Fréttablaðið - 17.02.2023, Blaðsíða 12
Ég held ég hefði ekkert
ákveðið að fara þangað
nema þær væru þarna.
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir
fór á kostum í sínum fyrsta
landsleik fyrir Íslands hönd
á miðvikudag. Þar var hún
allt í öllu í sigri á Skotlandi.
Þessi nítján ára gamli sóknar-
maður Þróttar er á leið í nám
við Harvard í lok sumars og á
klárlega framtíðina fyrir sér
innan vallar sem utan.
helgifannar@frettabladid.is
FÓTBOLTI Ólöf Sigríður Kristins-
dóttir var nokkuð óvænt hetja
íslenska kvennalandsliðsins gegn
því skoska í fyrsta leik liðanna á
Pinatar-æfingamótinu á Spáni á
miðvikudag. Sóknarmaðurinn ungi
skoraði bæði mörk Íslands á tveggja
mínútna kafla í 2-0 sigri. Þetta var
fyrsti landsleikur Ólafar.
Um fjögurra liða mót er að ræða.
Filippseyjar og Wales taka einnig
þátt í mótinu.
„Þetta voru forréttindi og mikill
heiður. Ég er mjög stolt. Það var líka
mjög gaman að fá sigur í fyrsta leik,“
segir Ólöf himinlifandi í samtali við
Fréttablaðið.
Það gerist nú varla betra en
að skora tvö mörk í sínum fyrsta
landsleik. Var þetta hin fullkomna
byrjun?
„Væri það ekki að skora þrennu?“
spyr Ólöf og hlær. „Jú, þetta var mjög
góð byrjun. Ég vona að ég geti haldið
svona áfram.“
Ætlaði sér að skora
Íslenska liðið tók vel við sér í seinni
hálfleik á miðvikudag eftir að Skot-
ar höfðu verið betri í þeim fyrri.
Ólöf ætlaði sér að skora í leiknum.
„Ég hafði alltaf mikla trú á þessu
þótt fyrri hálf leikurinn hafi ekki
verið upp á marga fiska. Ég var samt
staðráðin í að skora í þessum leik.“
Þó svo að Pinatar-mótið sé ekki
það stærsta í landsliðsfótboltanum
er það afar mikilvægt fyrir þjálfara
landsliðanna sem þar taka þátt.
Þeir geta prófað sig áfram með ný
leikkerfi og skoðað hvar leikmenn
standa, svo eitthvað sé nefnt.
Ólöf segir frábært fyrir íslenska
liðið að fá þetta mót á þessum tíma-
punkti.
„Þetta er mjög gott mót að fá. Allir
leikmennirnir eru á mismunandi
stað. Sumir eru á undirbúnings-
tímabili en aðrir á miðju tímabili.
Það er mikilvægt að leika þessa
æfingaleiki því þjálfarinn getur
prófað það sem hann vill. Leikmenn
þora þá líka frekar að gera hluti, eitt-
hvað nýtt.“
Vildi fá traustið
Ólöf er auðvitað að stíga sín fyrstu
skref með íslenska landsliðinu.
Hún vissi ekki nákvæmlega hvert
sitt hlutverk yrði þegar Stelpurnar
okkar héldu til Pinatar á Spáni.
„Ég vissi ekkert þegar ég kom
hingað. Ég vissi ekki einu sinni að ég
myndi byrja leikinn gegn Skotlandi
og það kom mér bara skemmtilega
á óvart,“ segir hún, en næsti leikur
Íslands á mótinu verður gegn Wales
annað kvöld.
Ólöf er uppalin hjá Val. Eftir sum-
arið 2021 ákvað hún hins vegar að
skipta yfir í Þrótt Reykjavík, þar sem
hún leikur nú. Á þeim tímapunkti
hafði Ólöf þegar verið hjá Þrótti á
láni í tvö ár.
Af hverju ákvað hún að yfirgefa
uppeldisfélagið á þessum tíma-
punkti?
„Ég vildi fara þangað sem ég fengi
traust hjá þjálfaranum. Ég sá ekki
fram á að ég væri að fara að spila
jafnmikið hjá Val og ég geri hjá
Þrótti. Auðvitað langaði mig að spila
með uppeldisfélaginu en ég var með
riftunarákvæði og ákvað að nýta
mér það eftir tímabilið 2021.“
Fer í Harvard
Ólöf er að gera vel innan vallar sem
utan. Hún hefur fengið inngöngu
í Harvard-háskólann í Bandaríkj-
unum frá og með næsta hausti. Eins
og margir vita er það einn virtasti
háskóli heims.
„Ég er mjög spennt fyrir því að
fara í Harvard og prófa það.“
Harvard er einnig með sterkt
knattspyrnulið. Ólöf segir engan
vafa um að hún sé að taka skref upp
á við innan fótboltans með því að
fara í Harvard.
„Það er líka bara að fara að gera
mig betri að spila í öðru umhverfi,
öðruvísi deild. Þetta er öðruvísi fót-
bolti. Það eru rosalega sterkir ein-
staklingar í þessu liði. Leikmenn
sem hafa verið að spila með danska
landsliðinu, því kanadíska og yngri
landsliðum Bandaríkjanna.“
Í Harvard hittir hún fyrir tvær
aðrar íslenskar knattspyrnukonur,
þær Áslaugu Mundu Gunnlaugs-
dóttur og Hildi Þóru Hákonardótt-
ur. Ólöf segir þær hafa gert útslagið
þegar kom að því að velja Harvard
til að iðka nám sitt og spila knatt-
spyrnu.
„Ég held ég hefði ekkert ákveðið
að fara þangað nema vegna þess að
þær eru þarna. Það er ótrúlega þægi-
legt að geta spurt þær út í allt saman.
Þær eru búnar að hjálpa mér ótrú-
lega mikið í öllu ferlinu og gera þetta
svo miklu meira spennandi.“
Nám og knattspyrnuiðkun við
Harvard mun án efa opna dyr Ólaf-
ar fyrir hinum ýmsu tækifærum
í framtíðinni. „Þetta getur verið
stökkpallur. Það eru mjög mörg
tækifæri sem þetta opnar á,“ segir
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir. n
Ólöf full sjálfstrausts og á framtíðina fyrir sér
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir átti frábæran leik fyrir íslenska landsliðið gegn því skoska. Hún skoraði tvö mörk í sínum fyrsta landsleik. Mynd/KSÍ
Leikir Íslands á
Pinatar Cup
15.02 Ísland 2-0 Skotland
18.02 Ísland-Wales
21.02 Ísland-Filippseyjar
Staðan í mótinu
1. Ísland 3 stig (+2)
2. Wales 3 stig (+1)
3. Filippseyjar 0 stig (-1)
4. Skotland 0 stig (-2)
helgifannar@frettabladid.is
FÓTBOLTI Framtíð Lionel Messi virð-
ist í töluverðri óvissu ef marka má
nýjustu fréttir. Argentínski knatt-
spyrnusnillingurinn hefur ekki
ákveðið hvort hann vilji vera áfram
hjá Paris Saint-Germain eður ei.
Messi gekk í raðir PSG sumarið
2021. Hann neyddist þá til að yfir-
gefa Barcelona vegna gífurlegra fjár-
hagsvandræða félagsins. Hann hafði
leikið með Katalóníustórveldinu
allt frá því hann yfirgaf heimaland-
ið og hélt til Evrópu sem táningur.
Hjá PSG hefur Messi skorað eða
lagt upp mark í nánast hverjum
einasta leik að meðaltali. Nú gæti
dvöl hans í borg ástarinnar hins
vegar senn verið á enda.
Samningur Messi við PSG rennur
brátt út, en hann er í gildi út yfir-
standandi leiktíð. Renni hann út
án þess að Messi
framlengi má hann
einfaldlega fara
annað á frjálsri
sölu.
Æðst u menn
hjá franska stór-
veldinu vilja ólmir
fá Messi til að skrifa
undir nýjan samn-
i ng . S a m k væmt
h e l s t u m i ð l u m
hefur kappinn hins
vegar sjaldan verið jafn
óákveðinn er kemur að framtíð
sinni.
Það hjálpar ekki PSG að banda-
ríska félagið Inter Miami, í eigu
David Beckham, horfir hýru auga til
Messi. Hann hefur lengi verið orð-
aður við félagið og þykir það vera
hans líklegasti áfangastaður þegar
hann yfirgefur PSG.
Framtíð Messi í lausu lofti og David Beckham bíður og vonar
Tölfræði Messi hjá PSG
Leikir: 60
Mörk: 26
Stoðsendingar: 29
M e s s i
er orðinn
35 ára gam-
all og sólin í
Miami heillar óneitan-
lega.
Það sem rennir svo stoðum undir
það að Messi gæti endað hjá Inter
Miami er sú staðreynd að hann og
fjölskylda hans eiga þar heimili
fyrir. Þau verja því gjarnan fríum
sínum þar.
Bæði eiginkona Messi, Antonela
Roccuzzo, og börn þeirra eru sögð
hrifin af þeirri hugmynd að f lytja
búferlum til Miami. Bandaríska
félagið virðist því vera með öll spilin
á hendi.
Phil Neville, fyrrverandi leik-
maður Manchester United og enska
landsliðsins til margra ára, er aðal-
þjálfari Inter Miami. Hann vildi
ekki útiloka það að félagið myndi
reyna að fá Messi er hann var spurð-
ur út í það í síðasta mánuði.
Nú fylgist heimsbyggðin með
næstu skrefum Lionel Messi. n
12 ÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 17. FEBRÚAR 2023
FÖSTUDAGUR