Fréttablaðið - 17.02.2023, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 17.02.2023, Blaðsíða 14
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. „Óumbeðin ástarbréf er ljóða- bók í vinnslu. Bréfin koma öll frá okkur sjálfum, en þau eru rituð til ásta sem við höfum átt, þráð eða eigum jafnvel núna. Öll bréfin eru sönn, þau eru ekkert grín. Sum eru auðvitað fyndin, en mörg eru líka sorgleg og önnur sjóð- heit. Í bókinni köfum við í allar tilfinningar sem til eru. Stefnan er sett á einhvers konar sýningu við útgáfu, en útfærslan á henni er enn í þróun. Við erum þó með eins konar sýningu í gangi núna en víðs vegar um miðbæinn má finna ljóð úr bókinni á rafmagnskössum, ljósastaurum og lúnum húsum,“ segir Gunnlöð. Sjálf segist Gunnlöð ekki hafa fengið mikið af óumbeðnum ástar- bréfum. „En ef menn tjá ást sína með typpamyndum og klúrum skilaboðum, þá hef ég fengið nokkur, því miður,“ segir hún og heldur áfram: „Okkar óumbeðnu ástarbréf eru alls konar. Mörg hver eru bréf sem við hefðum kannski viljað senda á einhverjum tímapunkti en slepptum af einhverjum ástæðum. Sum bréfin langar okkur ekki endilega að birta en ögrum okkur með því að gera það. Okkur langar að berskjalda okkur og tilfinningar okkar því rétt eins og konur í gríni fá tilfinningar oft ekki nægilegt pláss.“ Talandi um konur í gríni. Finnið þið enn fyrir því að fólk telji konur ekki vera fyndnar? Eða er f lest fólk hætt að hugsa þannig? „Blessunarlega finnum við ekki mikið fyrir því en erum meðvit- aðar um að konur fá minni pláss til að vera fyndnar. Karlar virðast mega grínast með fleira en konur. Þær eru einnig bókaðar í færri grín-gigg. Þessu verður að breyta,“ segir Gunnlöð. „Húmor er vissulega mjög per- sónubundinn en það er alveg galið að ákveða að heilt kyn sé ekki fyndið. Leiðinlegra fyrir fólk sem trúir þessu því það er að missa af miklu gríni.“ Spuninn leiddi þær saman Auk Gunnlaðar samanstendur spunahópurinn Eldklárar og eftir- sóttar af þeim Ebbu Sig, Grímu Kristjánsdóttur, Heiðu Vigdísi Sig- fúsdóttur, Laufeyju Haraldsdóttur og Sunnu Björgu Gunnarsdóttur, sem allar hafa ólíkan bakgrunn en eiga þó sköpunina sameiginlega. „Í hópnum eru til dæmis leik- konur, uppistandarar, ljósmyndari, rithöfundur og keramiklistakona. Við erum svo með bakgrunn í alls konar, eins og lögfræði og hagfræði svo einhver óvanaleg dæmi séu tekin,“ segir Gunnlöð, sem sjálf starfar sem ljósmyndari. Sem hópur kynntust konurnar í gegnum spunann en flestar voru þær saman á spunanámskeiði fyrir konur árið 2019, þó sumar hafi þekkst lengur. Gunnlöð segir misjafnt hvernig þær komust upprunalega í kynni við spuna, sumar kynntust honum í gegnum leiklistina, aðrar höfðu séð spuna- sýningar og langaði að læra. „Spuninn kom allavega til okkar allra þegar við þurftum á honum að halda,“ segir hún. „Spunanum fylgir mikið frelsi, hann er góð núvitundaræfing en líka æfing í að sleppa sér og leyfa sér að fíflast. Það er alltaf spenn- andi að sjá hvað gerist, því við vitum það ekki einu sinni sjálfar,“ segir hún þegar hún er spurð hvað henni þyki mest spennandi við spunann, en það sem er mest krefjandi er að stíga aftur inn í raunveruleikann. „Lífið er reyndar spuni, svo kannski er spuni raunveruleikinn,“ bætir hún við. Listinn virkaði Nafnið Eldklárar og eftirsóttar er áhugavert. Hvaðan kemur það? „Þegar hópurinn var nýlega stofnaður, héldum við árshátíð. Við ákváðum að á því kvöldi yrði nafn á hópinn ákveðið svo við héldum formlega kosningu og allar skrifuðu nöfn á miða sem settir voru í skál. Við tók kosningaferli þar sem hver miði á fætur öðrum var lesinn upp og tillögurnar ræddar. Eitt nafn þótti langbest en það var Eldklárar og eftirsóttar. Ein af stofnmeðlimum hópsins, sem nú er að vísu hætt, birtist stuttu áður á lista ónefnds frétta- miðils yfir „eldklárar og eftirsóttar konur á lausu“ og okkur þótti það svo fyndið. Vert er þó að segja frá því að listinn virkaði, því stuttu síðar fann hún mann og er nú í farsælu sambandi,“ segir Gunnlöð og hlær. Hópurinn var formlega stofn- aður árið 2021 þótt upphafið megi rekja til ársins 2019. Fyrir síðustu jól settu þær upp jólasýningar sem Gunnlöð segir að hafi heppnast afar vel. Hún segir þær grínast með flest án þess þó að fara yfir einhver mörk. „Okkur finnst þó gaman að ögra smá með okkar gríni og við potum til dæmis mikið í feðraveldið og kapítalisma,“ segir hún. Þær sýndu á Reykjavík Fringe síðasta sumar og hafa einnig sýnt með Improv Ísland þónokkrum sinnum síðustu ár. „Við höfum svo tekið að okkur gigg í einkasamkvæmum og á vinnustöðum sem er alltaf skemmtilegt,“ segir Gunnlöð og bætir glettin við að þeim hafi alltaf verið vel tekið. „Það virðast allir elska okkur!“ Þessa dagana fer þó öll orkan í væntanlega ljóðabók, en von er á henni í maí. „Við erum dálítið að nýta orkuna okkar í bókina núna en við erum svo framtakssamar og æstar að það er aldrei að vita nema við höldum einhverjar sýningar fyrir útgáfu. Við reynum að vera virkar á sam- félagsmiðlum og deilum þar öllu sem við gerum, svo áhugasamt fólk getur kíkt á okkur þar!“ n Víðs vegar um miðbæinn má finna ljóð úr bókinni, á rafmagnskössum, ljósa- staurum og lúnum húsum. Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun @frettabladid.is Ebba Sig, Laufey, Haraldsdóttir, Gríma Kristjáns- dóttir, Heiða Vigdís Sigfús- dóttir og Sunna Björg Gunn- arsdóttir skipa hópinn Eldklárar og eftirsóttar ásamt Gunn- löðu. MYNDIR/ GUNNLÖÐ JÓNA RÚNARSDÓTTIR 2 kynningarblað A L LT 17. febrúar 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.