúga í gegnum Ísland en mörg önnur svæði. Flugið myndi færast annað, það myndi ekki minnka heldur færast til,“ segir Bogi. Birgir segir að vegna tengiflugs­ ins séu f lugsamgöngur eins góðar og raun ber vitni. „Það er hægt að fljúga um víðan völl með stoppi hér, annars væru þetta bara örfá flug til og frá landinu eins og í gamla daga.“ Tengifluginu í Keflavík hefur því verið stefnt í hættu,  ferðamögu­ leikar Íslendinga gætu þrengst mjög og ómæld áhrif orðið á efnahag. „Flugið myndi minnka um meira en helming,“ segir Birgir. SJÁ SÍÐU 6 | f r e t t a b l a d i d . i s | FRÍTT 2 0 2 3 KYNN INGARBL AÐALLT FÖSTUDAGUR 17. febrúar 2023 starri@frettabladid.is Flautukór Menntaskóla í tónlist (MÍT) heldur tónleika í Hörpu- horni á sunnudag, 19. febrúar, og hefjast þeir kl. 16. Á tónleikunum verða flutt verk eftir Þorkel Sigur- björnsson, boðið upp á fjörugan dans eftir Brahms, flæðandi tóna- ljóð eftir Smetana, ljúfa prelúdíu eftir Chopin, hressandi tangó og margt fleira að sögn Bjargar Brjánsdóttur stjórnanda. „Flautu- kórinn er skipaður flautunemend- um Menntaskólans í tónlist, MÍT. Flautuleikararnir mæta á flautu- kórsæfingar öll mánudagskvöld og við æfum alls konar músík og þjálfum okkur í hinum ýmsu sam- spilsþáttum,“ segir Björg. Í vetur hefur Flautukórinn komið fram á tónleikum í Ráðhús- inu og Dómkirkjunni auk þess sem hópurinn fór í nokkrar hjúkrunar- heimilaheimsóknir fyrir jól og hélt jólatónleika fyrir íbúa þar. Einleikari kvaddur Einleikari á tónleikunum á sunnudag er Lilja Hákonardóttir. Hún er flautunemandi við MÍT og útskrifast í vor og hefur háskóla- nám í þverflautuleik í London í haust. „Því fannst okkur tilvalið að kveðja hana með því að fá hana til að flytja fallegu Siciliönu Þorkels Sigurbjörnssonar með okkur. Þetta verk er hluti af f lautukonserti Þor- kels, Kólumbínu, sem hann samdi fyrir Manuelu Wiesler árið 1982.“ Aðgangur er ókeypis. Nánar á harpa.is. n Flautuveisla í Hörpu um helgina Flautukór Menntaskóla í tónlist kemur fram í Hörpu á sunnudag. Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir segir að með útgáfu ljóðabókarinnar ögri þær sér og berskjaldi. MYNDIR/GUNNLÖÐ JÓNA RÚNARSDÓTTIR Það virðast allir elska okkur Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir er einn sex meðlima spunahópsins Eldklárar og eftirsóttar. Hópurinn samanstendur af sex eldklárum og mjög fyndnum konum. Þær takmarka sig ekki við spunasýningar en ljóðabókin Óumbeðin ástarbréf er væntanleg. 2 Alla daga gegn kulda og sól Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup www.celsus.is HALLDÓR | | 10 PONDUS | | 18 Ólöf full sjálfstrausts 3 4 . T Ö L U B L A Ð | 2 3 . Á R G A N G U R | FRÉTTIR | | 8 LÍFIÐ | | 20 ÍÞRÓTTIR | | 12 MENNING | | 17 Sjónarspil syndaselanna Lífið lifir í lögum með trúarstefjum  Flýja sárafátækt og háa glæpatíðni F Ö S T U D A G U R 1 7 . F E B R Ú A R| Ég hef nefnt orðið hamfarir í þessu sam- hengi. Birgir Jónsson, forstjóri Play Tryggðu þér miða Síðustu sýningar Spá hruni í ferðamennsku ef ESB hunsar óskir ÍslandsDÝRAHALD   Þrátt fyrir að sífellt f leiri lönd í Evrópu séu að taka upp bann við loðdýrarækt eru ekki uppi áform um slíkt hér á landi. Matvæla­ ráðherra segir mikilvægt að gæta að velferð dýra, þar á meðal loðdýra, en að hér sé í gildi atvinnufrelsi og að stjórnvöld ætli sér ekki að hamla því. Minkabúum hefur farið fækkandi en loðdýrarækt skilaði hagnaði í fyrsta sinn í átta ár árið 2021. Lönd á borð við Noreg, Bret­ land, Þýskaland og Austurríki hafa bannað loðdýrarækt í nafni dýra­ velferðar en forvígismenn Evrópu­ sambandsins hyggjast leggja alls­ herjarbann við loðdýrarækt sem eigi að taka gildi í síðasta lagi árið 2025. Dýraverndarsamtök hafa um árabil kallað loðdýrarækt verstu búgreinina með tilliti til kvalræðis dýranna en það virðist ekki hafa áhrif hjá ríkisstjórninni. SJÁ SÍÐU 4 Ekki hlynnt banni á loðdýraræktun Eftir morgun sem einkenndist af bjartsýni í Karphúsinu dökknaði hratt yfir fundarfólki í kringum kvöldmatarleytið. SJÁ SÍÐU 2. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.