Fréttablaðið - 17.02.2023, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 17.02.2023, Blaðsíða 25
Eva Signý Berger finnur ótrúlegustu lausnir til að stækka smátt sviðið: Stiga- pallar á hjólum, fang- elsisrimlar úr loftinu og flöt sirkusleikmynd í anda vaudeville. Arnþór spilar sínum spilum vel og glansar í sínu stóra lagi, Selló- fan. LEIKHÚS Chicago John Kander, Fred Ebb og Bob Fosse Leikfélag Akureyrar - Samkomuhúsið Leikstjóri: Marta Nordal Þýðing: Gísli Rúnar Jónsson Leikarar: Jóhanna Guðrún, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Margrét Eir, Björgin Franz Gíslason, Arnþór Þórsteinsson, Bjartmar Þórðarson, Jónína Björt Gunnarsdóttir, Ahd Tamimi, Elma Rún Kristinsdóttir, Kata Vignisdóttir, Anita Rós Þor- steinsdóttir og Molly Carol Birna Mitchell Tónlistarstjóri: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson Hljómsveitarstjóri: Vignir Þór Stefánsson Danshöfundur: Lee Proud Leikmynd: Eva Signý Berger Búningar: Björg Marta Gunnars- dóttir Leikgervi: Harpa Birgisdóttir Ljósahönnuður: Ólafur Ágúst Stefánsson Hljóðhönnuður: Sigurvald Ívar Helgason Sigríður Jónsdóttir Söngleikurinn Chicago var frum- sýndur fyrir tæplega fimmtíu árum á Broadway. Listamennirnir John Kander, Fred Ebb og Bob Foss fengu innblástur frá glæpabylgju sem skók Chicago á þriðja áratugnum og fjölmiðlafárið sem fylgdi í kjöl- farið. Aftur á móti voru það leikkon- urnar og dansararnir Gwen Verdon, mótorinn á bak við tjöldin, og Chita Rivera sem lyftu sýningunni upp á goðsagnakennt plan. Leikfélag Akureyrar sýnir Chicago í leikstjórn Mörtu Nordal um þessar mundir og miðarnir fjúka út. Stóra spurningin er, bæði í söngleiknum og sýning- unni: Gengur sjónarspilið upp? Mergjaður hljóðheimur Chicago er kabarettverk að upplagi. Samansafn af vaudeville atriðum með góðum dass af framandgerv- ingu, samspil smeðju og siðblindu í hörðum heimi réttlætis og skemmt- anabransans. Fyrst verður að nefna tónlistina, flutningur hennar er lyk- ilatriði í hverri uppsetningu á Chi- cago. Tónlistarstjórinn Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og hljómsveitar- stjórinn Vignir Þór Stefánsson svo- leiðis skella öllu í gang og skila af sér mergjuðum hljóðheim, stútfullur af stemningu og fluttur af frábærri hljómsveit. Þýðing hins óviðjafnanlega Gísla Rúnars Jónssonar var endurskoðuð fyrir sýninguna, ekki er gefið til kynna hver sinnir því verki. Gísli Rúnar var einn af bestu söngleikja- þýðendum þjóðarinnar og textinn ljómar á köflum. En sumar breyting- arnar eru ekki nægilega góðar. Synd er að breyta „Hver segir að morð sé ekki list?“ í „Menn segja að morð sé engin snilld“. Finna má fleiri mis- jafnar breytingar, sem við komum að síðar. Þórdís stelur senunni Leikkonan Þórdís Björk Þorfinns- dóttir fann fjölina norðan heiða. Eftir útskrift úr Listaháskólanum fékk hún tækifæri hjá Leikfélagi Akureyrar og sólundaði því ekki. Hún vex með hverri sýningu og stelur senunni í hlutverki Roxý. Uppmálað sakleysi á tilætlunarsama frekjudós, nösk á tímasetningar og laglega söngrödd. Danssporin krydda síðan herleg- heitin. Aðalnúmer Roxý, nefnt eftir henni sjálfri, er einn af hápunktum kvöldsins. Fyndið, sóðalegt og seið- andi í senn. Andstæðingur og fyrirmynd Roxý er Velma, fangi með framadrauma, leikin af Jóhönnu Guðrúnu. Velma er smærra hlutverk en fólk gerir sér grein fyrir og því mikilvægt að nota hverja línu til að gera Velmu breiða, en allt kemur fyrir ekki. Söngrödd- ina hefur Jóhanna Guðrún svo sann- arlega en hlutverkið krefst meira. Eitt þekktasta lag Chicago er Get ekki gert það alein, þar sem Velma dansar dúó. Lagið er hér sungið af Velmu og tveir dansarar dansa á móti henni, þar með er allur kraftur úr númerinu. Áll í flottum jakkafötum Billý Flynn, hrl., er með allt á hreinu og hikar ekki við að beita öllum bellibrögðunum í bókinni til að heilla kviðdómendur, blaðafólk og áhorfendur. Björgvin Franz Gíslason er ekki síðri. Fleðulegur áll í f lottum jakkafötum. Stóru númerin hans þrjú eru lyftistöng fyrir sýninguna í heild sem endar með stórahvelln- um Hissa og rasandi. Margrét Eir er sömuleiðis með á nótunum, enda söngleikjamenntuð. Fangelsisstýran Mama Morton er seiðandi tækifær- issinni og veit að sex selur best. Þess vegna eru vonbrigði að Mundu eftir mömmu týnist í þýðingu en Margrét Eir bætir það upp í Elegans. Blaða- konan Marta smarta er smurolían sem keyrir áfram og kyndir undir fjölmiðlafárinu. Bjartmar Þórðar- son fer skemmtilega með hlutverkið en yfirleitt er því haldið leyndu að karakterinn er leikinn af karlmanni. Arnþór Þórsteinsson kætir í hlut- verki Adams, lina eiginmanni Roxý. Svo fyrirferðarlítill að hann sést varla og enginn man hvað hann heit- ir. Arnþór spilar sínum spilum vel og glansar í sínu stóra lagi, Sellófan, en mætti dýpka túlkunina með meiri harmi. Einnig virkar lagið betur sem Hr. Sellófan en ekki Sellófan. Erfitt er að greina í leikskránni hvaða dans- arar leika morðkvendin. Fangatangó lifnar við í þeirra túlkun þannig að rífur í en söngur þeirrar saklausu er styttur töluvert sem verður til þess að skelfileg örlög hennar tapast undir lokin. Hvissar frekar en springur Leikstjóri er Marta Nordal og hefur henni farist stjórn Leikfélags Akur- eyrar vel úr hendi. Chicago er risa- stórt verkefni og ýmislegt leysir hún vel með litlum leikhóp. Sam- komuhúsið er nýtt til hins ýtrasta, baksvið og svalir. Fjarlægð er þó í sýningunni, sem hefur ekkert með framandgervinguna að gera. Chi- cago tapar líka kraftinum eftir hlé en hápunkturinn er Hissa og rasandi þegar allt smellur. Vonbrigðin eru Klukkan 11 númerið eða 11 O‘Clock Number, skilgreint sem síðasta lagið í söngleik sem á að trylla lýðinn. Nú til dags og Mega-gellu ragtime er eitt frægasta lokalag söngleikjasögunn- ar en hvissar frekar en springur hér. Sundurslitin skemmtun Eva Signý Berger finnur ótrúlegustu lausnir til að stækka smátt sviðið: Stigapallar á hjólum, fangelsis- rimlar úr loftinu og flöt sirkusleik- mynd í anda vaudeville. Allt þetta og meira á meðan heil hljómsveit situr á sviðinu. Ólafur Ágúst Stefáns- son fremur ljósagaldur, skuggar og sviðsljós sindrandi. Síðastliðin ár hefur Lee Proud verið einn afkasta- mesti danshöfundur landsins. Hann þekkir vel til Fossestílsins og skilur að í Chicago dugar persónuleikinn og kynorka oftar betur en f lókin dansspor. Við gripum byssu bæði í senn er laglega leyst, fullt af fjöri, og Fangatangó sömuleiðis. Aftur á móti er búningahönnun Björgu Mörtu Gunnarsdóttur misgóð og stundum frekar samtíningsleg. Búningarnir eru þó djarfir í anda verksins og Adam einkar vel samansettur. Hár- kollurnar sem Velma og Roxý bera er leikgervadeildinni ekki til fram- dráttar, reytingslegar og ósann- færandi. Frægðin er fallvölt og hefur alltaf verið. Samspilið á milli listarinnar að koma sér á framfæri og að halda athygli almennings er ekki auð- fengið. Að sama skapi er snúið að feta leiðina að Chicago, söngleik sem treystir á seiðandi tónlistina og stellingar frekar en söguþráð. Af þeim ástæðum veltur mikið á Roxý og Velmu til að láta allt ganga upp. Í heildina er Chicago hin ágætasta skemmtun en sundurslitin. n NIÐURSTAÐA: Sjónarspilið er oft sannfærandi en ekki fullnægjandi. Sjónarspil syndaselanna Söngleikurinn Chicago í uppsetningu Menningarfélags Akureyrar er mikið sjónarspil en þó sundurslitin skemmtun að mati gagnrýnanda. Þórdís Björk stelur senunni í hlutverki Roxý og er aðalnúmer hennar einn af hápunktum kvöldsins. MYND/AUÐUNN NÍELSSON FRÉTTABLAÐIÐ MENNING 1717. FEBRÚAR 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.