Fréttablaðið - 17.02.2023, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 17.02.2023, Blaðsíða 2
Við erum ekki búin, en við ætlum þangað. Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgar- svæðinu Ný framtíð Ný framtíð, samráðsþing um landsáætlun um innleiðingu á samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks, fór fram í gær. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Katrí n Jakobsdóttir, Guðmundur Ingi Kristinsson og Heiða Hilmisdóttir undirrituðu fjögurra metra langan borða sem hluta af gjörningi. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Opnum kynferðisbrota- málum var fækkað verulega í lok síðasta árs. Lögreglustjóri vonar að fleiri þolendur sjái hag sinn í því að kæra þegar málsmeðferðartími styttist. lovisa@frettabladid.is DÓMSMÁL Halla Bergþóra Björns- dóttir, lögreglustjóri á höfuðborgar- svæðinu, vonar að f leiri þolendur kynferðisbrota kæri til lögreglu. Undanfarna mánuði hafi náð að fækka opnum kynferðisbrotamál- um um 37 prósent eftir að þau fengu aukna fjárveitingu frá Alþingi. „Við vitum að það er lítill hluti sem kærir því þau vita að ferlið getur verið langt en þetta vonandi hefur þau áhrif að f leiri komi til okkar og kæri,“ segir Halla Berg- þóra, en sem dæmi var 1. september í fyrra alls 401 opið mál en núna eru þau 235 og fækkaði þeim því um 148 á fjórum og hálfum mánuði. Halla Bergþóra útskýrir að þegar fjármagnið fékkst hafi þau hafist handa á báðum endum. Því sé elsta málið til rannsóknar um tveggja ára. „Það eru enn gömul mál, við erum ekki búin, en við ætlum þangað. Ég hugsa að það sé á annað ár frá því að elsta málið kom til okkar og helsta ástæðan fyrir því að við höfum ekki komist í þetta er mannekla.“ Halla segir að margar rann- sóknir bendi til þess að því lengur sem rannsóknin tekur því lengra sé áfallið fyrir brotaþola. Vinna þurfi hratt án þess að draga úr gæðum. „Hraði rannsóknar hefur gífur- lega mikil áhrif. Aðallega á þol- endur, en líka á gerendur, og svo í kringum hvert kynferðisbrot eru aðstandendur, bæði hjá þolendum og gerendum og þetta hefur áhrif.“ Aukið fé þýddi a um stöðugildum. Auk þesss voru vinnuskipti og full- trúi saksóknara aðstoðaði tíma- bundið við verkferla og vinnulag. „Það er alltaf verið að segja að það þurfi að efla lögregluna og þegar við fáum hendurnar þá skiptir það svo miklu máli, með öllu hinu.“ Stöðugildin hafa skipt sköpum fyrir rannsókn þeirra því þeim var fjölgað í tæknideild, stoðdeild, á ákærusviði og svo í kynferðisbrota- deildinni sjálfri. „Eitt kynferðisbrotamál snertir rosalega marga. Þetta er f lókin rannsókn og við höfum alltaf verið á því að mikilvægt sé að taka vel utan um þennan málaflokk. Í þessu þá kemur ekkert í staðinn fyrir mann- eskjuna sem þarf að vinna vinnuna og þetta hefur breytt rosalega miklu,“ segir Halla Bergþóra Björns- dóttir. n Lögreglustjórinn vonast til að fleiri kæri kynferðisbrot Opnum kynferðisbrotamálum fækkaði um 37 prósent. Fréttablaðið/Valli Leikstjórinn Sara Gunnars- dóttir. kristinnhaukur@frettabladid.is KVIKMYNDIR My Year of Dicks, hin stutta teiknimynd Söru Gunnars- dóttur, er í öðru sæti hjá f lestum veðbönkum yfir þær myndir sem líklegastar eru til að hljóta óskars- verðlaun. Verðlaunin verða veitt þann 12. mars næstkomandi. Vinni Sara verður hún annar Íslendingur- inn til að hljóta verðlaunin, á eftir tónskáldinu Hildi Guðnadóttur sem hlaut verðlaunin árið 2020 fyrir tón- listina í myndinni The Joker. Samkvæmt veðbönkunum á myndin The Boy, the Mole, the Fox and the Horse besta möguleika á verðlaunum. En My Year of Dicks, sem fjallar um tímann þegar handritshöf- undurinn Pamela Ribbon var að fá hvolpavitið, kemur þar á eftir. Bank- arnir Bet365, Unibet og Betvictor gefa henni á bilinu 8 til 15 prósenta líkur en Betfair 33 prósent. Gagnrýnendur hafa einnig talið myndina sigurstranglega, til að mynda telur tímaritið Indiewire My Year of Dicks líklegasta til að hreppa hnossið. n Teiknimynd Söru ofarlega hjá veðbönkunum kristinnhaukur@frettabladid.is KJARAMÁL Dökkt var yfir Karphús- inu í gærkvöldi þegar Fréttablaðið fór í prent og óvíst með framhald viðræðna milli Ef lingar og Sam- taka atvinnulífsins. Ástráður Har- aldsson, settur sáttasemjari í kjara- deilunni, hafði ekki gefið út neina yfirlýsingu en miðað við andrúms- loftið á staðnum er ekki talið líklegt að komist verði lengra í bili. Annan daginn í röð funduðu for- svarsmenn Eflingar og SA og framan af degi var bjartara yfir fólki. Vildi Ástráður meina að deilan væri að tosast í rétta átt þó að „formlegar kjaraviðræður“ væru ekki hafnar. Reyndar væri óvíst hvort það tækist. Þegar Fréttablaðið fór í prentun hafði Eyjólfur Árni Rafnsson, for- maður SA, yfirgefið Karphúsið, en talið er að hann hafi gert kröfu að verkfallinu yrði frestað í viðræð- unum. Var gefinn frestur til 18 og svo til 19 til að samþykkja þetta en ekki er talið að það hafi verið gert. Fyrr hafði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gefið út að verk- fallinu yrði ekki frestað nema „eitt- hvað bitastætt“ kæmi á borðið. n Óvíst með framhald kjaraviðræðna Ástráður Haraldsson sáttasemjari þungstígur um kvöldmatarleytið. 2 FRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 17. FEBRÚAR 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.