Fréttablaðið - 17.02.2023, Blaðsíða 26
Þetta er í
raun
ferðalag í
gegnum
miklar
tilfinningar
þar sem
eru bæði
mjög
dimmir
staðir og
aðrir mjög
rólegir og
fallegir.
Tónlistarkonan Eydís Evensen
gaf í dag tóninn fyrir það sem
koma skal á plötunni Light í
maí með laginu Tephra Hori-
zon ásamt tónlistarmynd-
bandi sem var tekið upp við
Fagradalsfjall enda samdi
hún lagið innblásin af eldgos-
inu þar í allri sinni fegurð og
yfirvofandi eyðingarmætti.
thorarinn@frettabladid.is
Tónskáldið, píanóleikarinn og
fyrirsætan fyrrverandi Eydís Hel-
ena Evensen vakti mikla og verð-
skuldaða athygli með nýklassískum
tónum sínum á breiðskífunni Bylur
sem kom út 2021.
Þeirri vel heppnuðu frumraun
ætlar hún að fylgja eftir með plöt-
unni The Light sem kemur út í lok
maí hjá SONY undir merkjum XXIM
Records en gefur í dag tóninn fyrir
það sem koma skal með útgáfu
lagsins og tónlistarmyndbandsins
Tephra Horizon.
Eydís samdi lagið innblásin af eld-
gosinu í Fagradalsfjalli 2021 og því
hvernig eitt eldgos hefur varanleg
áhrif á landslagið. Mögnuð áhrif
gossins fundu sér ekki aðeins farveg
í tónlist Eydísar, þar sem hún gerði
einnig tónlistarmyndband við það
ásamt kærastanum sínum, Einari
Egilssyni, kvikmyndagerðarmanni
og leikstjóra.
„Myndverkið er í raun innblásið
af eldgosinu sem við fengum að
kynnast mjög vel,“ segir hún en í
myndbandinu heimsækir parið gos-
stöðvarnar á ný og hún stígur dans
í því breytta landslagi sem gosið
mótaði.
Persónuleg við píanóið
Eydís segir nýju plötuna að ein-
hverju leyti persónulegri en þá fyrri
án þess þó að hún vilji gefa of mikið
upp annað en að undirliggjandi
þemun á The Light séu tvö. Annars
vegar hugleiðingar um þau mótandi
áhrif sem harðgert íslenskt lands-
lagið hafi mótað persónu hennar
og hins vegar persónuleg tjáning á
von um að það sé að birta til eftir
erfiða tíma.
„Píanóið hefur eiginlega alltaf
verið minn besti vinur,“ segir Eydís
um hljóðfærið sem hefur verið
fastur punktur í tilveru hennar allar
götur síðan hún var barn á Blöndu-
ósi þar sem hún ólst upp og fann
samhljóm með landslaginu fyrir
norðan.
„Ég bjó erlendis og starfaði sem
fyrirsæta í sjö ár og kom stundum
til nýrra borga þar sem ég þekkti
engan, þá þekkti ég alltaf píanóið
þannig að í hverri borg varð ég alltaf
að finna mér hljóðfæri til að spila og
núllstilla.
Hún á þannig ákveðið athvarf
við píanóið þar sem hún gengur að
ákveðinni hugarró vísri og þar varð
The Light til eftir umbrotatíma,
léttis og lausnar, í lífi hennar.
Eydís Evensen stefnir í ljósið með Byr að baki
Eydís Evensen stimplaði sig rækilega inn í fremstu röð nýklassískra tónskálda með Byr 2021 en tónlistinni á þeirri plötu hefur verið streymt 40 milljón sinnum hingað til. MYND/SAGA SIG
Ljósið í myrkrinu
„Flest verkin eru sprottin af ein-
hverri tilf inningu og upplifun
þannig að þetta er í raun ferðalag
í gegnum miklar tilfinningar þar
sem eru bæði mjög dimmir staðir og
aðrir mjög rólegir og fallegir,“ segir
Eydís og kemur að Resolution, tólfta
og síðasta verki plötunnar þar sem
allar þessar tilfinningar leysast upp
í ljósinu í titlinum.
„Platan heitir The Light og von-
andi getur hlustandinn einhvern
veginn fundið tengingu og við
getum öll séð ljósið í þessu öllu
saman. Vegna þess að öll höfum
við upplifað erfiðleika,“ segir Eydís
og nefnir nærtæka og sameigin-
lega upplifun heimsbyggðarinnar
í ástandi undanfarinna þriggja ára.
Upphafið á Airwaves
Eydís segir tónlistina hafa verið
dálítið á hliðarlínunni á meðan
hún var á þeytingi um heiminn sem
fyrirsæta. Hún hafi þó verið ákveðin
í því að hasla sér völl í tónlistinni að
píanónáminu loknu. „Ég vissi bara
aldrei hvernig ég ætlaði að gera það.“
Lausnin birtist henni síðan eigin-
lega um leið og hún þreytti frum-
raun sína á sviði á Airwaves 2018
þar sem sá fyrsti sem kom að máli
við hana þegar hún steig af sviðinu
var útsendari SONY.
„Hann rétti mér nafnspjaldið sitt
og sagði mér að vera í sambandi.
Þarna var ég enn að módelast úti
í New York og hugsaði bara: Ókei,
ég get kannski farið að snúa mér að
öðrum málum,“ segir Eydís og hlær.
Nánast sléttu ári síðar, í nóvember
2019, var hún komin með ásættan-
legan samning og allt að gerast þegar
heimsfaraldurinn skall á.
Blessun í bölvuðu ástandi
„Það var svo sannarlega áskorun.
Ég bjó enn þá úti í New York og var í
öðru sambandi þegar Covid kemur.“
Hún kláraði því fyrstu plötuna
sína eiginlega heima hjá sér enda
ástandið í borginni með versta
móti. „Ástandið í New York var
virkilega slæmt og bara mjög ógn-
vekjandi,“ segir Eydís sem létti mjög
við að f lytja loks heim til Íslands í
lok maí 2020 og kláraði Byr.
„Ástandið var svo miklu betra
á Íslandi en í Bandaríkjunum og
við náðum að taka allt upp,“ segir
Eydís, sem missi aldrei sjónar á
verkefninu þótt aðrar áætlanir
hennar og umboðsmannsins hafi
tekið óhjákvæmilegum breyting-
um.
„En það var eitthvað það besta
sem gat komið fyrir mig að f lytja
heim og fá að taka plötuna upp
hægt og rólega. Það var líka ákveð-
in blessun að fá að gera þetta bara
hérna með Einari sem var nýorðinn
kærastinn minn. Þannig að þrátt
fyrir að heimsástandið hafi verið
erfitt þá einhvern veginn hjálpaði
þetta mér líka einhvern veginn að
finna réttan farveg.“
Byrjar á Íslandi
The Light kemur út 26. maí og strax
2. júní byrjar hún sitt fyrsta tón-
leikaferðalag í París þaðan sem hún
mun fara vítt og breitt um Evrópu.
„Ég er virkilega spennt,“ segir Eydís
um viðburðaríkt árið fram undan
því enn er ekki allt upp talið og
f leira á eftir að koma í ljós sem hún
hyggst gera 2023.
En fyrst af öllu ætlar Eydís að
leika á píanóið á Íslandi á tónleik-
um í Hannesarholti. „Þetta verða
fyrstu tónleikarnir mínir á Íslandi
og ég hef aldrei spilað í Hannesar-
holti áður,“ segir Eydís sem ætlar að
leika verk af fyrstu plötunni og að
sjálfsögðu verkið sem kom út í dag.
Hún gerist hins vegar mjög dular-
full og gefur lítið upp þegar spurt er
hvort f leiri verk af The Light muni
fá þar að hljóma. n
Önnur breið-
skífa Eydísar
Evensen kemur
út í lok maí en
fyrsta lagið
streymir sem
hraunfljót fram
í dag ásamt
myndbandi.
MYND/AÐSEND
18 LÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 17. FEBRÚAR 2023
FÖSTUDAGUR