Fréttablaðið - 17.02.2023, Page 28

Fréttablaðið - 17.02.2023, Page 28
 En ég hef fulla trú á að þetta geti orðið ein- hverjum til blessunar, Guði til dýrðar, og þá er nú tilganginum náð. Sigurbjörn Þorkelsson Ég renndi blint í sjóinn með þetta enda ekki beint eitthvað sem maður var búinn að plana. Jóhann Helgason Í HELGARBLAÐINU Forvitnin ákveðin forréttindi  Nafn Pedro Gunnlaugs Garcia var ekki á almennu vitorði þegar hann vann til Íslensku bókmenntaverð­ launanna á dögunum. Hann segist mikið spurður út í upprunann, svo mjög að hann hafi fengið svolítið nóg af því, þó geti hann ekki grátið sárt enda séu það forréttindi að fólk sé forvitið um hann. Langar að bæta brúðkaupsbransann Alina Vilhjálmsdóttir, ein fárra brúðkaupsskipuleggj­ enda landsins, segir segir æ f leiri tilbúna til að greiða fyrir aðstoð við brúðkaups undirbúninginn og þannig minnka þá streitu sem getur fylgt stóra deginum. Er að ná tökum á kvíðanum Þröstur Leó Gunnarsson er einn ást­ sælasti leikari þjóðarinnar. Hann er alinn upp á Bíldudal og fór ungur til sjós. Þröstur hefur glímt við mikinn kvíða eftir sjóslys sem hann lenti í árið 2015 en í slysinu trúði hann því að hann myndi deyja. Þröstur hefur síðan þá lært að ná ákveðnum tökum á kvíðanum og segir í ein­ lægu viðtali við Helgarblað Frétta­ blaðsins frá áföllum, æskunni og leiklistarferlinum. Tónlist Jóhanns Helgasonar við ljóð Sigurbjörns Þor­ kelssonar verða í forgrunni í guðsþjónustu sunnudagsins í Bústaðakirkju þar sem Jóhann mun leika á gítar og syngja ásamt Páli Rósinkranz og Regínu Ósk. Sigurbjörn sjálfur mun hins vegar pred­ ika og leggja út af orðum Lifi lífið sem hafa honum löngum verið afar hugleikin. Trúarstef eru ríkur þáttur í fjölda ljóða Sigurbjörns Þorkelssonar, rit­ höfundar og ljóðskálds. Tónlistar­ maðurinn Jóhann Helgason samdi lög við nokkur þeirra sem komu út á geisladiski í fyrra undir því sem kalla má slagorð Sigurbjörns, Lifi lífið. Lögin við ljóðin verða í forgrunni sunnudagsmessunnar í Bústaða­ kirkju um helgina þar sem Jóhann ætlar að spila á gítar og syngja. Sigur­ björn mun hins vegar predika og að sjálfsögðu leggja út af yfirskriftinni Lifi lífið. „Já, ég reyni að mala þarna eitt­ hvað, eða predika,“ segir Sigurbjörn. „Lifi lífið er svona mitt slagorð til áratuga og hefur fylgt mér frá unga aldri. Og bara reynst mér vel og komið sér vel því ég hef nú verið að glíma við erfitt krabbamein. Þannig að já, ég mun leggja út af þeim. Að sjálfsögðu.“ Dottið um bækur Jóhann lætur síðan til sín taka með söng og gítarleik þegar hann flytur lög sín við ljóð Sigurbjörns ásamt þeim Páli Rósinkranz og Regínu Ósk og einvala liði tónlistarfólks. „Það var sennilega í desember 2020 í desember sem ég sá aug­ lýsingu frá Tónmenntasjóði kirkj­ unnar um styrki til að semja tón­ list og annað efni sem ætti heima í kirkjulegu starfi,“ segir Jóhann um hvað varð til þess að hann byrjaði að semja lög við ljóð Sigurbjörns. Hann hafi ákveðið að sækja um en rak sig f ljótt á að lítið var til af efni til þess að semja fyrir. „Þá mundi ég eftir að hafa séð greinar eftir Sigurbjörn og að hann hefði gefið út svona bækur og náði í þær á bókasafni.“ Jóhann segist fljótlega hafa verið kominn með tvö til þrjú lög og hafi þá hringt í Sigurbjörn til þess að láta hann vita af þessu og honum fannst þetta bara mjög jákvætt framtak,“ segir Jóhann. „Hann hafði dottið um þessar bækur, ef svo má segja, á Bókasafni Seltjarnarness og hringdi í mig og sagðist vera búinn að gera tvö lög við tvö ljóða minna og langaði að leyfa mér að heyra þau,“ segir Sigurbjörn. Lífið lifir í tónlist Jóhanns við ljóð Sigurbjörns Sigga Guðna söng á diskinum en er nú fjarri trúarlegu gamni. Regína Ósk syngur með Jóhanni. Páll Rósinkranz söng á hljóm- diskinum og gerir það einnig í kirkjunni. Þórarinn Þórarinsson thorarinn @frettabladid.is Jóhann datt, ef svo má segja, um bækur Sigurbjörns og upp spruttu lög við trúarljóð. MYND/AÐSEND Engin læti „Þetta voru þessi fínu lög, fannst mér, og spurði hvort hann vildi gera fleiri og langaði að gefa út disk. Sem varð að veruleika og hann kom út á sumardaginn fyrsta í fyrra,“ segir Sigurbjörn um hljómdiskinn Lifi lífið. „Ég fékk nú ekki styrkinn en var þá kominn með ein sjö lög,“ segir Jóhann sem fékk þá Pál Rósinkranz, Regínu Ósk og Sigríði Guðnadóttur til þess að syngja lögin með sér á disknum. „Ég er mjög sáttur við þennan disk og mjög ánægður og fólk sem hlustar á hann virðist vera það líka,“ segir Sigurbjörn. „Hann hefur nú ekkert farið neitt sérstaklega hátt og engin læti verið í kringum þetta.“ Sigurbjörn segir þó eitthvað um að lögin séu f lutt í kirkjum og eitthvað hafi heyrst af disknum í útvarpi. „En ég hef fulla trú á að þetta geti orðið einhverjum til blessunar, Guði til dýrðar, og þá er nú tilgang­ inum náð.“ Blint í sjóinn Jóhann bendir á að núorðið sé orðið erfitt að gefa út með gamla laginu sem honum finnist þó mun skemmtilegra. „Það er gaman að geta sett þetta í fast form. Ég renndi blint í sjóinn með þetta enda ekki beint eitthvað sem maður var búinn að plana að gera,“ segir Jóhann um útgáfuna. „En allt gerðist þetta svona ein­ hvern veginn út af þessari auglýs­ ingu og vatt upp á sig og ég var bara virkilega ánægður með útkomuna. Það kom mér verulega á óvart hvernig þetta einhvern veginn féll allt vel saman.“ Messan í Bústaðakirkju hefst klukkan 13 á sunnudaginn þar sem Sigurbjörn mun, sem fyrr segir, predika og séra Þorvaldur Víði­ sson þjónar fyrir altari. Regína Ósk og Páll Rósinkranz syngja síðan með Jóhanni ásamt Kammerkór Bústaðakirkju. Jóhann leikur einnig á gítar en Matthías Stefánsson á fiðlu og Bjarni Sveinbjörnsson á bassa og Jónas Þórir, kantor Bústaðakirkju, leikur á píanó og hammond­orgel. n 20 LÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 17. FEBRÚAR 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.