Fréttablaðið - 17.02.2023, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 17.02.2023, Blaðsíða 6
Þar er fólk úti í bæ að tjá sig. Kjartan Magnús- son borgarfull- trúi Þessar breytingar myndu að óbreyttu hafa meiri áhrif á félög sem fljúga í gegnum Ísland en mörg önnur svæði. Bogi Nils Bogason, for- stjóri Icelandair. Við erum að tala um risamál fyrir íslenska ferðaþjónustu, neyt- endur, íslenska alþýðu. Vegna tengiflugsins eru hér eins góðar flugsam- göngur og raun ber vitni. Birgir Jónsson, forstjóri Play Ferðir árið 2023 Ferð um Vestfirði 04.- 06. maí 2023 Rínarsigling 26.- 31. júlí 2023 Ferð til Bodensee 09.- 14. október 2023 Aðventuferð til Wurzburg 06.- 10. desember 2023 Rétt til að sækja um orlofsferð hefur sérhver kona sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu án launagreiðslu fyrir það starf . Upplýsingar um ferðirnar og skráning er á vefsíðunni www. hafnarfjardarorlof.is Orlofsnefnd Hafnarfjarðar auglýsir orlofsferðir 2023 Flug til Íslands gæti minnkað um meira en helming, millj- ónir ferðamanna yrðu úr sög- unni og tugþúsundir starfa í hættu. Forstjóri Play segir allt undir að Ísland fái undan- þágu frá hærri kolefnisskatti. bth@frettabladid.is SAMGÖNGUR Framtíð íslenskrar ferðaþjónustu er í hættu ef reglu- gerð ESB um aukinn kolefnisskatt af f lugi mun ganga óbreytt yfir Ísland vegna EES-samningsins. Þetta segir forstjóri Play. „Málið er mjög alvarlegt, við fylgj- umst spennt með baráttu íslenskra stjórnvalda. Ég hef nefnt orðið ham- farir í þessu samhengi,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Áhrif aukins losunarskatts af f lugi, sem tillögur eru um, yrðu gríðarlega neikvæð fyrir af komu íslensku millilandaflugfélaganna, Icelandair og Play. Birgir segir að rekstur flugfélaganna sé þó smámál í stóra samhenginu. „Við erum að tala um risamál fyrir íslenska ferðaþjónustu, neyt- endur, íslenska alþýðu. Vegna tengi- flugsins eru hér eins góðar flugsam- göngur og raun ber vitni, það er hægt að f ljúga um víðan völl með stoppi hér, annars væru þetta bara örfá flug til og frá landinu eins og í gamla daga,“ segir Birgir. Íslensku flugfélögin hafa að sögn Birgis, oft með tilboðsverði, náð að spýta inn til landsins sem flestum farþegum sem verji  peningum innanlands. Þannig nærist ferða- þjónustan og skattheimta ríkisins hafi notið arðsins af uppsveiflunni. Birgir segir að ef reglugerðin gangi óbreytt yfir Ísland falli tengiflugið út, bresk flugfélög eða önnur félög óbundin af  hærri álögum muni taka yfir f lugsamgöngur til og frá landinu. „Flugið myndi minnka um meira en helming. Þar af leiðandi gætum við hætt að tala um milljónir ferða- manna og tugþúsundir starfa í ferðaþjónustu,“ segir Birgir. Starfshópur hefur verið skipaður vegna málsins með fulltrúum hins opinbera, Icelandair, Play, Isavia og fleirum. Utanríkisþjónustan og öll íslenska stjórnsýslan lítur á það sem gæti gerst  mjög alvarlegum augum.  Ber að hrósa  íslenskum stjórnvöldum fyrir þeirra samhenta átak, að sögn Birgis. „Ég hef góða tilfinningu fyrir því að niðurstaðan detti réttum megin.“ Play greiddi að sögn Birgis hundruð milljóna í útblástursskatt á síðasta ári.  Því sé ekki eins og félögin  starfi ábyrgðarlaus gagn- vart mengun. Fréttablaðið hefur ekki fengið staðfest hve mikla hækkun af kolefnisskatti gæti orðið að ræða. Birgir segir furðu sæta ef Ísland eigi að gjalda fyrir breyt- ingar sem ætlað sé að miða að því að umhverfisvænni ferðamáti leysi af stuttar flugferðir innan Evrópu. „Það eru mörg fordæmi fyrir að tekið hafi verið tillit til sérhags- muna ríkja. Malta og Kýpur hafa náð miklum ávinningi.  Við þurf- um að mótmæla þessu mjög ákveð- ið og semja um okkar sérhagsmuni. Við förum ekki í rútu eða lest héðan frá Íslandi.“ Guðlaug u r Þór Þórða r son umhverfisráðherra ítrekaði mikil- vægi þess í Fréttablaðinu í gær að ESB fallist á óskir íslenskra stjórn- valda um afslátt af skattinum. Þá hefur Fréttablaðið  fjallað um bréf Katrínar Jakobsdóttur forsætis- ráðherra til Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB. Í bréfinu falast Katrín eftir fríum los- unarheimildum ef flug teygi sig lengra en 500 kílómetra frá landinu. n Ferðaþjónustan fari í rúst ef Ísland fær ekki undanþágu Framtíð Icelandair og Play er aðeins smámál í stóra hagsmunasamhenginu að sögn forstjóra Play. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR bth@frettabladid.is SAMGÖNGUR Bogi Nils Bogason, for- stjóri Icelandair, segir að þótt áhrifin af auknum skatti ESB vegna losunar í f lugi yrðu vond fyrir Icelandair séu þeir hagsmunir smávægilegir miðað við heildaráhrifin á íslenskt samfélag. Neikvæð áhrif yrðu á tengingar við útlönd, inn- og útflutning, ferða- þjónustuna og íslenskt hagkerfi sem heild. „Þessar breytingar myndu að óbreyttu hafa meiri áhrif á félög sem fljúga í gegnum Ísland en mörg önnur svæði. Flugið myndi færast annað, það myndi ekki minnka heldur færast til,“ segir Bogi. Bogi segir að viðskiptamódel Ice- landair, sem byggi á millilendingum, tengiflugi, sé í raun umhverfisvænna en f lugferðir með stórum vélum þegar flogið sé beint yfir hafið. Ameríkuflugið sé ekki óumhverf- isvænt heldur hafi félagið reiknað út 7-37 prósenta minni losun miðað við breiðþotur sem fljúgi langt og beint. „Við erum að fljúga á vélum sem eru hagkvæmar hvað varðar notkun eldsneytis. Þessi umhverfisskattur, ef hann leggst á með fullum þunga, gerir því umhverfismálin verri þegar markmiðið er þveröfugt,“ segir Bogi. Bogi er á sama máli og Birgir Jóns- son hjá Play að tengimódel íslensku félaganna sem byggi á fjölmörgum áfangastöðum og tíðni sem annars gæti aldrei orðið að veruleika, færi landinu miklu f leiri ferðamenn en hægt væri að búast við ef sam- keppnisstaðan raskast verulega vegna áætlana ESB. Hann segist vonast til að ESB taki tillit til sérstöðu Íslands sem ein- angraðrar eyju í samræmi við óskir íslenskra stjórnvalda. n Segir að losunarskattar auki mengun  Klappið var tekið upp á síðasta ári en það berast enn kvartanir. kristinnpall@frettabladid.is STRÆTÓ „Það eru nokkrir hlutir sem er helst verið að kvarta undan. Ég lenti sjálfur í vandræðum með að nota þetta og þá fór ég að hugsa að þetta hlyti annaðhvort að vera hug- búnaðurinn eða tæknibúnaðurinn,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Fréttablaðið um upplifun sína og annarra af annmörkum snjallforrits- ins Klapp sem greiðslukerfis Strætó. Kjartan segist hafa skoðað um- sagnir sem forritið fær á netinu vandlega í kjölfarið. „Fyrir viku síðan fór ég að skoða nánar umsagnirnar sem Klappið fær, bæði á Facebook og í App Store hjá iPhone notendum og Google Play, þar sér maður umsagnir not- enda og þar voru fjölmargar nei- kvæðar umsagnir. Þar er fólk úti í bæ að tjá sig.“ „Ég spurðist fyrir um þetta mál síðasta sumar og fékk svar frá Strætó þar sem því var lýst yfir að byrjunarörðugleikarnir væru að baki og að kerfið virkaði vel. Maður sér, ef maður takmarkar leitina við umsagnir frá 1. desember síðast- liðinn, þegar Strætó sagði að örðug- leikarnir væru að baki, að það dregur ekkert úr kvörtunum,“ segir Kjartan sem segir umsagnirnar telja hundruðum og að f lestar séu nei- kvæðar. Hann tók málið upp á borgar- stjórnarfundi í síðustu viku. „Ég ræddi við tæknisérfræðinga sem þekkja málið betur en ég, og án þess að geta fullyrt það virðist það vera bæði að skannarnir séu hægvirkir og hugbúnaðurinn sé gallaður.“ n Segir snjallforritið Klappið enn vera að glíma við byrjunarörðugleika 6 FRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 17. FEBRÚAR 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.