Fréttablaðið - 17.02.2023, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 17.02.2023, Blaðsíða 9
Forseti Alþingis og fjármála- ráðherra hafa haldið greinar- gerð Sigurðar Þórðarsonar um starfsemi Lindarhvols leyndri þrátt fyrir að forsætis- nefnd hafi samþykkt að birta hana. Greinargerðin bendir á alvarlega annmarka í starf- semi Lindarhvols. olafur@frettabladid.is Lögmaður sem starfað hefur mikið fyrir Seðlabankann og fjármálaráðu- neytið og fengið hundruð milljóna í þóknun fyrir, virðist hafa selt verð- mætt einkahlutafélag fyrir slikk til framkvæmdastjóra fjármálastöðug- leika hjá Seðlabankanum 2019. Þegar Sigurður Þórðarson lét af störfum sem settur ríkisendurskoð- andi í málefnum Lindarhvols 2018 skilaði hann greinargerð til forseta Alþingis og sendi afrit af henni til fjármálaráðherra, Ríkisendurskoð- unar, Seðlabankans og Lindarhvols. Í greinargerðinni koma fram alvar- legar athugasemdir við mörg atriði í starfsemi Lindarhvols og sölu eigna sem Sigurður taldi mikilvægt að rannsaka frekar. Skúli Eggert Þórðarson, þáverandi ríkisendurskoðandi, tók við eftirliti Sigurðar með Lindarhvoli. Hann rannsakaði ekkert þeirra atriða sem Sigurður benti á og skilaði skýrslu um starfsemi Lindarhvols til Alþingis vorið 2020, skýrslu sem í besta falli verður lýst sem tilraun til hvítþvottar. Sú skýrsla er enn óaf- greidd, tæpum þremur árum síðar, enda virðist hún vera uppfull af efn- islegum rangfærslum um starfsemi Lindarhvols og afrakstri ríkisins af fullnustu eigna. 11 milljarðar en ekki 73 Segir meðal annars í skýrslu Ríkis- endurskoðunar um Lindarhvol frá apríl 2020: „Félagið náði miklum árangri í þessu tilliti [hámarka virði eigna fyrir ríkissjóð], enda jukust verðmæti stöðugleikaframlagseigna á starfstíma félagsins um ríflega 73 ma.kr.“ Verðmæti eigna í umsjá Lindar- hvols jókst hins vegar ekki um 73 milljarða á starfstíma félagsins heldur um 11 milljarða. Þarna virð- ist vera um beinar og stórfelldar rangfærslur að ræða af hálfu Skúla Eggerts Þórðarsonar. Heildar virð- isauki stöðugleikaframlaga fram til 2020 nam 75,9 milljörðum og þar af námu arðgreiðslur og vextir frá við- skiptabönkum 52,2 milljörðum. Þessi skýrsla Ríkisendurskoð- unar er einmitt sú skýrsla sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur opinberlega lýst yfir að sé eina skýrslan um starfsemi Lindar- hvols og ekki sé þörf á fleirum. Full ástæða virðist hins vegar vera til að fara ofan í saumana á skýrslunni og vinnubrögðum höfunda hennar í ljósi þess að þar er Lindarhvoli eign- aður virðisauki upp á meira en 60 milljarða sem félagið hafði ekkert með að gera. Endurskoðendur sem fréttablaðið hefur leitað til segja að vinnubrögð Ríkisendurskoðunar við gerð þess- arar skýrslu komi þeim á óvart, en auk þessarar risaskekkju er urmull atriða í skýrslunni sem gefa til kynna að vinnubrögð við gerð henn- ar uppfylli mögulega ekki kröfur sem gerðar eru til vandaðrar vinnu löggiltra endurskoðenda, hvað þá við skýrslugerð um meðhöndlun ríkiseigna fyrir Alþingi Íslendinga í nafni Ríkisendurskoðunar. „Sjoppulegt“ ferli Við aðalmeðferð Lindarhvols- málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í janúar kom fram að Klakki, sem var ein þeirra eigna sem Lindar- hvoll annaðist og seldi, hefði verið seldur á að minnsta kosti 50 pró- sentum undir raunverulegu virði í söluferli sem eitt vitnið fyrir dómi lýsti sem „sjoppulegu“. Fram kom að stjórn Klakka, sem í sat Steinar Þór Guðgeirsson lögmaður, fyrir hönd Lindarhvols, hafði undir höndum verðmat sem sýndi að verðmæti eignarinnar væri milljarður. Klakki var hins vegar seldur á hálfan millj- arð. Steinar Þór sá um söluferlið fyrir hönd Lindarhvols og kaupendur voru félag á vegum framkvæmda- stjóra Klakka. Þar varð ríkið af hálfum milljarði og fram kom hjá Steinari Þór og f leiri vitnum að stjórn Lindarhvols reyndi ekki að verðmeta eignina heldur horfði einungis til bókfærðs verðs hennar í yfirfærslu til ríkisins. Segir þó í skýrslu Ríkisendurkoðunar: „Verk- lag Lindarhvols ehf. var síðan með þeim hætti að stjórn félagsins, sem var lögum samkvæmt skipuð ein- staklingum sem hafa sérþekkingu á starfsemi og eignum í umsýslu félagsins, mat sjálfstætt á grundvelli sérþekkingar sinnar lágmarksverð einstakra eigna.“ Þessi staðhæfing Skúla Eggerts Þórðarsonar er bersýnilega röng. Það staðfestir eiðsvarinn vitnis- burður fleiri en eins vitnis við aðal- meðferð Lindarhvolsmálsins í hér- aðsdómi í janúar. Birgir situr á greinargerðinni Mikla athygli hefur vakið að þrátt fyrir að forsætisnefnd Alþingis hafi í byrjun apríl á síðasta ári, að fengnu ítarlegu lögfræðiáliti, samþykkt ein- róma að afhenda blaðamanni Við- skiptablaðsins greinargerð Sigurðar Þórðarsonar frá því í júlí 2018 hefur Birgir Ármannsson, forseti þingsins, neitað að framfylgja þeirri sam- þykkt. Birgir ber því við að komið hafi fram athugasemdir frá Ríkisendur- skoðun og stjórn Lindarhvols eftir að nefndi samþykkti að af henda greinargerðina. Fram hefur komið að engar nýjar athugasemdir voru gerðar af hálfu þessara aðila, sem ekki lágu fyrir áður en samþykkt var að opinbera skýrsluna. Einnig er í meira lagi furðulegt að tala um „stjórn“ Lindarhvols vegna þess að sú stjórn er ekki til. Einn starfsmaður í fjármálaráðuneyti Bjarna Benediktssonar fer með mál- efni Lindarhvols. Má því ljóst vera að fjármálaráðherra væri í lófa lagið að beita sér fyrir birtingu greinargerð- arinnar, ekki síst þar sem Sigurður Þórðarson sjálfur hefur ítrekað óskað eftir að hún verði gerð opin- ber. Þörf á rannsóknarnefnd Ljóst er að stjórnskipunar- og eftir- litsnefnd Alþingis getur ekki afgreitt skýrslu Skúla Eggerts Þórðarsonar án þess að kafa ofan í greinar- gerð Sigurðar Þórðarsonar, enda liggur fyrir að skýrsla Skúla Eggerts skautar með öllu fram hjá alvar- legum aðfinnslum og ábendingum Sigurðar, auk þess sem gríðarlegar staðreyndavillur er að finna í skýrslu Skúla Eggerts, sem Bjarni Benedikts- son leggur höfuðáherslu á að verði eina plaggið sem til verði um starf- semi Lindarhvols og söluferli ríkis- eigna. Nefndarmenn í í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fengu að sjá umrædda greinargerð á síðasta kjörtímabili. Nefndarmenn fengu að skoða eintak af skýrslunni en urðu að skilja eftir síma sína og skriffæri þannig að þeir höfðu ekki einu sinni tök á að hripa niður hjá sér punkta um innihald hennar. Nefndarmenn sem Fréttablaðið hefur rætt við segja greinargerðina benda til þess að pottur hafi verið brotinn í starfsemi Lindarhvols og sölu ríkiseigna upp á milljarða og birting hennar kæmi sér mjög illa fyrir fjármálaráðherra, fyrrum stjórnarmenn Lindarhvols, Ríkisendurskoðun og Steinar Þór Guðgeirsson og þá sem sömdu við hann um störf hans fyrir Lindarhvol. Ekkert liggur fyrir um það hvort stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd tekur skýrslu Ríkisendurskoðunar aftur á dagskrá, en hún hefur vald til þess. Bersýnilega gæti nefndin ekki afgreitt hana án þess að fara einn- ig gaumgæfilega yfir greinargerð Sigurðar Þórðarsonar. Stjórnarþingmenn sem Frétta- blaðið hefur rætt við um málið telja sumir málið vera svo alvarlegt að ekki dugi minna en að Alþingi skipi sérstaka rannsóknarnefnd til að fara ofan í Lindarhvolsmálið. n Leyndarhvoll fjármálaráðherra og þingforseta Bjarni Bene- diktsson, fjár- málaráðherra. Birgir Ármanns- son, forseti Alþingis. Sigurður Þórðarson, fyrr- verandi settur ríkisendurskoð- andi í málefnum Lindarhvols. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Haukur eignaðist félag Steinars Eftir að Steinar Þór Guðgeirsson lögmaður lét af störfum sem formaður skilanefndar Kaup- þings um áramótin 2011-12 hefur hann starfað mikið fyrir Eignasafn Seðlabankans og fjár- málaráðuneytið. Hefur lög- fræðistofa hans, Íslög, fengið hundruð milljóna í þóknun frá þessum aðilum. Meðal annars var Steinar Þór „allt í öllu“ hjá Lindarhvoli, eins og Sigurður Þórðarson orðaði það við vitna- leiðslur í Lindarhvolsmálinu í síðasta mánuði. Steinar Þór átti náið samstarf við Hauk Camillus Benedikts- son, framkvæmdastjóra Eigna- safns Seðlabanka Íslands ehf., meðan það starfaði 2013-2019. Haukur var jafnframt stjórnarmaður í Lindarhvoli 2016-2018. Í nóv- ember 2019 var Haukur ráðinn framkvæmdastjóri fjármálastöðug- leika hjá Seðlabankanum. Íslög var skráður eigandi Grjótatúns ehf. árin 2012-2018. Í árs- reikningi Íslaga fyrir 2019 kemur fram að eignarhlutir í félögum hafi lækkað úr 500 þúsund niður í núll krónur. Ekki er hægt að sjá af árs- reikningnum að Íslög hafi móttekið greiðslu fyrir einkahlutafélagið. Velta Grjótatúns hafði verið 17 milljónir árið 2017 og sex milljónir 2018. Eigið fé var um 1.380 þúsund í árslok 2018. Þann 29. nóvember 2019 eru tilkynnt eigendaskipti að Grjótatúni til fyrirtækjaskrár og í ársreikningi 2019 kemur fram að nýr eigandi sé Haukur Camillus Benediktsson. Af dagsetningu tilkynningarinnar má ráða að eigendaskiptin hafi orðið um svipað leyti og Haukur tók við starfi framkvæmdastjóra fjármálastöðugleika í Seðlabankanum. Nafni félagsins var við eigendaskiptin breytt í Hraunból ehf. Einnig kemur fram að heildartekjur þess sem eru vegna seldrar þjónustu hafi numið röskum 32 milljónum það ár. Hagnaður fyrir skatta er ríflega 25 milljónir og eftir skatta standa eftir rúmar 20 milljónir. Í efnahagsreikningi kemur fram að eigið fé nemi alls tæplega 21,5 milljónum. Lítil sem engin starfsemi hefur verið í félaginu frá 2019. Þrátt fyrir að Haukur hafi tekið við eignarhaldi félagsins af lög- fræðistofu Steinars Þórs 2019 er Steinar Þór skráður stjórnarmaður þess enn þann dag í dag. Fréttablaðið hefur ítrekað spurt Hauk og Steinar Þór um þessi kaup, meðal annars hver starfsemi fyrirtækisins sé, hvert kaupverðið hafi verið og hver tilgangurinn hafi verið með kaupunum. Engin svör hafa borist en ársreikningur Íslaga 2019 ber, eins og fyrr segir, ekki með sér að neitt hafi verið greitt fyrir félagið. FRÉTTASKÝRING Steinar Þór Guðgeirsson lögmaður. Haukur Camillus Benediktsson, framkvæmda- stjóri fjár- málastöðug- leikasviðs Seðlabankans. FRÉTTABLAÐIÐ FRÉTTIR 917. FEBRÚAR 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.