Fréttablaðið - 17.02.2023, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 17.02.2023, Blaðsíða 13
KYNN INGARBLAÐ ALLT FÖSTUDAGUR 17. febrúar 2023 starri@frettabladid.is Flautukór Menntaskóla í tónlist (MÍT) heldur tónleika í Hörpu- horni á sunnudag, 19. febrúar, og hefjast þeir kl. 16. Á tónleikunum verða flutt verk eftir Þorkel Sigur- björnsson, boðið upp á fjörugan dans eftir Brahms, flæðandi tóna- ljóð eftir Smetana, ljúfa prelúdíu eftir Chopin, hressandi tangó og margt fleira að sögn Bjargar Brjánsdóttur stjórnanda. „Flautu- kórinn er skipaður flautunemend- um Menntaskólans í tónlist, MÍT. Flautuleikararnir mæta á flautu- kórsæfingar öll mánudagskvöld og við æfum alls konar músík og þjálfum okkur í hinum ýmsu sam- spilsþáttum,“ segir Björg. Í vetur hefur Flautukórinn komið fram á tónleikum í Ráðhús- inu og Dómkirkjunni auk þess sem hópurinn fór í nokkrar hjúkrunar- heimilaheimsóknir fyrir jól og hélt jólatónleika fyrir íbúa þar. Einleikari kvaddur Einleikari á tónleikunum á sunnudag er Lilja Hákonardóttir. Hún er flautunemandi við MÍT og útskrifast í vor og hefur háskóla- nám í þverflautuleik í London í haust. „Því fannst okkur tilvalið að kveðja hana með því að fá hana til að flytja fallegu Siciliönu Þorkels Sigurbjörnssonar með okkur. Þetta verk er hluti af f lautukonserti Þor- kels, Kólumbínu, sem hann samdi fyrir Manuelu Wiesler árið 1982.“ Aðgangur er ókeypis. Nánar á harpa.is. n Flautuveisla í Hörpu um helgina Flautukór Menntaskóla í tónlist kemur fram í Hörpu á sunnudag. Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir segir að með útgáfu ljóðabókarinnar ögri þær sér og berskjaldi. MYNDIR/GUNNLÖÐ JÓNA RÚNARSDÓTTIR Það virðast allir elska okkur Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir er einn sex meðlima spunahópsins Eldklárar og eftirsóttar. Hópurinn samanstendur af sex eldklárum og mjög fyndnum konum. Þær takmarka sig ekki við spunasýningar en ljóðabókin Óumbeðin ástarbréf er væntanleg. 2 Alla daga gegn kulda og sól Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup www.celsus.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.