Fréttablaðið - 17.02.2023, Blaðsíða 4
Við viljum auka enn
frekar umtal, fræðslu
og forvarnir.
Sæunn Ósk
Unnsteinsdóttir,
framkvæmda-
stjóri Hopp.
Mikilvægt er að gæta
að velferð dýra, þar á
meðal loðdýra, í hví-
vetna.
Svandís
Svavarsdóttir,
matvælaráð-
herra.
inn í lokaðan kassa sem bensín-
gufum sé blásið inn í, en þar eð
minkar geti haldið niðri í sér and-
anum í upp undir hálftíma, megi
ljóst vera hvernig dauðastríðið vari
mínútum saman.
Í fyrrgreindu svari Svandísar
Svavarsdóttur matvælaráðherra
til blaðsins í gærdag segir að mikil-
vægt sé að gæta að velferð dýra, þar
á meðal loðdýra, í hvívetna.
„Markmið löggjafar um velferð
dýra er að stuðla að því að dýr
séu laus við vanlíðan, hungur og
þorsta, ótta og þjáningu, sársauka,
meiðsli og sjúkdóma, í því ljósi að
dýr eru skyni gæddar verur.“
Enn fremur sé það markmið lag-
anna að dýrin geti sýnt sitt eðlilega
atferli eins og frekast er unnt.
Í svari matvælaráðuneytisins
segir að öllum sé frjálst að stunda
þá atvinnu sem þeir kjósa sam-
kvæmt stjórnarskrárvörðum rétti.
Þessu frelsi megi þó setja skorður
með lögum, en ekki standi til
að breyta þeim af hálfu ríkjandi
stjórnvalda.
Á Íslandi munu enn vera rekin
níu minkabú, en þeim hefur fækk-
að að mun á síðustu áratugum, og
eru um 90 þúsund hvolpar drepnir
á ári, svo nýta megi feld þeirra í
fataiðnað. n
Vilja ekki banna minkarækt á Íslandi
Dýraverndar-
samtök á Íslandi
og víðar um álf-
una hafa árum
saman barist
gegn loðdýra-
rækt – og kallað
hana „verstu
búgreinina með
tilliti til kval-
ræðis dýranna“.
FRÉTTABLAÐIÐ/
GETTY
bth@frettabladid.is
HEILBRIGÐISMÁL Ingibjörg Isaksen,
oddviti Framsóknarmanna í Norð-
austurkjördæmi, hefur lagt fram
þingsályktunartillögu um aðgerða-
áætlun til að ef la Sjúkrahúsið á
Akureyri. Hún segir tímabært að
styrkja Sjúkrahúsið á Akureyri sem
kennsluspítala og viðurkenna hlut-
verk þess sem háskólasjúkrahúss.
Ingibjörg segir að íslenskt heil-
brigðiskerfi standi frammi fyrir
alvarlegum mönnunarvanda. Fyrir-
séð sé mikil fjölgun starfsmanna í
heilbrigðiskerfinu á Íslandi. Land-
spítalinn eigi erfitt með að taka á
móti f leiri nemum. Sjúkrahúsið
á Akureyri geti tekið að sér f leiri
nema og stærri verkefni. Þetta
myndi jafnframt bæta heilbrigðis-
þjónustu á Norður- og Austurlandi.
„Ein ástæða þess að fólk flytur úr
dreif býli er að það getur ekki sótt
Vill háskólasjúkrahús á Akureyri
Ingibjörg
Isaksen, oddviti
Framsóknar-
manna í Norð-
austurkjördæmi
menntun í heimabyggð. Önnur
ástæða er að starfstækifæri vantar í
heimabyggð,“ segir Ingibjörg.
Með því að auka starfstækifæri í
tengslum við styrkingu Sjúkrahúss-
ins og efla tækifæri til menntunar
við HA megi halda fólki á svæðinu
og laða nýja að, að sögn hennar. n
odduraevar@frettabladid.is
ÖRYGGISMÁL Sæunn Ósk Unn-
steinsdóttir, framkvæmdastjóri
Hopp, segist telja það afturför að
banna börnum yngri en 13 ára að
nota rafskútur, líkt og kveðið er á
um í nýju frumvarpi innviðaráð-
herra.
Sigurður Ingi Jóhannsson leggur
til að raf hlaupahjól verði bönnuð
börnum yngri en þrettán ára.
Sæunn segist fagna sumu í frum-
varpinu en vera hugsi yfir öðru.
Hún fagnar því að rafskútur megi
aka á götum með 30 kílómetra
hámarkshraða.
13 ára aldurstakmarkið hafi ekki
áhrif á Hopp þar sem notendur
þurfi að hafa náð 18 ára aldri.
„En við treystum foreldrum og
forráðamönnum til að meta hvort
barnið þeirra sé hæft til að aka um
á rafskútu og höldum við að það
að setja lög á aldurstakmark sé
frekar afturför heldur en framför.
Við þurfum að breyta ferðavenjum,
rafskútan er bara ein týpa af farar-
máta og trúi ég að mikil nýsköpun
og hröð þróun eigi eftir að eiga sér
stað og þá eru hjólastígarnir okkar
orðnir of litlir eða of þröngir mjög
hratt!“
Hún segir sig og félaga í Hopp
ekki vera mikið fyrir boð og bönn.
„Og hefðum viljað sjá í lögunum
skyldur um forvarnir niður allt
skólakerfið. Notendur Hopp eða
aðrir notendur rafskútna eru ekki
vandamálið heldur þarf að bæta
innviði og þá meina ég holur og
bratta kanta á gang- og hjólastígum
sem og að þjálfa þarf ökumenn,
bæði þá sem aka í örflæðinu sem og
þau sem að aka með því, samanber
ökumenn bíla.“
Hún segir nýsköpun og breyttar
ferðavenjur rétt svo vera að hefj-
ast. „Og viljum við fara varlega í
að setja of harðar reglur, boð og
bönn. Við viljum auka enn frekar
umtal, fræðslu og forvarnir. Við
þurfum að breyta því hvernig við
ferðumst, það er ekki pláss fyrir
f leiri bíla á götunum! Umhverfið
kallar á breyttar ferðavenjur, það
er ekki f lóknara en það.“ n
Segir notendur rafhlaupahjóla ekki vandamálið
erlamaria@frettabladid.is
SAMGÖNGUR Ný skoðunarhandbók
ökutækja tekur gildi þann 1. mars,
en handbókin tekur við af núver-
andi skoðunarhandbók sem hefur
verið í gildi frá 1. maí 2017.
Nýja skoðunarhandbókin er að
mestu leyti sambærileg þeirri eldri,
með áherslubreytingum á skoðun-
aratriðum og uppsetningu. Meðal
þeirra atriða sem breytast eru bann
við notkun óvirkra stöðuhemla,
akstursbann við óvirkum hemla-
ljóskerum og notkunarbann við
sprungum eða alvarlegum skemmd-
um á hjólbörðum stærri ökutækja.
Þá eru nokkur ný atriði kynnt til
sögunnar. Til að spyrna við svik-
samlegum breytingum á stöðu akst-
ursmælis verða gerðar ráðstafanir ef
í ljós kemur að óeðlileg lækkun hafi
orðið á stöðu akstursmælis og frá
1. janúar 2024 verður gerð athuga-
semd ef gaumljós öryggispúða gefur
til kynna bilun í kerfinu. n
Ný handbók fyrir
bílaskoðanir
Æ fleiri þjóðir Evrópu eru
búnar að banna loðdýrarækt
og útlit er fyrir allsherjarbann
ESB á allra næstu árum. Ráð-
herra VG í málaflokknum er
ekki sömu skoðunar.
ser@frettabladid.is
DÝRAHALD Ekki stendur til að svo
stöddu að leggja fram frumvarp á
Alþingi um bann við loðdýrarækt.
Þetta segir orðrétt í svari matvæla-
ráðuneytisins til Fréttablaðsins í
gærdag, en ástæða erindisins er að
æ f leiri Evrópuþjóðir hafa bannað
loðdýrarækt í nafni dýravelferðar.
Meðal þessara þjóða eru Nor-
egur, Bretland, Þýskaland, Holland,
Belgía, Lúxemborg, Sviss, Austur-
ríki, Tékkland, Slóvakía, Slóvenía,
Króatía, Bosnía og Hersegóvína,
Serbía og Makedónía.
Þá létu dönsk stjórnvöld af lífa
alla minka í landinu árin 2020 og
2021 af ótta við að Covid-veiran
gæti stökkbreyst í dýrunum, alls
17 milljónir dýra.
Til viðbótar hyggjast forvígis-
menn Evrópusambandsins leggja
til allsherjarbann við loðdýrarækt
og má ætla að það taki gildi í síð-
asta lagi frá 2025.
Dýraverndarsamtök á Íslandi og
víðar um álfuna hafa árum saman
barist gegn loðdýrarækt – og kallað
hana „verstu búgreinina með til-
liti til kvalræðis dýranna“, svo
vitnað sé í blaðagreinar þeirra um
búreksturinn.
Í loðdýraræktinni sé minkum
troðið inn í örþröng vírnetsbúr og
þeir látnir dúsa þar í eigin óþef allt
þar til hvolparnir séu teknir af lífi,
hálfs árs gamlir. Þá sé þeim troðið
erlamaria@frettabladid.is
SAMFÉLAG Fjáröflunarátakið Út að
borða fyrir börnin hófst í vikunni.
Barnaheill stendur að átakinu í
samstarfi við veitingastaði sem láta
ágóða af matseðli renna til verndar
barna gegn ofbeldi.
Átakið stendur yfir til 15. mars.
„Það er svo mikilvægt að sam-
félagið allt taki höndum saman
um að styðja við vernd á of beldi
gegn börnum,“ segir Ellen Calmon,
framkvæmdastýra Barnaheilla. n
Út að borða fyrir
börnin í vikunni
Ellen Calmon,
framkvæmda-
stýra Barna-
heilla.
Svik með akstursmæla er eitt af því
sem bætt verður inn í handbókina.
Ingibjörg segir fjölgun nemenda bæta þjónustuna. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
4 FRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 17. FEBRÚAR 2023
FÖSTUDAGUR