Fréttablaðið - 17.02.2023, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 17.02.2023, Blaðsíða 10
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út fimm daga í viku og hægt er að nálgast það ókeypis á 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborg, Ölfusi, Akranesi, Borgarnesi, Akureyri og víðar. Að auki er blaðið aðgengilegt í pdf-formi og í appi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS Nú er svo komið að öflug hag- kerfi utan þessarar meintu visku- miðju eru að taka fram úr Evrópu- löndum í efnahags- legum styrk og kaupgetu. Það er að minnsta kosti hætt við að verðmæta- sköpun fyrirtækja skryppi talsvert saman án öflugra skóla og heilbrigðis- þjónustu. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Nýlega birti Félag atvinnurekenda niðurstöður skýrslu um launa- og fjöldaþróun opinberra starfs- manna undanfarin ár. Af því tilefni var haft eftir Guðrúnu Hafsteinsdóttur, þingmanni og verðandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, í miðlinum Vísi: „Verð- mætin í íslensku samfélagi verða til í einkageiranum, þau verða til á almenna markaðnum, þannig við megum aldrei gleyma því að hlúa að fyrirtækjunum í landinu.“ Vissulega þarf að búa fyrirtækjarekstri góða umgjörð en hún er fráleit og þreytt sú margtuggna klisja að verðmætin verði eingöngu til í einkarekstri. Öllum ætti að vera augljóst að þau skapast í góðu samspili einkageirans og hins opinberra. Það er að minnsta kosti hætt við að verðmætasköpun fyrirtækja skryppi talsvert saman án öflugra skóla og heilbrigðis- þjónustu, skilvirkrar löggæslu og dómstóla, góðra almenningssamgangna, veður- og hafrannsókna, alþjóðasamninga og þúsunda annarra starfa sem mestmegnis eru unnin af opinberum starfsmönnum. Á ráðstefnu í tilefni þessarar sömu skýrslu, f lutti sama ráðherraefni ræðu og sagði meðal annars: „Eins og ykkur er held ég flestum kunnugt, þá skipti ég um starfsvettvang fyrir um 18 mánuðum síðan. Og flest þekkið þið minn bakgrunn og því ætti ekki að koma ykkur á óvart að það versta við þessi nýju umskipti í mínu lífi, að þau voru að verða opinber starfsmaður. Þá vísa ég til þess að ég sé nú á framfæri annarra en sjálfrar mín …“ Fyrir utan þekkingarleysið og hrokann sem birtast í ummælunum er þetta býsna köld kveðja til alls þess opinbera starfsfólks sem vann í framlínu- störfum fyrir örfáum misserum, þegar Covid-bylgjan lék landsmenn grátt, meðal annars til að verja hag- kerfið. Þegar draumur Guðrúnar Hafsteinsdóttur, þing- manns Sjálfstæðisflokksins, um ráðherrastól verður loks uppfylltur mun hún hafa á sinni könnu fjölda stofnana, þar sem þúsundir opinberra starfsmanna sinna fjölbreyttum og dýrmætum störfum. Ég óska henni góðs gengis en vona innilega að áður en til þess kemur, átti hún sig á mikilvægi og virði starfa þessa fólks fyrir verðmætasköpun landsins en líti ekki þann- ig á að þau séu á framfæri annarra en sjálfra sín. n Guðrún og verðmætin Logi Einarsson formaður þingflokks Sam- fylkingarinnar jafnaðarflokks Íslands benediktboas@frettbladid.is Stórsigur kvenna og kjötæta Skýrsla fjölmiðlanefndarinnar um hatur í íslensku samfélagi leiðir í ljós stórsigur kvenna og þeirra sem leyfa sér smá blóð á diskinn sinn. Þegar um þúsund þátttakendur könnunar nefndar- innar voru spurðir: Er einhver hópur sem þér mislíkar mjög, kom í ljós að aðeins 0,5 prósent þolir ekki konur eða kjötætur. Nærri átta prósentum mislíkar þó við Rómafólk, sem er ansi merkileg staðreynd því Rómafólk hefur varla komist í fréttir hér á landi. Síðast var það árið 2019 þegar fyrirlestur var um málefni Rómafólks og sagði þá skipu- leggjandi að það væri hálfgert huldufólk. En kannski er það það sem pirrar hluta landsmanna. Þýddar spurningar Spurningarnar í þessari könnun eru þýddar frá Svíþjóð og Noregi og vonast fjölmiðlanefndin eftir því að niðurstöðurnar geti nýst stjórnvöldum. Vonin sé að hér verði hægt að tryggja öflugt stafrænt lýðræðissamfélag, eins og það er orðað. Meira að segja vonast þessi nefnd eftir því að alls konar stofnanir geti nýtt sér það hvað Íslendingar þola ekki Rómafólk. Í skýrslunni er sagt að samanburður sé mikil- vægur til að vita hvernig staðan er á Íslandi. En séu niðurstöður sænsku og norsku rannsóknar- innar skoðaðar má sjá að Íslend- ingar eru bitrari og reiðari en frændþjóðir okkar. Sérstaklega er varðar stjórnmálaflokka. n Oft og einatt hafa Vesturlandabúar gónt á nafla síns heima – og haldið fram þeirri kenningu að ekkert rúmist þar utan sem ekki megi ýmist ræna, rufla, ellegar tala niður til. Ekki einasta hafi Mekku siðmenningarinnar ávallt verið að finna í Gamla heiminum, sem svo hefur verið nefndur af dreissugu dramb- læti, heldur séu helstu vísindaafrek og fram- faraskref mannkyns bundin við þann eina stað. En allt er í heiminum hverfult – og nú er svo komið að öflug hagkerfi utan þessarar meintu viskumiðju eru að taka fram úr Evrópulöndum í efnahagslegum styrk og kaupgetu. Ástæðan er einfaldlega sú að hvergi fjölgar meira og hraðar í aflögufærri millistétt en einmitt í fjölmennustu löndum Asíu og Suður- Ameríku, á sama tíma og hægir mjög á náttúru- legri fjölgun heimamanna í Evrópu, en álfan sú arna getur ekki bætt sér það upp nema með innflutningi vinnuafls frá fjarlægum löndum. Það er í þessu ljósi sem einkar athyglisvert er að fylgjast með evrópskum vísindarann- sóknum á lýðfræðilegum breytingum næstu áratuga, en þær sýna öðru fremur hvar neyt- endakrafturinn verður helst leystur úr læðingi fram eftir nýrri öld. Einu löndin sem færa sig upp þann lista á næstu þrjátíu árum, fyrir utan Kína sem situr í toppsætinu eftir sem áður – og eykur bara forystu sína, eru Indland, Indónesía, Brasilía og Mexíkó, en síðastnefnda ríkið hefur raunar aldrei áður ratað í fyrstu tíu sæti listans yfir þær þjóðir sem státa af mestri kaupgetu. Þau lönd sem helst munu gefa eftir á listan- um fram til 2050 eru Bandaríkin, sem fellur úr öðru sæti í það þriðja, og hleypir Indlandi upp fyrir sig, en hæsta fallið er hjá Japan og Þýska- landi. Það fyrrnefnda fer úr fjórða sæti í það áttunda. Það síðarnefnda úr fimmta sæti í það níunda. Í báðum þessum löndum hefur hægt svo mjög á fólksfjölgun að til trafala horfir. Þar er hin breiða millistétt að láta undan. Frakkland, sem var í tíunda sæti, fellur út af listanum, og Bretland tekur það sæti eftir að hafa sigið um eitt á þessum tíma. Það verður því svo komið innan þrjátíu ára að einungis tvö Evrópulönd verða á lista yfir tíu sterkustu markaðssvæði jarðarinnar hvað neyslukraftinn varðar – og þessi tvö lönd, Þýskaland og Bretland, reka lestina á honum. Að þessu leyti er gamla álfan að gefa eftir, hvað svo sem segja má um lýðræðisþróttinn sem þar er að finna, að ekki sé talað um sam- stöðuna, svo og óbilandi trú á mannréttindi. n Breyttur heimur 10 SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 17. FEBRÚAR 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.