Fréttablaðið - 17.02.2023, Blaðsíða 8
Árið 2020 var talið að
95 prósent þjóðarinn-
ar lifðu undir fátæktar-
mörkum.
Ástandið í Venesúela hefur
orðið til þess að fleiri milljónir
hafa flúið landið á undanförn-
um árum. Flestir íbúar lands-
ins segjast flýja sárafátækt og
háa glæpatíðni. Fyrrverandi
utanríkisráðherra Bretlands
segir að þjóðin hafi gleymst í
flóttamannaumræðunni.
helgisteinar@frettabladid.is
VENESÚELA Samkvæmt Flótta-
m a n n a s t o f n u n S a m e i n u ð u
þjóðanna hafa f leiri en sjö millj-
ónir manns f lúið Venesúela síðan
2015. Meira en 80 prósent þeirra
flóttamanna eru nú búsett í Suður-
Ameríku og Karíbahafi og hefur
helmingur þeirra lítinn aðgang að
mat, húsnæði og atvinnu.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn áætl-
ar að frá árunum 2013 til 2021 hafi
landsframleiðsla Venesúela dregist
saman um 75 prósent. Engin þjóð
sem býr ekki við stríðsástand hefur
upplifað það mikinn samdrátt í 50
ár. Árið 2020 var talið að 95 prósent
þjóðarinnar lifðu undir fátæktar-
mörkum.
Flestir þeir sem yfirgefa landið
eru að f lýja sárafátækt en mikil
verðbólga og eftirköst heimsfar-
aldurs kórónaveirunnar hafa haft
stórfelld áhrif á bæði Venesúela og í
raun alla rómönsku Ameríku. Sam-
einuðu þjóðirnar áætla að 82 millj-
ónir karla, kvenna og barna búi við
örbirgð í álfunni og hefur íbúum
Venesúela fækkað frá 30 milljónum
árið 2015 niður í 28 milljónir árið
2022.
Venesúela var eitt sinn ríkasta
þjóðin í Suður-Ameríku og árið 2004
náði efnahagur landsins hápunkti
þegar olíuverð á heimsmarkaði rauk
upp. Hugo Chavez, þáverandi forseti
Venesúela, naut mikilla vinsælda á
meðal fátækustu íbúa þjóðarinnar
þegar hann beindi stórum hluta af
þeim ágóða inn í velferðarkerfið.
Aftur á móti var efnahagur lands-
ins enn háður olíu og þegar Nicolás
Moduru tók við forsetaembættinu
hrundi velferðarkerfið samhliða
lækkandi olíuverði.
David Miliband, fyrrverandi
utanríkisráðherra Bretlands og for-
seti alþjóðlegrar björgunarnefndar,
sagði í samtali við fréttastofuna BBC
fyrir jól að það væri engin spurning
að f lóttamannastraumurinn frá
Venesúela væri að hafa mikil áhrif
á rómönsku Ameríku.
„Það er líka ljóst að samkeppnin
um athygli á f lóttamannaaðstæð-
um í Úkraínu, Austur-Afríku og
Afganistan er að draga úr athygli á
Venesúela, sem er mjög hættulegt.
Margar ríkisstjórnir Suður-Ameríku
eru að reyna að aðstoða Venesúela-
búa, en það er ekki hægt að búast
við því að þær beri þessa byrði
endalaust,“ sagði David.
Aðrar hjálparstofnanir hafa
einnig látið í sér heyra. Eduardo
Stein, fulltrúi SÞ fyrir f lóttamenn
frá Venesúela, segir að helmingur
allra f lóttamanna frá landinu hafi
ekki efni á þremur máltíðum á dag
og skorti einnig aðgang að húsnæði.
R a n n sók na rblaða maðu r i n n
Sarahí, sem vildi ekki gefa upp sitt
rétta nafn af öryggisástæðum, seg-
ist kannast vel við þessar aðstæður.
Hún flúði Venesúela fyrir tíu árum
síðan þegar henni bárust hótanir
sökum vinnu sinnar. Hún býr nú í
Kólumbíu og aðstoðar samlanda
sína við að aðlagast nýju lífi þar.
„Ég kom hingað ein og á eigin
spýtur. Ég hélt á einni ferðatösku
sem innihélt föt fyrir kaldara lofts-
lag í Bogotá, háskólaskírteini mín og
myndir af fjölskyldu minni. Mörg
okkar, jafnvel við sem erum með
háskólagráður, verðum að gera hvað
sem er til að lifa af og styðja við fjöl-
skyldur okkar sem eru enn í Venesú-
ela,“ segir Sarahí.
Íbúar í Venesúela eru einnig að
flýja harðræði og háa glæpatíðni en
árið 2022 var höfuðborgin Caracas
með þriðju hæstu morðtíðni í heimi.
Nicolás Maduro hefur ekki aðeins
náð að herða eigin völd innan ríkis-
stjórnarinnar, heldur nýtur hann
stuðnings meðal vopnaðra glæpa-
samtaka sem kallast Colectivos og
segja mannréttindasamtök að þau
hafi meðal annars myrt yfir 130
mótmælendur í Venesúela milli
2014 og 2017. n
Var ríkasta þjóðin í Suður-Ameríku
Þessir feðgar á leið til Kólumbíu eru meðal þeirra sjö milljón Venesúelabúa sem hafa flúið landið. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
helgisteinar@frettabladid.is
RÚSSLAND Rússneska blaðakonan
Maria Ponomarenko hefur verið
dæmd í sex ára fangelsi fyrir færslu
sem hún birti á samfélagsmiðlum
þar sem hún greindi frá rússneskri
loftárás á leikhús í Úkraínu.
Ponomarenko var handtekin í
apríl á síðasta ári, aðeins nokkrum
vikum eftir sprenginguna. Hún
hafði þá greint frá árásinni á sama
tíma og varnarmálaráðuneyti
Rússlands neitaði henni.
Dómstóllinn í borginni Barnaul
í Síberíu sakaði hana um að dreifa
falsfréttum, en hún er meðal vax-
andi f jölda rússneskra andófs-
manna sem fangelsaðir eru fyrir að
gagnrýna stríðið í Úkraínu.
Hundruð saklausra borgara lét-
ust þegar rússneskar orrustuþotur
sprengdu leikhúsið í Mariupol í
austurhluta Úkraínu. Íbúar höfðu
f lúið þangað þegar sprengjuregnið
hófst og skrifuðu meðal annars
orðið börn stórum stöfum á rúss-
nesku fyrir utan leikhúsið til að
reyna að sporna við árásum. n
Dæmd fyrir að
greina frá loftárás
helgisteinar@frettabladid.is
PERÚ Yfirvöld í Perú tilkynntu í gær
að leiðin til ferðamannastaðarins
Machu Picchu yrði opnuð á ný en
hún hefur verið lokuð í þrjár vikur
sökum mótmæla.
Mótmælin hófust í desember
þegar Pedro Castillo, þáverandi for-
seti, reyndi að slíta þinginu áður en
atkvæðagreiðsla um kæru gagnvart
honum gat farið fram.
Lestarsamgöngur til Machu
Picchu höfðu legið niðri eftir að
mótmælendur komu stórgrýti fyrir
á lestarteinunum. n
Leiðin til Machu
Picchu opin á ný
Fleiri hundruð manns létust þegar
leikhúsið í Mariupol var sprengt.
Fleiri þúsund ferðamenn heimsækja
Machu Picchu á hverjum degi.
helgisteinar@frettabladid.is
KÍNA Fjölmenn mótmæli hafa staðið
yfir meðal eldri borgara í Kína sem
mótmæla skerðingu á heilbrigðis-
þjónustu sem ætluð er ellilífeyris-
þegum. Mótmælin byrjuðu 8. febrú-
ar í Wuhan þegar héraðsyfirvöld
tilkynntu að þau myndu lækka þá
upphæð sem eldri borgarar gætu
fengið endurgreidda frá ríkinu í
lækniskostnað. Samstaða virðist
hafa myndast í landinu og hafa
mótmælin nú breiðst út alla leið til
Dalian í norðvesturhluta Kína.
Stjórnvöld segja að skerðingin
sé gerð til að auka umfang endur-
greiðslukerfisins. Gagnrýnendur
segja hins vegar að stefnubreyt-
ingin sé aðferð embættismanna til
að endurheimta þær fjárhæðir sem
fóru í Covid-próf og annan kostnað
í heimsfaraldrinum.
Mótmæli virðast vera að færast
í aukana í Kína en í lok síðasta árs
streymdu þúsundir ungra Kínverja
út á götur til að mótmælta hertum
sóttvarnareglum. Myndbönd af
mótmælunum birtust á samfélags-
miðlum sem sýndu eldri borgarana
syngjandi Nallann, eða Interna-
tional, baráttusöng verkalýðsins.
Lagið var einnig mikið sungið í mót-
mælum á Torgi hins himneska friðar
árið 1989 og er notað til að gefa í skyn
að mótmælendur séu ekki mótfallnir
ríkisstjórninni, en vilja koma gremju
sinni áleiðis. n
Eldri borgarar í Kína mótmæla á götum Wuhan
Talið er að 40 prósent Kínverja verði yfir sextugt árið 2050. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
helgisteinar@frettabladid.is
HVÍTA-RÚSSLAND Alexander Lúkasj-
enkó, forseti Hvíta-Rússlands, úti-
lokar að senda herlið sitt til Úkraínu
nema að ráðist verði á þjóð hans.
Forsetinn hefur verið náinn banda-
maður Rússlands og hafa verið uppi
getgátur um hvort hann myndi
aðstoða Rússa í hugsanlegri stór-
sókn þeirra á hendur Úkraínu í vor.
Hvíta-Rússland aðstoðaði Rússa
Segist ekki ætla að skjóta fyrst að Úkraínu
Alexander
Lúkasjenkó
við innrásina í Úkraínu fyrir ári
síðan með því að veita rússneska
hernum aðgang að Úkraínu í gegn-
um landamæri sín. Hvíta-Rússland
deilir um þúsund kílómetra landa-
mærum með Úkraínu og hefur
margoft sakað Úkraínumenn um að
fljúga bæði drónum og eldflaugum
inn á yfirráðasvæði sitt.
„Við erum friðsælt fólk. Við vitum
hvað stríð er og við viljum ekki stríð.
Það er engin leið að við förum að
senda okkar hermenn til Úkraínu
nema ef þið ráðist á Hvíta-Rússland
á undan,“ sagði Lúkasjenkó á blaða-
mannafundi í Minsk í gær. Hann
bætti við að Rússland væri engu að
síður tryggur bandamaður Hvíta-
Rússlands.
Lúkasjenkó sagði einnig að Rússar
hefðu aldrei beðið hann um að taka
þátt í innrásinni í Úkraínu. Forset-
inn mun funda með Vladímír Pútín
í Moskvu í dag. n
Hundruð saklausra
borgara létust þegar
rússneskar orrustu-
þotur sprengdu leik-
húsið í Mariupol.
8 FRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 17. FEBRÚAR 2023
FÖSTUDAGUR